Heróínið reyndist vera magnesíum

Kristín Eva Geirsdóttir er með meistarapróf í flug- og geimrétti …
Kristín Eva Geirsdóttir er með meistarapróf í flug- og geimrétti en hún starfaði í tvö og hálft ár sem flugfreyja í Katar. Ásdís Ásgeirsdóttir

Kristín Eva Geirsdóttir er reynslunni ríkari eftir viðburðarík ár í Katar. Hún starfaði sem flugfreyja hjá Qatar Airways og lenti í ýmsum ævintýrum.

Eitt sinn var hún að koma frá Egyptalandi á leið sinni aftur til Katar þegar hún var handtekin á flugvellinum án útskýringa. Henni var hent í fangelsi þar sem hún var látin dúsa í 36 tíma áður en henni var sleppt, en magnesíumtöflur sem hún hafði meðferðis var talið vera heróín. 

„Það er lífstíðarfangelsi eða dauðadómur við eiturlyfjasmygli þarna. Þetta var algjör „terror“. Ég hélt ég væri að fara að deyja. Mér var ekkert sagt neitt meira, bara hent í búrku og handjárn, hent inn í bíl og það var bara töluð arabíska í kringum mig. Ég var í haldi í 36 tíma. Ég fékk ekki að hringja, ekki að hitta lögfræðing, fékk ekkert að drekka fyrr en eftir tíu tíma og ekkert að borða eða drekka annað fyrr en rétt áður en þeir tóku blóðprufu daginn eftir og þá bara smá ávaxtasafa. Svo var mér skipað að skrifa undir einhver plögg á arabísku. Mér var fleygt á milli bíla og bygginga,“ segir Kristín Eva, sem nú hefur lokið meistaraprófi sem flug- og geimlögfræðingur.  

Nánar má lesa um ævintýri Kristínar Evu í viðtali í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina. 

Flugfreyjustarfið var mjög krefjandi enda gríðarlega strangar kröfur gerðar hjá …
Flugfreyjustarfið var mjög krefjandi enda gríðarlega strangar kröfur gerðar hjá Qatar Airways.
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert