Tveggja stafa frosttölur á landinu

Svona verður veðrið á hádegi í dag, laugardag.
Svona verður veðrið á hádegi í dag, laugardag. Skjáskot/Veðurstofa Íslands

Í dag og á morgun er útlit fyrir norðlæga átt, strekking eða allhvassan vind austanlands en hægari annars staðar á landinu. Veður verður yfirleitt bjart sunnan- og vestanlands en dálítil él norðaustan til. Áfram verður kalt í veðri og tveggja stafa frosttölur að mælast í flestum landshlutum. Ekki er þó um neinn metkulda að ræða, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands í morgun.

Hæg breytileg átt um mestallt land á mánudag, víða léttskýjað og áfram kalt.

Veðurspá næstu daga er þessi:

Á þriðjudag:
Suðaustan 8-15 m/s og snjókoma eða slydda, en rigning með ströndinni. Hiti kringum frostmark. Hægari og þurrt á Norður- og Austurlandi fram undir kvöld, síðan dálítil snjókoma á þeim slóðum og dregur úr frosti. 

Á miðvikudag og fimmtudag:
Norðaustanátt með snjókomu eða éljum, en yfirleitt úrkomulaust sunnan heiða. Hiti um frostmark við sjóinn, en vægt frost inn til landsins. 

Á föstudag:
Hæg austlæg átt og dálítil él, en bjartviðri vestan til á landinu. Frost um allt land.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert