Vettvangsrannsókn á brunanum lokið

Slökkvistarf stóð yfir í um 10 tíma við höfnina á …
Slökkvistarf stóð yfir í um 10 tíma við höfnina á Ísafirði í nótt og fram undir morgun. Ljósmynd/Sigurjón J. Sigurðsson

Lögreglan á Ísafirði hefur lokið rannsókn á vettvangi vegna bruna sem kom upp í húsnæði skipaþjónustu Hraðfrystihússins Gunnvarar við Árnagötu á Ísafirði í gærkvöldi.

Slökkvistarfi lauk um níuleytið í morgun og tóku um 50 manns frá slökkviliði Ísa­fjarðar, slökkviliði Ísa­fjarðarflug­vall­ar, slökkviliði Bol­ung­ar­vík­ur, björg­un­ar­sveit­um og Ísa­fjarðar­höfn þátt í aðgerðinni. 

Frétt mbl.is: Stærsti bruni í bænum í 30 ár

Eldsupptök eru ekki kunn en fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni að unnið verður úr þeim gögnum sem náði að afla við vettvangsskoðunina. 

Hús­næði skipaþjón­ust­unn­ar var um 700 fer­metr­ar og er gjörónýtt.
Hús­næði skipaþjón­ust­unn­ar var um 700 fer­metr­ar og er gjörónýtt. Ljósmynd/Sigurjón J. Sigurðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert