„Crossfit bjargaði lífi mínu“

Anna Hulda Ólafsdóttir stundar crossfit af kappi. Hún er komin ...
Anna Hulda Ólafsdóttir stundar crossfit af kappi. Hún er komin rúmar 39 vikur á leið og hefur liðið vel alla meðgönguna. Hún er sannfærð um að í því spili crossfit-iðkun lykilhlutverk. Ljósmynd/Aðsend

„Ég býð síðustu viku meðgöngunnar velkomna. Vona að þessi litli gutti muni ekki láta bíða eftir sér í meira en viku.“ Þetta skrifar dr. Anna Hulda Ólafsdóttir, lektor við verkfræðideild Háskóla Íslands og afrekskona í crossfit og ólympískum lyftingum, við myndband sem hún birtir á Instagram. Þó svo að það séu aðeins fjórir dagar í settan dag fer hún létt með upphífingar, ketilbjöllusveiflur og hnébeygjur.

Anna Hulda er með tæplega 70.000 fylgjendur á Instagram, en þar hefur hún verið iðin við að deila myndum og myndböndum af hreyfingu sem hún stundar á meðgöngunni. Viðbrögðin við æfingunum hafa að mestu leyti verið jákvæð, það eru fyrst og fremst bandarískir, miðaldra karlmenn, sem telja sig þurfa að koma fyrir hana vitinu.   

Bandarískir karlmenn telja sig vita betur

„Ég hef bara fengið jákvæð viðbrögð hérna á Íslandi. En sum myndböndin mín hafa farið „viral“ og þá er fullt af fólki sem hefur ekki kynnt sér þetta, yfirleitt karlar, og ef ég svara þeim þá endar það alltaf þannig að þeir geta ekki sýnt fram á neitt,“ segir Anna Hulda. Hún segir einnig að mikilvægast af öllu í ferlinu sé að hlusta á eigin líkama, og það geri hún. „Svo er það líka þannig að ég myndi aldrei mæla með að gera allt sem ég er að gera fyrir bara einhverja konu sem er ófrísk, það eru allir svo rosalega misjafnir.“

Verstu viðbrögðin hefur hún fengið frá bandarískum karlmönnum sem hafa meðal annars áhyggjur af þroska ófædds sonar hennar. „Ég bara læt það sem vind um eyru þjóta, þetta var erfitt fyrst, en ég er með ágætis bein í nefinu og hef ákveðið að lifa samkvæmt minni sannfæringu.“

Verðlaunahafi í verkfræði og lyftingum

Anna Hulda er lektor í verkfræði við Háskóla Íslands, ásamt því sem hún þjálfar crossfit í Crossfit Reykjavík. „Ég er í fullu starfi og rúmlega það meira að segja og ég kemst í raun ekki í fæðingarorlof fyrr en í janúar,“ segir hún. Anna Hulda hefur náð að samtvinna áhuga sinn á verkfræði og crossfit með góðum árangri, en hún hefur keppt í ólympískum lyftingum og fengið alþjóðleg verðlaun fyr­ir rann­sókn­ir á verk­efna- og gæðastjórn­un sem hún hef­ur nálg­ast með kvik­um kerf­is­líkön­um.

„Núna stunda ég ýmsar rannsóknir með kvikum kerfislíkönum þar sem ég skoða allt milli himins og jarðar, ég er til að mynda í stóru Evrópusambandsverkefni sem nefnist Valumics  þar sem við skoðum matvælakeðjur í þessu samhengi. Þar að auki kenni ég við Háskóla Íslands,“ segir hún, en hún hefur bæði kennt kúrsa um kvik kerfislíkön og hermun sem og stóra inngangskúrsa. „Svo hef ég líka aðeins verið að þjálfa í Crossfit Reykjavík. Ég tek aðallega morgna og geri það fyrst og fremst til að vekja sjálfa mig áður en ég fer niður í vinnu.“

Anna Hulda hefur keppt í ólympískum lyftingum, ásamt því að ...
Anna Hulda hefur keppt í ólympískum lyftingum, ásamt því að stunda crossfit. Ljósmynd/Aðsend

Anna Hulda segir að með því að mæta á crossfit æfingar fái hún orku til að takast á við verkefni dagsins. „Mér finnst ég ná að afkasta miklu meira ef ég næ að hreyfa mig. Ég er ekkert að hreyfa mig í líkingu við marga sem ég hef verið að keppa við, en að staðaldri er ég í mesta lagi að ná fimm klukkutímum yfir vikuna. En núna, á meðan ég er ófrísk, er ég þreyttari og hef verið að vinna langa vinnudaga uppi í háskóla, þá er ég kannski að mæta bara tvisvar til þrisvar í viku.“

Anna Hulda reynir eins og hún getur að mæta á æfingar og segir stutta æfingu klárlega betri en enga. „þegar ég er ekki ófrísk mæti ég alveg þó að ég hafi bara 20 mínútna eyðu. Það er það sem mér finnst svo rosalega gott við crossfit, það eru svo margar æfingar sem þú getur fengið mikið út úr á stuttum tíma ef þú nýtir tímann vel.“

„Ekkert slæmt sem ég get gert fyrir barnið“

Á meðgöngunni hefur Anna Hulda haldið sínu striki á æfingum, en passar fyrst og fremst upp á hjartsláttinn og að hlusta á líkamann. „Ég er ekki að taka æfingar þar sem mér líður eins og ég hafi verið að ganga fram af mér.“ Hún hefur einnig ráðfært sig við ljósmæður á meðgöngunni þegar kemur að hreyfingu. „Það er í rauninni ekkert slæmt sem ég get gert fyrir barnið, nema ég þarf að pass að púlsinn fari ekki alltof hátt upp. Það er svona það helsta, og svo náttúrulega passa ég mig á að detta ekki á bumbuna,“ segir hún og hlær. 

Fyrir á Anna Hulda sjö ára stelpu með eiginmanni sínum, tónlistamanninum Gunnari Hilmarssyni, og segir hún meðgönguna nú vera talsvert ólíka þeirri fyrri.

„Ég byrjaði hvorki í lyftingum né crossfit fyrr en daman mín var orðin eins árs,“ segir hún. Anna Hulda er samt sem áður með góðan íþróttalegan bakgrunn úr fimleikum. „Ég var í landsliðinu í áhaldafimleikum en hætti sökum bakmeiðsla þegar ég var að byrja í menntaskóla.“

7 ára dóttir Önnu Huldu fer oft með henni á ...
7 ára dóttir Önnu Huldu fer oft með henni á æfingar og þykir það mikið sport. Ljósmynd/Aðsend

Meðgangan rifjar upp móðurmissinn

Fyrri meðgangan gekk nokkuð vel, en daginn fyrir settan dag fékk Anna Hulda slæmar fréttir. „Mamma mín greindist með krabbamein daginn áður en ég átti að eiga. Við vorum rosalega nánar. Hún dó síðan bara mánuði seinna. Ég var í alveg ár að jafna mig á því, eða, ég jafna mig aldrei á því, en ég komst aldrei almennilega af stað í lífinu fyrr en ég tók meðvitaða ákvörðun að taka smá snúning og fara að hreyfa mig.“

Anna Hulda byrjaði því ekki síður í crossfit fyrir andlegu hliðina heldur en þá líkamlegu.  „Að hreyfa sig er besta meðal sem ég veit um. Crossfit bjargaði lífi mínu. Ég var að gefast upp en fann þá þessa íþrótt og hún er svo mikil áskorun, þú ert alltaf að læra eitthvað nýtt.“

Meðgangan rifjar upp minningar um móðurmissinn. „Það rifjar upp minningar að verða aftur ófrísk en hreyfingin heldur mér gangandi,“ segir Anna Hulda, sem hefur liðið vel alla meðgönguna og þar spilar hreyfingin stóran hluta. „Ég græði auka klukkutíma á því að fara að hreyfa mig. Ég fæ miklu meiri orku yfir daginn ef ég byrja hann með hreyfingu og ég er alveg viss um að ég næði ekki að vinna svona mikið nema með því að hreyfa mig.“

Anna Hulda hefur hreyft sig reglulega alla meðgönguna, en þó ...
Anna Hulda hefur hreyft sig reglulega alla meðgönguna, en þó mun minna en hún gerði áður en hún varð ólétt. Ljósmynd/Aðsend

Mamma Önnu Huldu, Guðrún Þórsdóttir heitin, er hennar helsta fyrirmynd og hún heldur áfram að líta upp til hennar. „Ég hef rosalega góða fyrirmynd. Ég tók meðvitaða ákvörðun að segja já við alls konar hlutum og nota þennan tíma sem maður hefur hérna eins og vel og ég get. Mamma var svona, manni fannst hún alltaf hafa miklu meiri tíma en allir hinir, hún gerði svo mikið, þannig að ég ákvað að það myndi vera eitthvað sem ég myndi reyna að gera.“

Anna Hulda er ekki viss hvort hún nær að troða inn einni æfingu áður en litli guttinn mætir á svæðið, en ef hún nær því mun hún svo sannarlega njóta þess.

Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi, það er ...
Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi, það er nokkuð ljóst. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Innlent »

Hálka víða um land

00:01 Hálka er á öllu landinu, að Austurlandi undandskildu, fyrir utan nokkra fjallvegi. Einnig er greiðfært með suð-austurströndinni suður í Öræfi en nokkur hálka eða hálkublettir þar fyrir vestan. Meira »

Vel heppnaður hátíðarkvöldverður

Í gær, 23:28 Um 140 prúðbúnir gestir mættu í sérstakan hátíðarkvöldverð í sænsku konungshöllinni í kvöld til heiðurs íslensku forsetahjónunum, Guðna Th. Jóhannessyni og Elizu Reid. Opinber heimsókn forsetans til Svíþjóðar hófst í hádeginu í dag og stendur fram á föstudag. Meira »

Sveifluðu öxum í Austurbænum

Í gær, 22:50 Lögreglu barst tilkynning um klukkan fimm síðdegis um tvo einstaklinga á Háaleitisbraut sem voru að sveifla sitt hvorri öxinni. Í dagbók lögreglu kemur fram að lögreglan hafi skorist í leikinn og afvopnað einstaklingana. Að því loknu voru þeir færðir á lögreglustöð þar sem þeir voru yfirheyrðir. Meira »

Höfðu nánast öll verið á Vogi

Í gær, 21:10 Af þeim sex einstaklingum á aldrinum 20-24 ára sem létust árið 2016 höfðu fimm verið á Vogi, segir Þórarinn Tyrfingsson, læknir á Vogi. Magnús Ólason, læknir á Reykjalundi, biður lækna að ávísa ekki ópíóíðum til fólks sem glímir við þráláta bakverki. Meira »

Svínaði fyrir lögreglu á rauðu ljósi

Í gær, 21:09 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti myndband á Facebook-síðu sinni fyrr í kvöld þar sem ökumaður bifreiðar keyrir yfir á rauðu ljósi á Sæbraut. Minnstu munaði að bifreiðin hefði hafnað á lögreglubílnum, sem var að beygja inn á Sæbrautina. Meira »

Borgarfjörður sagður í Síberíu

Í gær, 20:55 Axel Þór Ásþórsson rak upp stór augu þegar hann ætlaði að skoða myndir frá bænum Oymyakon í Síberíu á Google Earth. Ein myndanna er úr Borgarfirðinum en þar má sjá Hvítá, Tungukoll og Hafnarfjall í fjarska. Meira »

Íslendingur með þriðja vinning

Í gær, 19:48 Einn heppinn lottóspilari var með hinn alíslenska þriðja vinning í víkingalottóútdrætti kvöldsins og fær hann 1.476.000 krónur í sinn hlut. Miðinn var keyptur á lotto.is. Hvorki fyrsti né annar vinningur gekk út og því verður fyrsti vinningur því þrefaldur og annar vinningur tvöfaldur í næstu viku. Meira »

Lengi lifir í gömlum glæðum

Í gær, 20:15 Sveinbjörn Dýrmundsson hefur sannreynt að lengi lifir í gömlum glæðum í tónlistarbransanum í Bretlandi og vill kalla saman eldri tónlistarmenn hérlendis með sama hætti og gert er í Stockport og víðar. Meira »

Lyfin ráða för í lækningum

Í gær, 19:30 Læknar nálgast ekki sjúklinga í dag út frá þeirra þörfum heldur miklu frekar lyfjum, segir Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson, fagstjóri lækninga á heilsugæslunni í Grafarvogi. Hann og fleiri læknar sem fluttu erindi á Læknadögum um notkun ópíóíða lyfja eru sammála um að slíkum lyfjum sé of oft ávísað. Meira »

Ræddu norræna samvinnu og öryggismál

Í gær, 19:15 Tvíhliða samskipti Íslands og Svíþjóðar, norræn samvinna, Brexit og öryggismál voru meðal umræðuefna á fundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra, og Margot Wallström, utanríkisráðherra Svíþjóðar. Meira »

„Eldurinn“ var maður að grilla

Í gær, 18:45 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á sjöunda tímanum vegna þess að íbúi við Hamraborg í Kópavogi hélt að það væri kviknað í hjá nágranna hans. Við komuna á staðinn komst slökkviliðið að því að „eldurinn“ var maður að grilla. Meira »

Hulunni svipt af hinsegin huldukonum

Í gær, 18:40 Sagnfræðingarnir Íris Ellenberger og Hafdís Erla Hafsteinsdóttir ásamt Ástu Kristínu Benediktsdóttur, íslensku- og bókmenntafræðingi, standa fyrir heimildasöfnunar- og miðlunarverkefninu Hinsegin huldukonur. Meira »

Sveigja á milli hraðahindrana

Í gær, 18:25 Hraðahindranir í borginni hafa lengi verið umdeildar. Ein tegundin er lítið notuð í öðrum sveitarfélögum er hönnuð og framleidd hér á landi og er ætlað að vernda fjöðrun strætisvagna fyrir álagi. Hönnunin veldur því að bílstjórar sveigja á milli hindrana sem eykur ekki öryggi að sögn sérfræðings. Meira »

WOW ekki bótaskylt vegna fugls

Í gær, 17:13 Samgöngustofa hefur hafnað bótakröfu farþega sem átti bókað flug með WOW air frá Barcelona til Keflavíkur í ágúst á síðasta ári. Fluginu var aflýst vegna vélarbilunar þar sem fugl fór inn í hreyfil flugvélarinnar í flugtaki. Meira »

Borgin og Rauði krossinn styrkja Vin

Í gær, 16:28 Reykjavíkurborg og Rauði krossinn hafa gert samning um að borgin greiði 47 milljónir til starfsemi Vinjar og tryggi þannig athvarf, fræðslu- og batasetur fyrir fólk með geðfötlun. Kostnaður við þjónustu er 42 milljónir króna og fimm milljónir eru vegna húsnæðiskostnaðar. Meira »

Þurfa að meta áhættu og viðbúnað

Í gær, 17:45 Landspítalinn hefur ekki ákveðið hvort keypt verða ný tæki eða tekið ákvörðun varðandi annan viðbúnað ef starfsfólk spítalans þarf aftur að sjóða neysluvatn vegna aukinna jarðvegsgerla. Meira »

„Ég er algjörlega kominn á botninn“

Í gær, 17:04 Jóhannesi Baldurssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra markaðsviðskipta hjá Glitni, er gefið að sök að hafa lagt á ráðin um markaðsmisnotkun bankans, en fyrir dómi í dag sagði hann það ekki vera rétt. Meira »

Verklagsreglum ekki verið fylgt

Í gær, 15:44 „Málið er litið alvarlegum augum,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, á fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis í dag um muni sem haldlagðir voru í rannsókn lögreglunnar á skemmtistaðnum Strawberries árið 2013 en hafa ekki fundist í fórum hennar. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Borðstofuborð ásamt sex stólum frá Öndvegi / Heimahúsinu til sölu
Tilboð óskast í borðstofuborð með sex stólum frá Öndvegi / Heimahúsinu. Borðið e...
Borstofuskápur frá Öndvegi / Heimahúsinu til sölu
Tilboð óskast í borðstofuskáp frá Öndvegi / Heimahúsinu. Skápurinn er 220 x 55 x...
Faglærðir málarar
Faglærðir málarar Tökum að okkur öll almenn málningarstörf. Tilboð eða tímavinna...
 
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Hafnarvörður
Skrifstofustörf
????????????? ???????????? ??? ??????? ...
Ert þú skapandi
Sérfræðistörf
Ert þú SKAPANDI? Árvakur leitar eftir...
Aukatekjur vikulega
Önnur störf
Aukatekjur Morgunblaðið vantar fólk ...