„Crossfit bjargaði lífi mínu“

Anna Hulda Ólafsdóttir stundar crossfit af kappi. Hún er komin ...
Anna Hulda Ólafsdóttir stundar crossfit af kappi. Hún er komin rúmar 39 vikur á leið og hefur liðið vel alla meðgönguna. Hún er sannfærð um að í því spili crossfit-iðkun lykilhlutverk. Ljósmynd/Aðsend

„Ég býð síðustu viku meðgöngunnar velkomna. Vona að þessi litli gutti muni ekki láta bíða eftir sér í meira en viku.“ Þetta skrifar dr. Anna Hulda Ólafsdóttir, lektor við verkfræðideild Háskóla Íslands og afrekskona í crossfit og ólympískum lyftingum, við myndband sem hún birtir á Instagram. Þó svo að það séu aðeins fjórir dagar í settan dag fer hún létt með upphífingar, ketilbjöllusveiflur og hnébeygjur.

Anna Hulda er með tæplega 70.000 fylgjendur á Instagram, en þar hefur hún verið iðin við að deila myndum og myndböndum af hreyfingu sem hún stundar á meðgöngunni. Viðbrögðin við æfingunum hafa að mestu leyti verið jákvæð, það eru fyrst og fremst bandarískir, miðaldra karlmenn, sem telja sig þurfa að koma fyrir hana vitinu.   

Bandarískir karlmenn telja sig vita betur

„Ég hef bara fengið jákvæð viðbrögð hérna á Íslandi. En sum myndböndin mín hafa farið „viral“ og þá er fullt af fólki sem hefur ekki kynnt sér þetta, yfirleitt karlar, og ef ég svara þeim þá endar það alltaf þannig að þeir geta ekki sýnt fram á neitt,“ segir Anna Hulda. Hún segir einnig að mikilvægast af öllu í ferlinu sé að hlusta á eigin líkama, og það geri hún. „Svo er það líka þannig að ég myndi aldrei mæla með að gera allt sem ég er að gera fyrir bara einhverja konu sem er ófrísk, það eru allir svo rosalega misjafnir.“

Verstu viðbrögðin hefur hún fengið frá bandarískum karlmönnum sem hafa meðal annars áhyggjur af þroska ófædds sonar hennar. „Ég bara læt það sem vind um eyru þjóta, þetta var erfitt fyrst, en ég er með ágætis bein í nefinu og hef ákveðið að lifa samkvæmt minni sannfæringu.“

Verðlaunahafi í verkfræði og lyftingum

Anna Hulda er lektor í verkfræði við Háskóla Íslands, ásamt því sem hún þjálfar crossfit í Crossfit Reykjavík. „Ég er í fullu starfi og rúmlega það meira að segja og ég kemst í raun ekki í fæðingarorlof fyrr en í janúar,“ segir hún. Anna Hulda hefur náð að samtvinna áhuga sinn á verkfræði og crossfit með góðum árangri, en hún hefur keppt í ólympískum lyftingum og fengið alþjóðleg verðlaun fyr­ir rann­sókn­ir á verk­efna- og gæðastjórn­un sem hún hef­ur nálg­ast með kvik­um kerf­is­líkön­um.

„Núna stunda ég ýmsar rannsóknir með kvikum kerfislíkönum þar sem ég skoða allt milli himins og jarðar, ég er til að mynda í stóru Evrópusambandsverkefni sem nefnist Valumics  þar sem við skoðum matvælakeðjur í þessu samhengi. Þar að auki kenni ég við Háskóla Íslands,“ segir hún, en hún hefur bæði kennt kúrsa um kvik kerfislíkön og hermun sem og stóra inngangskúrsa. „Svo hef ég líka aðeins verið að þjálfa í Crossfit Reykjavík. Ég tek aðallega morgna og geri það fyrst og fremst til að vekja sjálfa mig áður en ég fer niður í vinnu.“

Anna Hulda hefur keppt í ólympískum lyftingum, ásamt því að ...
Anna Hulda hefur keppt í ólympískum lyftingum, ásamt því að stunda crossfit. Ljósmynd/Aðsend

Anna Hulda segir að með því að mæta á crossfit æfingar fái hún orku til að takast á við verkefni dagsins. „Mér finnst ég ná að afkasta miklu meira ef ég næ að hreyfa mig. Ég er ekkert að hreyfa mig í líkingu við marga sem ég hef verið að keppa við, en að staðaldri er ég í mesta lagi að ná fimm klukkutímum yfir vikuna. En núna, á meðan ég er ófrísk, er ég þreyttari og hef verið að vinna langa vinnudaga uppi í háskóla, þá er ég kannski að mæta bara tvisvar til þrisvar í viku.“

Anna Hulda reynir eins og hún getur að mæta á æfingar og segir stutta æfingu klárlega betri en enga. „þegar ég er ekki ófrísk mæti ég alveg þó að ég hafi bara 20 mínútna eyðu. Það er það sem mér finnst svo rosalega gott við crossfit, það eru svo margar æfingar sem þú getur fengið mikið út úr á stuttum tíma ef þú nýtir tímann vel.“

„Ekkert slæmt sem ég get gert fyrir barnið“

Á meðgöngunni hefur Anna Hulda haldið sínu striki á æfingum, en passar fyrst og fremst upp á hjartsláttinn og að hlusta á líkamann. „Ég er ekki að taka æfingar þar sem mér líður eins og ég hafi verið að ganga fram af mér.“ Hún hefur einnig ráðfært sig við ljósmæður á meðgöngunni þegar kemur að hreyfingu. „Það er í rauninni ekkert slæmt sem ég get gert fyrir barnið, nema ég þarf að pass að púlsinn fari ekki alltof hátt upp. Það er svona það helsta, og svo náttúrulega passa ég mig á að detta ekki á bumbuna,“ segir hún og hlær. 

Fyrir á Anna Hulda sjö ára stelpu með eiginmanni sínum, tónlistamanninum Gunnari Hilmarssyni, og segir hún meðgönguna nú vera talsvert ólíka þeirri fyrri.

„Ég byrjaði hvorki í lyftingum né crossfit fyrr en daman mín var orðin eins árs,“ segir hún. Anna Hulda er samt sem áður með góðan íþróttalegan bakgrunn úr fimleikum. „Ég var í landsliðinu í áhaldafimleikum en hætti sökum bakmeiðsla þegar ég var að byrja í menntaskóla.“

7 ára dóttir Önnu Huldu fer oft með henni á ...
7 ára dóttir Önnu Huldu fer oft með henni á æfingar og þykir það mikið sport. Ljósmynd/Aðsend

Meðgangan rifjar upp móðurmissinn

Fyrri meðgangan gekk nokkuð vel, en daginn fyrir settan dag fékk Anna Hulda slæmar fréttir. „Mamma mín greindist með krabbamein daginn áður en ég átti að eiga. Við vorum rosalega nánar. Hún dó síðan bara mánuði seinna. Ég var í alveg ár að jafna mig á því, eða, ég jafna mig aldrei á því, en ég komst aldrei almennilega af stað í lífinu fyrr en ég tók meðvitaða ákvörðun að taka smá snúning og fara að hreyfa mig.“

Anna Hulda byrjaði því ekki síður í crossfit fyrir andlegu hliðina heldur en þá líkamlegu.  „Að hreyfa sig er besta meðal sem ég veit um. Crossfit bjargaði lífi mínu. Ég var að gefast upp en fann þá þessa íþrótt og hún er svo mikil áskorun, þú ert alltaf að læra eitthvað nýtt.“

Meðgangan rifjar upp minningar um móðurmissinn. „Það rifjar upp minningar að verða aftur ófrísk en hreyfingin heldur mér gangandi,“ segir Anna Hulda, sem hefur liðið vel alla meðgönguna og þar spilar hreyfingin stóran hluta. „Ég græði auka klukkutíma á því að fara að hreyfa mig. Ég fæ miklu meiri orku yfir daginn ef ég byrja hann með hreyfingu og ég er alveg viss um að ég næði ekki að vinna svona mikið nema með því að hreyfa mig.“

Anna Hulda hefur hreyft sig reglulega alla meðgönguna, en þó ...
Anna Hulda hefur hreyft sig reglulega alla meðgönguna, en þó mun minna en hún gerði áður en hún varð ólétt. Ljósmynd/Aðsend

Mamma Önnu Huldu, Guðrún Þórsdóttir heitin, er hennar helsta fyrirmynd og hún heldur áfram að líta upp til hennar. „Ég hef rosalega góða fyrirmynd. Ég tók meðvitaða ákvörðun að segja já við alls konar hlutum og nota þennan tíma sem maður hefur hérna eins og vel og ég get. Mamma var svona, manni fannst hún alltaf hafa miklu meiri tíma en allir hinir, hún gerði svo mikið, þannig að ég ákvað að það myndi vera eitthvað sem ég myndi reyna að gera.“

Anna Hulda er ekki viss hvort hún nær að troða inn einni æfingu áður en litli guttinn mætir á svæðið, en ef hún nær því mun hún svo sannarlega njóta þess.

Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi, það er ...
Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi, það er nokkuð ljóst. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Innlent »

Hæstánægð með Landsmótið

20:35 „Landsmótið á Sauðárkróki var sannkölluð íþróttaveisla. Við tókum stóra ákvörðun um að breyta Landsmótinu sem hafði verið haldið í meira en 100 ár í nánast óbreyttu formi,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ. Hún segir viðbrögð við breyttu fyrirkomulagi hafa verið góð. Meira »

Eiginlega bara eins og það gerist verst

19:15 Í júní síðastliðnum lagði íslensk fjölskylda upp í ferð til Kenía og Tansaníu. Tilgangur ferðarinnar var meðal annars að heimsækja skólann Little Bees sem er í miðju fátækrahverfi í Kenía en hópurinn skellti sér líka í ógleymanlega safaríferð. Meira »

ESB versti óvinur Trumps

19:00 Versti óvinur Donalds Trump Bandaríkjaforseta á heimsvísu er Evrópusambandið, en á eftir koma klassískir keppinautar Bandaríkjanna, Rússland og Kína. Meira »

Frakkar á Ingólfstorgi sáttir við sína

18:17 „Ég hélt að leikurinn yrði auðveldari því við höfum reynslu af úrslitaleikjum,“ sagði George sem staddur var á Ingólfstorgi og fylgdist með Frökkum landa heimsmeistaratitli í knattspyrnu. Meira »

Tilkynnt um flík í sjónum

18:08 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er nú að störfum við Bryggjuhverfi í Grafarvogi, eftir að tilkynning barst um að þar væri flík í sjónum. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu virðist vera sem um blautgalla sé að ræða. Meira »

„Sum hjólför hverfa ekki“

17:35 Erlendir ferðamenn óskuðu í dag eftir aðstoð rekstraraðila í Kerlingarfjöllum, eftir að hafa fest tvær bifreiðar sínar í grennd við fjallið Loðmund, sem er á milli Kerlingarfjalla og Setursins, hálendisskála ferðaklúbbsins 4x4. Akstur er bannaður á svæðinu og lögregla var kölluð til. Meira »

Hnúfubakar komnir lengst inn að Polli

16:50 „Það eru allir skælbrosandi hér um borð,“ segir Örn Stefánsson, skipstjóri á hvalaskoðunarbátnum Konsúl sem gerður er út frá Akureyri, en þrír hnúfubakar eru núna staddir lengst inni við Poll, sunnan við Akureyrarhöfn. Meira »

Úrvalsstemning á Ingólfstorgi

15:55 Stuðningsmenn Frakka, Króata og aðrir áhugamenn um fótbolta eru samankomnir á HM-torginu á Ingólfstorgi og þar var stemningin mikil, enda úrslitaleikur HM í Rússlandi í fullum gangi og leikurinn líflegur framan af. Meira »

Rannsókn lokið á vettvangi

13:34 Lögreglan á Suðurlandi hefur lokið við rannsókn á vettvangi sumarbústaðarins í Grímsnesi þar sem eldur kom upp í nótt. Rannsókninni er þó ekki lokið og er lögregla ekki tilbúin að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Meira »

Aftur í örmum skírnarvottsins

11:06 Þegar George Valdimar Tiedemann, sem er íslenskur í móðurættina, mætti í aldarafmæli gamals hermanns, Vincents Hermansons, á dögunum bjóst hann ekki við að enda í fanginu á afmælisbarninu. En það gerðist samt. Meira »

Eldur í sumarbústað á Suðurlandi

10:28 Fjórir voru fluttir á sjúkrahús í nótt eftir að upp kom eldur í sumarbústað á Suðurlandi. Í tilkynningu frá Brunavörnum Árnessýslu segir að útkallið hafi borist slökkviliði rétt fyrir klukkan fimm í nótt. Meira »

Hæsti hiti ársins í Reykjavík

09:19 Hitinn í Reykjavík mældist klukkan átta í morgun 14,2 gráður. Um er að ræða hæsta hita ársins í höfuðborginni, en áður hafði hann hæstur orðið 13,4 stig. Meira »

Mun loks fara að sjást til sólar

08:16 Búast má við vindi úr austan- og norðaustanátt í dag, allt að 8-15 metrum á sekúndu, en hvassast verður syðst. Víða verður dálítil væta framan af morgni, en stytta mun fljótlega upp sunnan- og austanlands. Meira »

Handteknir grunaðir um þjófnað

07:08 Tveir menn í annarlegu ástandi voru handteknir í miðborg Reykjavíkur upp úr klukkan 19 í gærkvöldi. Eru mennirnir grunaðir um þjófnað úr verslunum og hafa verið vistaðir í fangageymslu lögreglu, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni. Meira »

Kvíði fylgir samfélagsmiðlum

Í gær, 21:30 „Þetta er samt enginn dans á rósum, við erum oft að vinna í 12 tíma á dag, sofum lítið, alltaf með kvíða því við verðum að klára auglýsingar en við þurfum samt að muna að vlogga. Það fylgir þessu mikill kvíði. Ég held að fólk vanmeti kvíðann sem fylgir samfélagsmiðlum.“ Meira »

BBC fjallar um íslenskar kirkjur

í gær Hönnunarvefur breska ríkisútvarpsins, BBC Designed, birti í gær grein sem fjallar um íslenskar kirkjur og hönnun þeirra. Greinarhöfundi þykja margar íslenskar kirkjur óvenjulegar og segir sumar þeirra helst minna á bústaði huldufólks. Meira »

„Þarna sérðu, guð er Sandari“

í gær Um helgina fer bæjarhátíðin Sandara- og Rifsaragleði fram í Snæfellsbæ. Fréttaritari mbl.is, Alfons Finnsson, var á svæðinu og segir hann sólina hafa leikið við hátíðargesti í dag. Meira »

Atti kappi við son Assads

í gær „Ég hafði alltaf mjög gaman af stærðfræði í grunnskóla en það er helst að áhuginn hafi kviknað þegar ég byrjaði í Menntaskólanum í Reykjavík. Þá fékk ég að kynnast raunverulegri stærðfræði ef svo mætti að orði komast,“ segir Elvar Wang Atlason sem hlaut bronsverðlaun á ólympíuleikunum í stærðfræði. Meira »

Stelpurnar kalla mig mömmu

í gær „Stelpurnar kalla mig mömmu og nú kalla börnin þeirra mig ömmu. Þegar ég segi við vini mína að ég sé að fara til Íslands að heimsækja dætur mínar skilja þeir ekkert hvað ég er að meina. Fólk skilur ekki hvað maður getur orðið náinn skiptinemunum sínum.“ Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri og húsasmíðameistari Tek að mér: - byggingarstjór...
Vinningar upp í 6 milljónir!!!
Nú eru komnir skafmiðar með vinningum upp í 6 milljónir!!! Farðu á * www.superl...