Eldur kom upp í timburhúsi á Grettisgötu

Greiðlega gekk að slökkva eldinn.
Greiðlega gekk að slökkva eldinn. mbl.is/Hjörtur

Eldur kom upp í þaki húss við Grettisgötu nú síðdegis. Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað á vettvang og greiðlega gekk að slökkva eldinn, samkvæmt upplýsingum þaðan.

Tilkynning barst um eld korter fyrir fjögur en húsið sem kviknaði í er timburhús sem nýbúið er að flytja á staðinn. Iðnaðarmenn vinna í húsinu.

Greiðlega gekk að slökkva eldinn en lögregla og iðnaðarmenn slökktu mesta eldinn í upphafi, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði. Tvær stöðvar eru á staðnum þar sem þær gæta að glæðum en búið er að slökkva eldinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert