Málsskjöl til Hæstaréttar í vikunni

Guðmundur Einarsson (t.v.) og Geirfinnur Einarsson. Þeir hurfu báðir sporlaust …
Guðmundur Einarsson (t.v.) og Geirfinnur Einarsson. Þeir hurfu báðir sporlaust á áttunda áratugnum.

Davíð Þór Björgvinsson, fulltrúi ákæruvaldsins í endurupptöku Guðmundar-  og Geirfinnsmálsins og settur ríkissaksóknari, reiknar með því að skila ágripi sínu um málið til Hæstaréttar Íslands í þessari viku.

„Það er verið að fjölfalda ágripið, þ.e.a.s. skjöl málsins. Það má mikið út af bregða ef mér tekst ekki að koma þeim í Hæstarétt í þessari viku,” segir Davíð Þór en ágripið er tæpar 20 þúsund síður.

„Þetta er svo stórt og umfangsmikið að þetta tekur tíma og það er ekki hægt að flýta sér alltof mikið.”

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands. mbl.is/Golli

Í framhaldi af því fær Davíð Þór sem og allir verjendur sakborninga í málinu frest til að skila sínum greinargerðum. Að því loknu ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að setja málið á dagskrá réttarins, sem yrði á næsta ári.

Davíð Þór kveðst ætla að reyna að klára greinargerð sína fyrir jól. Í henni mun hann setja fram sína kröfugerð með rökstuðningi.

Davíð Þór Björgvinsson.
Davíð Þór Björgvinsson. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Í apríl sagði hann í samtali við mbl.is að í grein­ar­gerðinni myndi hann taka af­stöðu til þess hvaða kröf­ur hann myndi gera. „Einn mögu­leik­inn er sá að krefjast þess að sak­fell­ing­arn­ar standi, eða eft­ir at­vik­um að fallið verði frá viðkom­andi ákæru­liðum eða ég fall­ist á sýknu­kröfu sem gera má ráð fyr­ir að beiðend­ur muni setja fram,“ sagði Davíð Þór í apríl.

Guðmund­ur og Geirfinn­ur Ein­ars­syn­ir hurfu spor­laust árið 1974. End­urupp­töku­nefnd féllst í fe­brú­ar á end­urupp­töku­beiðnir er varða fimm menn sem sak­felld­ir voru í tengsl­um við manns­hvarfs­mál­in tvö.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert