Reyndi að nauðga læknanema í búningsklefa

Gerendur eru oftast karlkyns samstarfsmenn sem eru ofar í valdastiganum ...
Gerendur eru oftast karlkyns samstarfsmenn sem eru ofar í valdastiganum að sögn kvenna í læknastétt. AFP

Á fjórða hundrað konur í  læknastétt hafa undirritað áskorun þar sem skorað er á starfsmenn og stjórnendur að uppræta kynbundið áreit, mismunun og kynferðislegt ofbeldi í starfi.

Síðastliðnar vikur hafi konur í læknastétt deilt reynslusögum úr starfi í lokuðum hópi á samfélagsmiðlum. Þær frásagnirnar beri því miður vitni um kynbundið áreiti, mismunun og kynferðislegt ofbeldi í starfi, jafnvel þannig að áhrif hafi haft á starfsferil viðkomandi konu. Það sé óásættanlegt.

„Gerendur eru oftast karlkyns samstarfsmenn sem eru ofar í valdastiganum, en einnig eru dæmi um áreiti frá yngri samstarfsmönnum og frá skjólstæðingum. Þá eru dæmi þess að aðrar starfsstéttir taki þátt í kynbundnu áreiti og mismunun.“

Yngri kvenlæknar virðist mest verða fyrir barðinu á kynbundnu áreiti og ofbeldi, en áreitni og mismunun gagnvart sérfræðilæknum komi oftar fram sem  þöggun og jaðarsetning.

„Til þessa hefur kynbundið áreiti, mismunun og kynferðisofbeldi sjaldan verið tilkynnt, líklega vegna þess að sá sem fyrir áreitinu verður er oft í veikri stöðu gagnvart geranda. Þessu verður að breyta og er mikilvægt að verkferlar séu aðgengilegir og tekið sé á málum af festu. Við væntum þess að allir samstarfsmenn okkar og stjórnendur taki höndum saman til að uppræta þennan ósóma. Kynbundið ofbeldi, áreiti og mismunun á ekki að líðast, hvorki á vinnustöðum né annars staðar í samfélaginu.“

„Búinn að troða tungunni upp í mig“

Áskoruninni fylgdu 10 valdar frásagnir íslenskra kvenna í læknastétt og er brot af þeim birt hér fyrir neðan.

„Ég var 4. árs læknanemi að fara heim nálægt miðnætti eftir vakt. Á þessum tíma voru læknar og læknanemar saman í búningsklefa en ekki kynjaskipt. Inn kemur sérfræðingur sem kallaður hafði verið inn akút og fer handan við hornið í sinn búningsklefa. Þar sem ég stend fáklædd kemur hann allt í einu aftan að mér og reynir að nauðga mér. Ég náði að mótmæla og ýta honum frá mér (hann hélt áfram að reyna) og komst út og heim. Sagði góðri vinkonu minni og kollega frá þessu og hún studdi mig í þessu trauma, en aldrei hefði manni dottið í hug að kæra manninn. Fyllist enn hrolli við tilhugsunina í dag.“

Önnur frásögn er frá læknanema í sérnámi sem var staddur á þingi erlendis.

„Eftir kvöldverð og hóflega víndrykkju labba allir samferða heim á leið en fljótlega eru bara ég og hæstráðandi á deildinni eftir þar sem okkar hótel voru lengra frá. Áður en ég veit af er hann búinn að troða tungunni upp í mig og útlistar hvað hann langi til að sofa hjá mér. Náði einhvern veginn að djóka þetta burt en þetta sat hrikalega í mér og ég var eiginlega skelfingu lostin því þessi maður hafði vald til að gera líf mitt að helvíti á deildinni og eyðileggja framtíð mína. Ef þetta hefði verið jafningi minn í sérnáminu hefði ég getað hellt mér yfir hann en þarna snýst þetta um gríðarlegt valdaójafnvægi og ótta í kjölfarið.“

Mismununin kemur einnig fram í launakjörum.

„Var boðuð í launaviðtal þegar sérfræðileyfið í var í höfn. Var vel undirbúin og búin að skoða launin sem voru í boði í kring. Mér voru boðin lægri laun en karlkyns kollega á sama reki og fannst viðkomandi karlkyns yfirmanni það bölvuð frekja og vanþakklæti í mér að „þiggja það ekki“ enda alveg nóg fyrir svona stelpu. Ég gekk út.“

Tæplega fjögur hundruð konur í læknastéttinni skrifuðu undir áskorunina.
Tæplega fjögur hundruð konur í læknastéttinni skrifuðu undir áskorunina. Ljósmynd verilymag.com
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Þetta birtist ekki allt í einu einn daginn“

21:26 Borgarlínan er langtímaverkefni og enn á undirbúningsstigi segir Hrafn­kell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri hjá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem kynnti verkefnið og forsendur þess á fundi á vegum Hafnarfjarðarbæjar í dag. Meira »

Laus úr vaðhaldi en er í farbanni

21:24 Karlmaður, sem úrskurðaður hafði verið í gæsluvarðhald til til 9. fe­brú­ar á grund­velli al­manna­hags­muna í tengslum við skipulagða brotastarfsemi, er laus úr varðhaldi. Landsréttur sneri úrskurði héraðsdóms en maðurinn var þess í stað úrskurðaður í farbann. Meira »

Minnisvarði kom til bjargar í hálkunni

20:41 Ökumaður bifreiðar missti stjórn á bifreið sinni í hálku á veginum við Neðri-Staf á leiðinni til Seyðisfjarðar í gær með þeim afleiðingum að bifreiðin endaði á minnisvarða sem stendur í beygjunni við veginn. Meira »

Undirbúa opnun neyslurýma

19:58 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sett af stað vinnu í velferðarráðuneytinu til að undirbúa opnun neyslurýma fyrir langt leidda vímuefnaneytendur. Neyslurými sem þessi eru þekkt úrræði erlendis og byggjast á hugmyndafræði skaðaminnkunar. Meira »

Nauðgað af íþróttamanni og fékk samfélagið á móti sér

19:27 „Af því að hann var svo flottur og mikil fyrirmynd í sinni íþrótt og landsliðsmaður, þá var þetta allt mér að kenna,“ segir Embla Kristínardóttir, leikmaður Íslands- og bikarmeistara Keflavíkur í körfuknattleik, en hún hefur stigið fram og sagt frá því þegar fullorðinn frjálsíþróttamaður nauðgaði henni. Meira »

Tekst á við fyllibyttuna og dópistann

19:23 Við trúðum þessu varla þegar við fengum að vita að myndin okkar hefði verið valin til sýningar á Berlinale, aðalkvikmyndahátíðinni hér í Berlín. Hún er stór og alþjóðleg, ein af A-hátíðunum í heiminum. Þetta er gríðarlega góð kynning fyrir myndina okkar.“ Meira »

30 kílómetrar malbikaðir í fyrra

19:14 Malbikað var fyrir tæpar 1.300 milljónir króna í Reykjavík á síðasta ári. Fyrir það fengust 30 kílómetrar af malbiki sem er um 7,1% af heildarlengd gatnakerfisins. Meira »

Grunur um íkveikju í Stardal

19:18 Lögregluna grunar að kveikt hafi verið í bænum Stardal á Mosfellsheiði í byrjun janúar. Bærinn brann til kaldra kola að morgni laugardagsins 6. janúar. Ekki var föst búseta á bænum og hafði ekki verið í nokkur ár. Meira »

Reyndi að smygla stinningarlyfi til landsins

18:57 Karlmaður var í gær dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsómi Reykjavíkur fyrir að hafa reynt að smygla 2.1999 stykkjum af stinningarlyfinu Kama­gra til landsins. Meira »

Fimm áskrifendur til Stokkhólms

18:40 Fimm heppn­ir áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins unnu ferð fyr­ir tvo til Stokkhólms í gær en þá var dregið í annað sinn af tíu úr áskriftarleik Árvakurs og WOW air. Meira »

Rannsókn á leka úr Glitni hætt

18:02 Rannsókn á leka úr Glitni banka hefur verið hætt af hálfu embætti héraðssaksóknara. Fjár­mála­eft­ir­lit­ið kærði gagnaleka úr þrota­búi Glitn­is í október í fyrra. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir í samtali við mbl.is að rannsókn hafi verið hætt, en Rúv greindi frá málinu fyrr í dag. Meira »

Viðraði áhyggjur vegna lánveitinga

18:01 Ákæruvaldið og verjendur í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis greinir á um það hvort eðlismunur sé á sjálfvirkum pörunarviðskiptum í Kauphöllinni og tilkynntum viðskiptum, svokölluðum utanþingsviðskiptum. Innri endurskoðandi Glitnis viðraði áhyggjur af háum lánum til lykilstarfsmanna í júlí árið 2008. Meira »

„Íslandsmet í tollheimtu“

17:55 Niðurstaða Hæstaréttar þess efnis að ríkinu hafi verið heimilt að leggja 76% toll á franskar kartöflur á árunum 2010-2014 eru Félagi atvinnurekenda mikil vonbrigði. „Allur málflutningur íslenska ríkisins í þessu máli er afar öfugsnúinn,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. Meira »

Arnar Þór aðstoðar Ásmund

17:14 Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra hefur ráðið Arnar Þór Sævarsson, fráfarandi sveitarstjóra á Blönduósi aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu. Meira »

Heimilt að leggja 76% toll á franskar

16:01 Ríkinu var heimilt að leggja á 76% verðtoll á innfluttar franskar kartöflur ár árunum 2010-2014. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar, en fyrirtækin Innnes og Hagar töldu gjaldtöku tollsins vera í bága við ákvæði stjórnarskrár og grundvallarreglur stjórnskipunar- og skattaréttar. Höfðu þau farið fram á endurgreiðslu gjaldanna fyrir tímabilið. Meira »

Fundað um borgarlínu í beinni

17:25 Fyrsti opni íbúa- og kynningarfundur um borgarlínu, nýtt kerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, fer fram í dag í Hafnarborg í Hafnarfirði. Hér er hægt að fylgjast með beinu streymi frá fundinum. Meira »

Þyrlan sótti slasaðan vélsleðamann

17:08 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til um miðjan daginn en sækja þurfti slasaðan vélsleðamann skammt suður af Klukkuskarði. Meira »

Áslaug flaug á raflínu og drapst

15:50 Heiðagæsin Áslaug, sem var ein fimm heiðagæsa sem fengu senditæki á Vesturöræfum í júlí í sumar, er nú öll. Áslaug drapst er hún flaug á raflínu í Skotlandi, eftir að hafa unað sér vel á vetrastöðvum sínum í Bretlandi. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Flott kommóða rótar-spónn - sími 869-2798
Er með flotta kommóðu, spónlagða og innlagða á 25.000. Hæð 85x48x110 cm, 5 skúff...
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR Útsala er að byrja
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...
Sundföt
...
 
Ert þú skapandi
Sérfræðistörf
Ert þú SKAPANDI? Árvakur leitar eftir...
L edda 6018011619i
Félagsstarf
? EDDA 6018011619 I Mynd af auglýsin...
Hafnarvörður
Skrifstofustörf
????????????? ???????????? ??? ??????? ...
Aðalfundur isnic 2018
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ISNIC 2018 Aðalfundur Inter...