„Það lendir alltaf einhver í honum“

72 sögur fjölmiðlakvenna voru birtar í dag.
72 sögur fjölmiðlakvenna voru birtar í dag.

Konur í fjölmiðlum stigu í dag fram undir merkjum #fimmtavaldsins og sögðu meðal annars sögur sínar í tengslum við störf innan greinarinnar. Má þar lesa fjölmargar sögur um áreitni, óviðeigandi kynferðislegt tal, mismunun og kynferðislegt ofbeldi sem konurnar hafa orðið fyrir bæði af hendi samstarfsmanna og viðmælenda.

Núna varst það þú“

Í nokkrum sögum má lesa um þegar samstarfsmenn kvennanna hafi leitað á þær. Í einu tilvikinu lýsir kona því hvernig samstarfsmenn hennar hafi þurft að stoppa annan sem leitaði á hana og koma honum í leigubíl. „Eftir samfagnað eitt haustið fór stór hluti hópsins niður í bæ á skemmtistað. Þar leitaði ein stór fyrirmynd mín, giftur og miklu eldri, stanslaust á mig, sama hvað ég færði mig úr stað og forðaðist hann. Hann elti mig eins og bráð og hætti ekki fyrr en annar karl setti mig í hálfgert skjól og annar kom honum heim í leigubíl. Það sáu þetta allir og ég var reyndar ánægð með félaga mína þarna. Þegar hann var svo farinn sagði ein samstarfskona mín: „Það lendir alltaf einhver í honum í hvert sinn. Núna varst það þú“,“ segir í einni sögunni.

Viðreynsla í formi starfstilboðs

Þá segir önnur kona frá því að henni hafi tvisvar verið boðið starf við aðstæður þar sem áfengi var haft við hönd. „Því fylgdi að ég væri nú alveg frábær blaðamaður en svo kom fljótt í ljós að markmiðið með því að taka þetta upp við þessar aðstæður var viðreynsla. Í annað skiptið var viðkomandi meira en 20 árum eldri en ég en starfið var mjög spennandi.“

Þrábað menntaskólastelpu að setjast í fangið á sér

Ein kona segir frá samstarfsmanni sem hafi strokið henni og verið óþægilega nálægt henni. Eftir að konan gerði athugasemd við þetta athæfi hans þá hafi maðurinn verið með stöðugar aðfinnslur að öllu sem hún geri. „Samstarfskonur hafa kvartað undan símtölum á nóttunni og enginn gerir neitt,“ segir í frásögn konunnar. Heldur hún áfram og lýsir því hvernig maðurinn hafi áreitt nýráðnar konur á vinnustaðnum. „Stundum var hann að leysa af pródúsenta yfir sumartímann og þá var hann stöðugt að áreita skriftur og promter-stelpurnar. Einu sinni kom ég inn í útsendingarherbergi og þá var hann að þrábiðja stelpu um að setjast í fangið á sér af því að það væru engir stólar lausir. Stelpan var á menntaskólaaldri og að leysa af á promter. Henni var greinilega brugðið og reyndi að koma sér undan og inn í útsendingu. Ég varð brjáluð og sagði honum að láta stelpurnar í friði og að enginn hefði gaman að þessu. Hann varð pirraður á mér og sagði að ég hefði engan húmor. Hann var bara sko aðeins að djóka í stelpunum. Létta stemninguna á vaktinni.“

Algengt að gagnrýna vaxtarlag

Aðrar konur segja sögur af því að samstarfsmenn og jafnvel yfirmenn fjölmiðla hafi áreitt þær með því að gagnrýna vaxtarlag þeirra eða gera lítið annað en að tala um hversu sætar þær væru. Þá segja nokkrar frá óviðeigandi skilaboðum á Facebook og símtölum.

Pantaði eitt herbergi fyrir þau bæði í vinnuferð

Utanlandsferðir eru hluti af vinnu sumra fjölmiðlamanna og eru nokkrar sögurnar um atvik sem komu upp í slíkum ferðum. Ein segir frá því að samstarfsmaður hennar hafi séð um að bóka hótel. Í ljós hafi komið að hann bókaði bara eitt herbergi. Hún hafi ákveðið að sofa í litlum barnakojum sem voru í anddyri herbergisins, „en vonbrigði hans leyndu sér ekki. Alla ferðina var hann svo að gefa í skyn að við ættum nú bara að sofa bæði í rúminu og reyndi að hella mig fulla við hvert tækifæri. Ég gerði mér upp mikla þreytu og fór heim á undan honum en þurfti einu sinni segja honum að vera í sínu rúmi þegar hann kom heim. Síðar frétti ég að hann væri að vinna í því að koma með mér til útlanda í aðra vinnuferð. Þá fór ég á fund yfirmanna og sagði bara hell no að ég fari með honum út aftur og það var bara tekið gott og gilt.“

Önnur kona segist hafa farið í ferð og samstarfsmaður hennar hafi ekki hætt að tala um hversu fáránlegt það hafi verið af yfirmanninum að panta tvö hótelherbergi. „Eftir nokkrar svona athugasemdir snöggreiddist ég og sagði honum að þetta djók hans væri ógeðslega óviðeigandi í vinnuferð og bað hann að hætta þessum perrakommentum. Hann hélt sig á mottunni gagnvart mér eftir það en sögurnar eru ansi margar og hann gengur bara á línuna,“ segir í frásögn konunnar.

„Treður tungunni ofan í mig og segist vilja ríða mér

Í einu starfsmannapartí sem endaði á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur segist ein konan hafa orðið fyrir því að samstarfsmaður hennar, sem var á aldur við foreldra hennar, hafi komið og troðið tungunni ofan í kokið á henni. „Ég fékk sjokk og þáverandi kærasti varð náttúrulega alveg brjálaður og það sauð næstum upp úr en ég dró hann í burtu til að gera nú ekki meira mál úr þessu. Ég man hvað ég kveið því að hitta hann á vaktinni aftur. En viti menn, hann lét eins og ekkert væri.“ Sama kona segir frá því að hún hafi verið í öðru heimapartí og þar hafi eldri maður elt hana út og í lyftu þar sem hann hann stoppi lyftuna, „pinnar mig upp við vegg og treður tungunni ofan í mig og segist vilja ríða mér. Ég var logandi hrædd og gjörsamlega frosin og man ekki alveg hvernig það atvikaðist að lyftan fór aftur af stað og ég reif mig lausa og hljóp út.“

Í mörgum sögunum er einnig komið inn á mjög karlrembulega vinnustaðamenningu. Segir ein að oft hafi verið talað um að „einhverjir væri að fá það eða að frétt væri svo góð að það væri hægt að runka sér yfir henni, talað um að sleikja píkur eða sjúga belli til að ná frétt og annað í þeim dúr.“

Þá eru sögur um upptökumenn sem hafi tekið nærmyndir af brjóstum kvennanna og fleira óviðeigandi. Þá hafi ein kona gengið fram hjá samstarfsmanni sínum sem hafi horft á gróft klám á vinnutölvunni sinni. Hún hafi gagnrýnt þetta, en niðurstaðan var að blaðamaður á miðlinum sem heyrði útskýringu mannsins skrifaði  pistill í blað miðilsins um þessa „tilviljun“ mannsins að hafa óvart rekist inn á klámsíðuna.

Átti að þrífa klósettin þar sem hún var lægst launuð

Ein konan segir frá því að þegar hún hafi verið um tvítugt hafi yfirmaður hennar sagt að hún yrði að þrífa klósettið. Þegar hún hafi sagt að það væri ekki frekar í hennar verkahring en karlanna sem unnu á vinnustaðnum hafi hún fengið svarið að hún þyrfti að sjá um þrifin þar sem hún væri lægst launuð. Þegar konan benti á að einn karlkyns nemi hjá fyrirtækinu væri með lægri laun en hún hafi yfirmaðurinn strax hækkað laun nemans svo þau væru hærri en hjá henni. Daginn eftir sagði konan upp störfum.

Lesa má allar sögurnar í meðfylgjandi skjali hér að neðan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Arkitekt að eigin lífi

Í gær, 23:00 „Gríman er fallin“, sagði Svava Björk Hjaltalín arkitekt í Magasíninu þegar hún lýsti árangrinum af þeirri sjálfsvinnu sem hún hefur verið í undanfarin ár. Á dögunum birti hún stöðuuppfærslu þar sem hún lýsti því hvernig hvernig einu takmarki af nokkrum hefði náðst og nú væru sex mánuðir eftir. Meira »

Krefst svara frá forsætisnefnd

Í gær, 22:48 Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, gagnrýnir harðlega ákvörðun Steingríms J. Sigfússonar þess efnis að bjóða Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, til hátíðarfundar á Þingvöllum. Þá gagnrýnir hann einnig að ekki hafi verið upplýst um aðkomu Kjærsgaard fyrr en í gær þrátt fyrir að henni hafi verið boðið til landsins í apríl. Hann mun kalla eftir skýrum svörum frá forsætisnefnd vegna málsins. Meira »

Píratar gerðu engar athugasemdir

Í gær, 22:07 „Eins og ég hef reynt að margsegja í dag þá er Pia Kjærsgaard er ekki boðin hingað sem Pia Kjærsgaard eða vegna skoðana sinna. Hún er forseti danska þingsins,“ segir Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis, í samtali við mbl.is. Meira »

Fólk hrætt um að eldurinn nálgist bæina

Í gær, 21:41 „Þetta er hérna allt í kringum okkur. Þetta voru fimm eldar síðast þegar ég vissi,“ segir Björn Fannar Björnsson, nemi í málmiðnum, er búsettur með fjölskyldu sína í Ljusdal í Gävleborg í Svíþjóð. Meira »

Segja lífeyrissjóði raska lánamarkaði

Í gær, 21:29 Matsfyrirtækið Standard & Poor´s segir lífeyrissjóðina skapa skekkju á íslenskum lánamarkaði þar sem sjóðunum er ekki gert að uppfylla sömu kröfur og gerðar eru til fjármálafyrirtækja. Útlánastarfsemi lífeyrissjóðanna er sögð hafa áhrif á verðlagningu bankana og stöðu útlánatryggingu þeirra. Meira »

Hvergi betra að vera kona en á Íslandi

Í gær, 20:42 Ástralski sjónvarpsþátturinn Dateline gerði Ísland að viðfangsefni sínu á dögunum þar sem fjallað var ítarlega um jafnrétti kynjanna. Þáttastjórnandinn, Janice Petersen, fer í þættinum um Ísland, kynnir sér stefnur og strauma í jafnréttismálum og mærir landið í hástert fyrir öfluga jafnréttisstefnu. Hún segir Ísland vera femíníska útópíu og hvergi sé betra í heiminum að vera kona en á Íslandi. Meira »

Gjaldtakan var forsenda útboðsins

Í gær, 19:58 „Þegar við tókum þátt í útboðinu fyrir ári síðan þá var ein forsenda útboðsins sú að hafin yrði gjaldtaka á þessu ytra stæði og við buðum náttúrulega í þetta miðað við þær forsendur,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdarstjóri Kynnisferða. Meira »

Magnús Stefánsson ráðinn bæjarstjóri

Í gær, 19:19 Á fundi bæjarstjórnar Sameinaðs sveitarfélags Sandgerðisbæjar og Garðs í dag var samþykkt tillaga um að Magnús Stefánsson verði ráðinn bæjarstjóri í Sameinuðu sveitarfélagi Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs kjörtímabilið 2018-2022. Meira »

Leggja ekki fram nýjar tillögur

Í gær, 19:02 Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu ljósmæðra í fyrramálið. Til stóð að halda næsta samningafund á mánudaginn en ríkissáttasemjari ákvað að flýta fundinum í ljósi þeirrar alvarlegu stöðu sem upp er komin. Formenn samninganefndanna hafa ekki lagt fram nýjar tillögur til að leysa deiluna. Meira »

Mótmæli lituðu hátíðarfundinn

Í gær, 18:42 Mótmæli bæði áhorfenda og þingmanna settu svip sinn á hátíðarfund Alþingis, sem fram fór undir Lögbergi á Þingvöllum í dag. Mæting almennings á fundinn var mun dræmari en búist hafði verið við. Meira »

Norðmaður vann tæpar 29 milljónir

Í gær, 18:28 Fyrsti vinn­ing­ur gekk ekki út í Vík­ingalottóút­drætti kvölds­ins en einn heppinn Norðmaður vann annan vinning og hlýtur 28,7 milljónir króna í vinning. Meira »

Leituðu til sendiráðsins vegna áreitis

Í gær, 18:06 „Þau eru búin að vera að lenda í allskonar skítkasti á víð og dreif um landið. Fólk að segja þeim að koma sér heim og að þau séu búin að eyðileggja náttúruna og að gefa þeim, „fokk“-merki,“ segir Magnús Ásgeirsson um frönsku ferðamennina tvo sem gerðust sekir um utanvegaakstur við Kerlingafjöll. Meira »

Flutt frá Þingvöllum í lögreglufylgd

Í gær, 18:02 Lokað var fyrir almenna umferð á meðan nokkrar rútur, í lögreglufylgd, fluttu fyrirmenni frá Þingvöllum. Þau höfðu verið viðstödd hátíðarfund Alþingis þar í tengslum við aldarafmæli fullveldis á Íslandi. Meira »

Gagnrýnir Helgu Völu harðlega

Í gær, 17:07 Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, gagnrýnir þá ákvörðun Helgu Völu Helgadóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, að ganga burt af þingpöllum þegar Pia Kjærsgaard hóf ræðu sína, harðlega. Meira »

Vélmenni Gæslunnar í svaðilför

Í gær, 16:46 Sprengjuleitarvélmenni Landhelgisgæslunnar lék lykilhlutverk í aðgerðum lögreglunnar og sprengjudeildar Landhelgisgæslunnar í Mosfellsbæ þegar sprengja var aftengd. Vélmennið var óhrætt við að handleika sprengjuna og koma henni fyrir í holunni, þar sem hún var sprengd. Meira »

Fundur á morgun í kjaradeilu ljósmæðra

Í gær, 16:17 Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu ljósmæðra klukkan 10.30 í fyrramálið. Til stóð að fundur yrði næsta mánudag, en nú hefur verið boðað til fundar á morgun líkt og áður segir. Meira »

Gekk burt þegar Kjærsgaard hóf ræðu sína

Í gær, 16:15 Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, gekk af þingpöllum þegar Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, hóf ræðu á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum í dag. Meira »

Rörbúturinn reyndist sprengja

Í gær, 16:08 „Það var lán í óláni að hún hafi ekki sprungið á neinn,“ segir Leifur Guðjónsson gröfumaður í samtali við mbl.is. Leifur var að moka úr malarhrúgu þegar hann kom auga á sprengjuna á Blikastaðanesi og varð eðlilega smeykur þegar hann áttaði sig á að hann væri með virka sprengju í höndunum. Meira »

Sprengjan var virk - Búið að sprengja

Í gær, 14:53 Sprengjan sem fannst í Mosfellsbæ um hádegisbil var virk. Þetta segir Valgarður Valgarðsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »
Sumarhús í Biskupstungum, Velkomin...
Eigum laust í júlí/ágúst - Leiksvæði og fallegt umhverfi. Stutt að Geysi, Gullfo...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 6...
Nudd Nudd Nudd
Relaxing Massage Down Town Reykjavik. S. 6959434, Alina...
Teikning eftir Mugg til sölu
Teikning eftir Mugg til sölu, úr Sjöundi dagur í paradís, blýants og tússteiknin...