Þingið sett og fjárlagafrumvarpið lagt fram

mbl.is/Kristinn Magnússon

Alþingi verður sett á fimmtudaginn og hefst þingsetningarathöfnin klukkan 13:30 með guðþjónustu í Dómkirkjunni. Að henni lokinni verður gengið til þinghússins þar sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mun setja 148 löggjafarþing. Þá mun starfsaldursforseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, taka við fundarstjórn, ávarpa þingið, flytja minningarorð og stjórna kjöri kjörbréfanefndar. 

Þingsetningarfundi verður síðan frestað til klukkan 16:00. Þegar þingsetningarfundi verður fram haldið verður kjörinn forseti Alþingis, kosið í nefndir, hlutað um sæti alþingismanna o.fl. Fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2018 verður þá útbýtt. Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, mun flytja stefnuræðu sína klukkan 19:30

Fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, mun mæla fyrir fjárlagafrumvarpinu á föstudaginn klukkan 10:30.

Dagskrá þingsetningarinnar í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert