Vörðu heimsmeistaratitil sinn í dansi

Pét­ur Gunn­ars­son og Pol­ina Oddr.
Pét­ur Gunn­ars­son og Pol­ina Oddr. Ljósmynd/Aðsend

Pétur Gunnarsson og Polina Oddr báru sigur úr býtum í heimsmeistaramótinu í suðuramerískum dönsum 21 árs og yngri sem haldið var í París um helgina.

Vörðu þau þar með titilinn frá í fyrra en um 100 danspör hófu keppnina.

„Þetta var mjög langur dagur en gekk rosavel, við unnum alla dansana og þetta var mjög spennandi keppni. Úkraína varð í öðru sæti og Rússland í því þriðja. Það er svo erfitt að útskýra tilfinninguna, ég er búinn að æfa dans síðan ég var þriggja ára og er búinn að fórna miklu. Maður uppsker eins og maður sáir í þessu eins og öðru,“ segir Pétur, glaður í bragði í Morgunblaðinu í dag.

Pétur og Polina vörðu titil sinn í París.
Pétur og Polina vörðu titil sinn í París.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert