Fossadagatalið rýkur út

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra fékk fyrsta dagatalið afhent.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra fékk fyrsta dagatalið afhent. Ljósmynd/Aðsend

Fossadagatalið 2018 og Fossabæklingur með ljósmyndum af Gullfossum Stranda hefur rokið út í dag, á fyrsta söludegi. Dagatalið er nú uppselt hjá útgefanda en búið er að panta annað upplag, 1.000 eintök.

Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir og Ólafur Már Björnsson augnlæknir tóku myndirnar á dagatalinu og í bæklingnum, en þar er finna myndir af þeim 30 fossum sem verða undir ef Hvalárvirkjun verður að veruleika.

Tómas greindi frá því á Facebook-síðu sinni að allar hillur hjá þeim væru nú tómar en að nokkur eintök væru til á sölustöðum dagatalsins; Melabúðinni, Lyfjaveri, Skrifstofu Ferðafélags Ísland, Everest og Fjallakofanum.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra tók við fyrsta eintakinu úr hendi þeirra Tómasar og Ólafs í gær og í fréttatilkynningu kom fram að langflestir fossanna hefðu, áður en þeir settu dagatalið á Facebook í september, ekki sést á mynd.

Framtakið borga þeir úr eigin vasa og tóku fram að engin samtök eða stjórnmálaflokkar kæmu að útgáfunni. Ágóði af út­gáf­unni renn­ur til Rjúk­anda, sam­taka um vernd­un nátt­úru og menn­ing­ar­verðmæta í Árnes­hreppi á Strönd­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert