Stolnir munir kirkjugesta fundnir

Ísafjarðarkirkja.
Ísafjarðarkirkja. Ómar Óskarsson

Ýmsir munir; peningar, greiðslukort og lyklar og fleira sem stolið var úr yfirhöfnum tónleikagesta í Ísafjarðarkirkju í gærkvöldi, hafa nú nær allir fundist. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum.

Tilkynnt var um þjófnað á ýmsum verðmætum úr yfirhöfnum tónleikagesta um klukkan tíu í gærkvöldi, en yfirhafnirnar voru geymdar í anddyri kirkjunnar meðan á tónleikunum stóð.

Skömmu síðar voru tveir karlmenn handteknir í miðbæ Ísafjarðar, grunaðir um verknaðinn. Mennirnir eru enn í haldi lögreglu og mun rannsókn málsins halda áfram. Búið er að tilkynna eigendum munanna um fundinn.

Tveir menn eru í haldi lögreglu vegna málsins.
Tveir menn eru í haldi lögreglu vegna málsins. mbl.is/Hjörtur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert