Ætlum að vera 5 árum á undan Norðurlöndunum

Emmanuel Macron Frakklandsforseti bauð til fund­ar­ins, í sam­starfi við fram­kvæmda­stjóra ...
Emmanuel Macron Frakklandsforseti bauð til fund­ar­ins, í sam­starfi við fram­kvæmda­stjóra Sam­einuðu þjóðanna og for­seta Alþjóðabank­ans. Mynd/Skrifstofa forseta Frakklands

Góður rómur var gerður á leiðtogafundi um loftslagsmál í París í dag að þeirri ákvörðun íslenskra stjórnvalda að ganga lengra en Parísarsamkomulagið kveður á um. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem kynnti áform­ nýrr­ar rík­is­stjórn­ar í um­hverf­is- og lofslags­mál­um á fundinum.

„Ég kynnti þarna markmið Íslands um kolefnislaust Íslands 2040 og hvernig við hyggjumst ná því og það mæltist vel fyrir,“ segir Katrín í samtali við  mbl.is. „Sem lítil þjóð með endurnýjanlega orkugjafa þá eigum við mikil tækifæri til þess að ganga lengra og það var gerður góður rómur að því.

Það eru fleiri þjóðir að setja sér slík markmið, en við erum metnaðarfull í tímasetningum og ætlum að vera vera fimm árum á undan nágrönnum okkar á Norðurlöndunum að því er fram kom á fundinum.“

Fundurinn ber yfirskriftina „One Pla­net summit“ og er hald­inn í til­efni að því að í dag, 12. des­em­ber, eru tvö ár liðin frá samþykkt Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins. Emmanuel Macron Frakklandsforseti bauð til fund­ar­ins, í sam­starfi við fram­kvæmda­stjóra Sam­einuðu þjóðanna og for­seta Alþjóðabank­ans, og var hann sótt­ur af yfir 50 þjóðarleiðtog­um.

Erum að tapa baráttunni 

„Þetta var góður fundur,“ segir Katrín. „Þjóðarleiðtogar fóru þar yfir hvað þeir hafa gert til að fylgja eftir Parísarsamkomulaginu á síðastliðnum tveimur árum. Þjóðir heims voru þar að kynna sín markmið, en líka aðrir aðilar til að mynda úr einkageiranum og víðar að.“ Áherslan að þessu sinni hafi verið á framkvæmdaatriðin og hvernig eigi að ná settum markmiðum.

Svört sýn var dreginn upp í Hörpu í vor þar sem fram kom að Ísland væri fjarri því að ná sínum markmiðum og er landið ekki eina þjóðin sem þannig er ástatt fyrir.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mætir í frönsku forsetahöllina til fundar við ...
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mætir í frönsku forsetahöllina til fundar við Emmanuel Macron Frakklandsforseta. AFP

„Emmanuel Macron forseti Frakklands sagði við upphaf þessa fundar að hann teldi að við værum að tapa baráttunni nema mikið væri að gert,“ segir Katrín. „Ég held samt að fundurinn hafi skilið okkur eftir bjartsýnni en áður, því það er alveg ljóst að þjóðir heims eru að taka þetta alvarlega.“ Nefnir Katrín að sú mikla þátttaka sem var á fundinum sýni vel hversu mikla áherslu þjóðarleiðtogar heims leggja á málaflokkinn.  

Sterkt að fá áminningu frá eyríkjunum

Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá því í sumar að Bandaríkin myndu segja sig frá Parísarsamkomulaginu, en stjórnendur ýmissa ríkja landsins eru þó ekki á sama máli og var fjöldi þeirra á fundinum. „Þarna voru ríkisstjórar, borgarstjórar og forstjórar frá Bandaríkjunum sem voru að lýsa því hvernig þeir hyggjast ná þessum markmiðum, þó að alríkisstjórnin hafi dregið sig út úr þessu.“

Segir Katrín það gefa visst tilefni til bjartsýni. „Mér fannst áhugavert að sjá á þessum fundi hvernig það er bara hluti þessa málaflokks sem er á þessu landstjórnarstigi og að það eru ekki síst sveitarfélögin og borgirnar sem skipta lykilmáli, m.a. við að breyta samgöngukerfi og skipulagi til að þjóna markmiðum um kolefnishlutleysi og minni losun.“ 

Raddir þeirra ríkja sem finna hvað mest fyrir loftlagsbreytingum voru áberandi á fundinum. „Lítil eyríki í Kyrrahafi sem voru áberandi líka á fundinum fyrir tveimur árum komu nú og minntu á sig. Það var sterkt að fá þessa áminningu aftur af því að þessi ríki börðust mjög fyrir því þá að það væri miðað við 1,5 gráðu en ekki tvær gráður. Þessi ríki eru mjög langt komin að undirbúa sig undir hvernig þau geti brugðist við.“

mbl.is

Innlent »

Jörð skelfur í Grindavík

21:55 Jarðskjálfti af stærð 3,5 mældist um kílómetra norðaustur af Grindavík á tíunda tímanum í kvöld. Hulda Rós Helgadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir skjálftann hafa fundist vel í bænum og fjölmargar tilkynningar hafi borist Veðurstofunni. Meira »

Íslendingur í annað sinn

21:48 Í lok árs veitti Alþingi 76 einstaklingum ríkisborgararétt. Hinir nýju Íslendingar koma hvaðanæva af úr heiminum, til að mynda Líbíu, Sýrlandi og Austurríki. Uppruni eins hinna nýju ríkisborgara er þó óvenjulegri en flestra annarra. Það er María Kjarval, en hún er fædd á Íslandi árið 1952 Meira »

8-10 vikna bið eftir dagvistun

21:41 Biðtími eftir dagvistunarplássi fyrir yngstu börn í Hafnarfirði er á bilinu 8-10 vikur samkvæmt þeim biðlista sem eru upplýsingar um hjá daggæslufulltrúa Hafnarfjarðar. Þetta segir Einar Bárðarson samskiptastjóri Hafnarfjarðar. Meira »

Páskaegg í búðir 10 vikum fyrir páska

21:17 Þrátt fyrir að enn séu um 10 vikur í páska eru páskaegg komin í sölu, alla vega í einni verslun Hagkaupa. Þegar ljósmyndara mbl.is bar að garði í verslun fyrirtækisins í Skeifunni var búið að koma upp einni appelsínugulri körfu þar sem hægt var að finna lítil páskaegg í stærð tvö. Meira »

Kastaðist út úr bílnum

20:44 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út fyrr í kvöld eftir að bíll valt út af veginum um Lyngdalsheiði. Einn farþeganna kastaðist úr bílnum og var hann fluttur með þyrlunni á bráðamóttökuna í Fossvogi. Maðurinn er þó ekki talinn í lífshættu. Meira »

United Silicon ljúki öllum úrbótum

19:44 United Silicon fær ekki heimild til að hefja framleiðslu á ný fyrr en lokið hefur verið við nær allar þær úrbætur sem tilteknar eru í mati norska ráðgjafafyrirtækisins Multiconsult sem rannsakað hefur tækjabúnað fyrirtækisins. Þetta kemur fram í úrskurði Umhverfisstofnunar sem tilkynnt var um í dag. Meira »

Sindri Freysson fær Ljóðstaf Jóns úr Vör

18:44 Sindri Freysson fékk í dag afhentan Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir ljóðið Kínversk stúlka les uppi á jökli. Þetta er í sautjánda sinn sem Lista- og menningarráð Kópavogs afhendir Ljóðstaf Jóns úr Vör. Meira »

Mikil spenna og smá stress á Sundance

18:45 „Þetta er stórt skref og mikill heiður,“ segir Ísold Uggadóttir. Fyrsta kvikmynd hennar í fullri lengd, Andið eðlilega, keppir til aðalverðlauna á Sundance-kvikmyndahátíðinni í Park City í Bandaríkjunum á morgun. Meira »

Reynslusögur af daggæslu

18:38 Bið eftir leikskólaplássi er vandamál sem margir foreldrar kannast við þegar fæðingarorlofinu sleppir. Á dögunum var stofnaður á Facebook-umræðuhópur fyrir foreldra í þessari stöðu, og á örfáum dögum eru meðlimir komnir yfir þúsund. Meira »

Þyrlan í útkall á Lyngdalsheiði

18:16 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti einn slasaðan á Lyngdalsheiði rétt fyrir klukkan fimm í dag eftir að smárúta valt á heiðinni. Lenti þyrlan við Landspítalann um sexleytið. Meira »

Gul viðvörun víða um land

16:51 Búast má við áframhaldandi hvassvirðri á Suður- og Suðausturlandi í kvöld, nótt og fram frameftir annað kvöld. Þó mun hlýna og gera má ráð fyrir rigningu samhliða vindinum á morgun. Á Faxaflóasvæðinu er spáð hvassri austanátt síðdegis á morgun og er sérstaklega varað við snörpum vindhviðum við fjöll. Meira »

Benedikt og Frú Ragnheiður verðlaunuð

15:38 Uppreisnarverðlaunin voru veitt í fyrsta skipti til viðurkenningar á markverðu og óeigingjörnu starfi í þágu frjálslyndis og almannahagsmuna. Uppreisn, ungliðahreyfing Viðreisnar, veitir verðlaunin sem þakklætisvott í garð þeirra sem skarað hafa fram úr á framangreindum sviðum Meira »

Bíll valt í Norðurá

15:24 Tveir ferðamenn voru fluttir á slysadeild á Akureyri í hádeginu eftir að bíll þeirra valt í Norðurá í Skagafirði. Að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki eru þeir ekki alvarlega slasaðir. Meira »

Segir grein Frosta rökleysu

12:54 Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ, segir að borgarlína sé vitrænn háttur til að efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Hún gagnrýndi grein Frosta Sigurjónssonar, fyrrverandi þingmanns Framsóknarflokksins, um borgarlínu. Meira »

Banaslys á Arnarnesvegi

11:50 Ungur maður lést í bílslysi á Arnarnesvegi um hálfþrjú í nótt, samkvæmt upplýsingum frá aðalvarðstjóra í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Frekari fregnir væntanlegar á morgun

13:44 Forsvarsmenn United Silicon fara nú yfir gögn en heimild til greiðslustöðvunar fyrirtækisins rennur út á morgun. Karen Kjartansdóttir, talsmaður fyrirtækisins, sagði að frekari fregnir væru væntanlegar á morgun en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Meira »

Telur að hann eigi að fara út úr fjölmiðlum

12:01 Eyþór Arnalds sem sækist eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segist telja rétt að hann losi sig út úr fjölmiðlarekstri ef hann verður kjörinn borgarfulltrúi. Meira »

Borgarlína og spítali

11:13 Borgarlínan var mál málanna í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hilmar Þór Björnsson arkitekt fjallaði meðal annars um borgarlínuna, samgöngumál og þéttingu byggða. Jafnframt var spítalinn til umræðu. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Gisting Akureyri Geldingsá
3ja herbergja neðri hæð , 7 km. frá Akureyri.. Umbúin 5 rúm m/handkl. Verð o...
Cummins/Stamford Ljósavélar í skip og báta einnig landstöðvar.
Cummins /Stamford ljósavélar í skip og báta 100 -1000 kw Vélaverkst/sala Holt...
TIL LEIGU Í 101
Björt 110 m2 , 3-4 herbergja íbúð, í 101 til leigu. Mikil lofthæð ,gott útsýn...
Ford Ranger double cab,4x4 Diesel 2005
Ford Ranger díesel 2005 double cab með húsi,ekinn 294þ.5 gíra.góð dekk, smurbók,...
 
Framboðslisti
Fundir - mannfagnaðir
Framboðslisti Sjál...
Skattadagurinn
Fundir - mannfagnaðir
SKATTADAGUR FLE Ráðstefna um skattam...
L edda 6018011619i
Félagsstarf
? EDDA 6018011619 I Mynd af auglýsin...
Lausafjáruppboð
Nauðungarsala
Lausafjáruppboð Einnig birt á www.naud...