Ætlum að vera 5 árum á undan Norðurlöndunum

Emmanuel Macron Frakklandsforseti bauð til fund­ar­ins, í sam­starfi við fram­kvæmda­stjóra ...
Emmanuel Macron Frakklandsforseti bauð til fund­ar­ins, í sam­starfi við fram­kvæmda­stjóra Sam­einuðu þjóðanna og for­seta Alþjóðabank­ans. Mynd/Skrifstofa forseta Frakklands

Góður rómur var gerður á leiðtogafundi um loftslagsmál í París í dag að þeirri ákvörðun íslenskra stjórnvalda að ganga lengra en Parísarsamkomulagið kveður á um. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem kynnti áform­ nýrr­ar rík­is­stjórn­ar í um­hverf­is- og lofslags­mál­um á fundinum.

„Ég kynnti þarna markmið Íslands um kolefnislaust Íslands 2040 og hvernig við hyggjumst ná því og það mæltist vel fyrir,“ segir Katrín í samtali við  mbl.is. „Sem lítil þjóð með endurnýjanlega orkugjafa þá eigum við mikil tækifæri til þess að ganga lengra og það var gerður góður rómur að því.

Það eru fleiri þjóðir að setja sér slík markmið, en við erum metnaðarfull í tímasetningum og ætlum að vera vera fimm árum á undan nágrönnum okkar á Norðurlöndunum að því er fram kom á fundinum.“

Fundurinn ber yfirskriftina „One Pla­net summit“ og er hald­inn í til­efni að því að í dag, 12. des­em­ber, eru tvö ár liðin frá samþykkt Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins. Emmanuel Macron Frakklandsforseti bauð til fund­ar­ins, í sam­starfi við fram­kvæmda­stjóra Sam­einuðu þjóðanna og for­seta Alþjóðabank­ans, og var hann sótt­ur af yfir 50 þjóðarleiðtog­um.

Erum að tapa baráttunni 

„Þetta var góður fundur,“ segir Katrín. „Þjóðarleiðtogar fóru þar yfir hvað þeir hafa gert til að fylgja eftir Parísarsamkomulaginu á síðastliðnum tveimur árum. Þjóðir heims voru þar að kynna sín markmið, en líka aðrir aðilar til að mynda úr einkageiranum og víðar að.“ Áherslan að þessu sinni hafi verið á framkvæmdaatriðin og hvernig eigi að ná settum markmiðum.

Svört sýn var dreginn upp í Hörpu í vor þar sem fram kom að Ísland væri fjarri því að ná sínum markmiðum og er landið ekki eina þjóðin sem þannig er ástatt fyrir.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mætir í frönsku forsetahöllina til fundar við ...
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mætir í frönsku forsetahöllina til fundar við Emmanuel Macron Frakklandsforseta. AFP

„Emmanuel Macron forseti Frakklands sagði við upphaf þessa fundar að hann teldi að við værum að tapa baráttunni nema mikið væri að gert,“ segir Katrín. „Ég held samt að fundurinn hafi skilið okkur eftir bjartsýnni en áður, því það er alveg ljóst að þjóðir heims eru að taka þetta alvarlega.“ Nefnir Katrín að sú mikla þátttaka sem var á fundinum sýni vel hversu mikla áherslu þjóðarleiðtogar heims leggja á málaflokkinn.  

Sterkt að fá áminningu frá eyríkjunum

Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá því í sumar að Bandaríkin myndu segja sig frá Parísarsamkomulaginu, en stjórnendur ýmissa ríkja landsins eru þó ekki á sama máli og var fjöldi þeirra á fundinum. „Þarna voru ríkisstjórar, borgarstjórar og forstjórar frá Bandaríkjunum sem voru að lýsa því hvernig þeir hyggjast ná þessum markmiðum, þó að alríkisstjórnin hafi dregið sig út úr þessu.“

Segir Katrín það gefa visst tilefni til bjartsýni. „Mér fannst áhugavert að sjá á þessum fundi hvernig það er bara hluti þessa málaflokks sem er á þessu landstjórnarstigi og að það eru ekki síst sveitarfélögin og borgirnar sem skipta lykilmáli, m.a. við að breyta samgöngukerfi og skipulagi til að þjóna markmiðum um kolefnishlutleysi og minni losun.“ 

Raddir þeirra ríkja sem finna hvað mest fyrir loftlagsbreytingum voru áberandi á fundinum. „Lítil eyríki í Kyrrahafi sem voru áberandi líka á fundinum fyrir tveimur árum komu nú og minntu á sig. Það var sterkt að fá þessa áminningu aftur af því að þessi ríki börðust mjög fyrir því þá að það væri miðað við 1,5 gráðu en ekki tvær gráður. Þessi ríki eru mjög langt komin að undirbúa sig undir hvernig þau geti brugðist við.“

mbl.is

Innlent »

Skoða hvort Vigdís hafi lagt í einelti

09:16 Eineltis- og áreitnisteymi Ráðhúss Reykjavíkurborgar rannsakar kvartanir skrifstofustjóra skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, Helgu Bjargar Ragnarsdóttur, vegna framgöngu Vigdísar Hauksdóttur fulltrúa Miðflokksins í borginni. Tæplega 100 blaðsíðna erindi þess efnis barst Vigdísi með ábyrgðarpósti í gærkvöldi. Meira »

Þurrkurinn í júní mun ekki slá metið frá 1971

07:57 Svo bar til að það rigndi í Reykjavík síðdegis í gær. Ekki var það nú mikið því 0,2 millimetrar mældust í sjálfvirka mælinum við Veðurstofu Íslands þegar lesið var af honum klukkan 16 í gærdag. Meira »

Birgjar neita að koma með vörur

07:57 Ljóst er að kaupmenn í miðbænum hafa ekki farið varhluta af tíðum framkvæmdum þar og dæmi eru um að birgir hreinlega neiti að keyra vörur í verslun sökum erfiðs aðgengis. Meira »

Lúsmý spýtir ensími í stungurnar

07:37 Í stillum og hlýju veðri eins og verið hefur undanfarið getur lúsmýið flogið út um allt. Það hefur dreift sér víða í sumarbústaði og heimahús í sveitum og bítur á nóttunni,“ segir Gísli Már Gíslason, prófessor í vatnalíffræði við Háskóla Íslands. Meira »

Farnar að éta og hreyfa sig

07:25 Litla-Grá og Litla-Hvít fóru fljótlega að hreyfa sig og éta eftir komuna í laugina í Vestmannaeyjum í nótt. Þær fara síðar í griðasvæði í Klettsvík sem er hið fyrsta í heiminum sem er sérhannað fyrir mjaldra. Meira »

Þinglok væntanlega á morgun

07:10 Þingfundur stóð yfir til klukkan 1:44 í nótt og hefst að nýju klukkan 10. Samið hefur verið um að þinglok verði væntanlega á morgun. Fyrsta mál á dagskrá Alþingis í dag er þingsályktunartillaga forsætisráðherra um frestun á fundum Alþingis til 28. ágúst. Meira »

Sést til sólar milli skýjanna

06:52 Útlit er fyrir svipað veður á landinu í dag og var í gær. Búast má við norðanátt, ekki er hún hvöss, heldur víða á bilinu 3-8 m/s. Eitthvað gæti sést til sólar milli skýjanna. Hitinn verður frá 5 stigum með norðurströndinni upp í 15 stig á Suðurlandi þegar best lætur. Meira »

Útgjöld ríkissjóðs aukin

05:30 Ekki er gert ráð fyrir afgangi af rekstri ríkissjóðs næstu tvö árin, samkvæmt breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar á þingsályktunartillögu fjármálaráðherra um fjármálaáætlun fyrir næstu fjögur ár. Meira »

Lokaverkefni við HÍ á íslensku táknmáli

05:30 Eyrún Ólafsdóttir skilaði meistaraprófsverkefni sínu frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands á íslensku táknmáli og varð þar með fyrst nemenda til þess, en hún brautskráist á laugardag. Meira »

Meta áhrif þess að afnema skerðingar

05:30 Fela á félags- og barnamálaráðherra að láta gera úttekt á fjárhagslegum áhrifum þess fyrir ríkissjóð að afnema skerðingar ellilífeyris almannatrygginga vegna tekna af atvinnu verði þingsályktunartillaga velferðarnefndar Alþingis samþykkt. Meira »

Fleiri hafa sótt um hæli í ár

05:30 Fleiri hælisleitendur hafa sótt um alþjóðlega vernd það sem af er ári miðað við sama tíma í fyrra, samkvæmt tölum Útlendingastofnunar. Þar kemur fram að 322 einstaklingar hafi sótt um alþjóðlega vernd hér á landi fyrir lok maí, sem er meiri fjöldi en á sama tíma í fyrra, þegar talan var alls 235. Meira »

Fyrsta mótið í krossgátum

05:30 Í tilefni af útgáfu bókarinnar Krossgátur, veglegrar bókar sem inniheldur 50 krossgátur af síðum Morgunblaðsins, verður haldið meistaramót í krossgátum í Hádegismóum í dag, fimmtudag, klukkan 17. Meira »

Grillin fóru á góða staði hjá áskrifendum

05:30 Grillin sem fimm áskrifendur Morgunblaðsins fengu í gær eftir útdrátt í áskrifendahappdrætti Morgunblaðsins komu sér vel.  Meira »

Segir Willum fara með rangt mál

Í gær, 23:44 Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Sam­fylk­ing­ar og nefnd­armaður í fjár­laga­nefnd, seg­ir í færslu á Face­book-síðu sinni að það hafi verið ótrúlegt að hlusta á formann fjárlaganefndar fara með rangt mál og ósannindi þegar hann sagði að trúnaður hefði verið á breytingartillögum ríkisstjórnarinnar á fjármálaáætlun. Meira »

Litla-Grá og Litla-Hvít komnar heim

Í gær, 23:14 Löngu og ströngu ferðalagi mjaldrasystranna Litlu-Hvítrar og Litlu-Grárrar lauk nú á ellefta tímanum þegar þær komu til Vestmannaeyja með Herjólfi. Ferðalagið tók alls um 19 klukkustundir og systurnar voru farnar að sýna þreytumerki við komuna til Eyja að sögn Sig­ur­jóns Inga Sig­urðsson­ar. Meira »

Allt gert fyrir Litlu-Grá og Litlu -Hvít

Í gær, 21:37 Áhöfn og farþegar í Herjólfi bíða nú þolinmóðir eftir flutningabílunum tveimur sem flytja mjaldrasysturnar sem komu til landsins í dag eftir langt og strangt flug frá Sjanghæ. Meira »

Smíðar eru ekki fjarlægar guðspjöllum

Í gær, 21:24 Sr. Sigurður Jónsson, sóknarprestur í Áskirkju í Reykjavík undanfarin 13 ár, útskrifaðist úr húsasmíði í kvöldskóla Fjölbrautaskólans í Breiðholti á dögunum. Meira »

Hvað er íslenskt og hvað ekki?

Í gær, 20:16 Framleiðendur lopapeysa á Íslandi eru ekki ánægðir með aukna framleiðslu lopapeysa í Kína sem seldar eru undir þeim formerkjum að vera íslenskar. Þó að notuð sé íslensk ull til framleiðslunnar þar eystra þykir handbragðið sjálft ekki vera það sama. Meira »

Reyna að ná Herjólfi fyrir níu

Í gær, 19:39 Ferð flutningabílanna tveggja með mjaldrasysturnar Litlu Grá og Litlu Hvít hefur gengið eins og í sögu frá því að lagt var af stað frá Keflavík laust eftir klukkan 18. Bílarnir eru að nálgast Þorlákshöfn. Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
Jema A/S danskar skæralyftur
Við seljum hinar vinsælu skæralyftur frá JEMA . Lyfta 1,2 m og 3 T ,glussadrifn...
Málun bílastæða
Vertíðin hafin leitið tilboða: S: 551 4000 - verktak@verktak.is eða á http...
fágætar bækur til sölu
til sölu nokkrar fágætar bækur Sjálfstætt fólk 1-2, frumútgáfur með kápum ...