Ætlum að vera 5 árum á undan Norðurlöndunum

Emmanuel Macron Frakklandsforseti bauð til fund­ar­ins, í sam­starfi við fram­kvæmda­stjóra ...
Emmanuel Macron Frakklandsforseti bauð til fund­ar­ins, í sam­starfi við fram­kvæmda­stjóra Sam­einuðu þjóðanna og for­seta Alþjóðabank­ans. Mynd/Skrifstofa forseta Frakklands

Góður rómur var gerður á leiðtogafundi um loftslagsmál í París í dag að þeirri ákvörðun íslenskra stjórnvalda að ganga lengra en Parísarsamkomulagið kveður á um. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem kynnti áform­ nýrr­ar rík­is­stjórn­ar í um­hverf­is- og lofslags­mál­um á fundinum.

„Ég kynnti þarna markmið Íslands um kolefnislaust Íslands 2040 og hvernig við hyggjumst ná því og það mæltist vel fyrir,“ segir Katrín í samtali við  mbl.is. „Sem lítil þjóð með endurnýjanlega orkugjafa þá eigum við mikil tækifæri til þess að ganga lengra og það var gerður góður rómur að því.

Það eru fleiri þjóðir að setja sér slík markmið, en við erum metnaðarfull í tímasetningum og ætlum að vera vera fimm árum á undan nágrönnum okkar á Norðurlöndunum að því er fram kom á fundinum.“

Fundurinn ber yfirskriftina „One Pla­net summit“ og er hald­inn í til­efni að því að í dag, 12. des­em­ber, eru tvö ár liðin frá samþykkt Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins. Emmanuel Macron Frakklandsforseti bauð til fund­ar­ins, í sam­starfi við fram­kvæmda­stjóra Sam­einuðu þjóðanna og for­seta Alþjóðabank­ans, og var hann sótt­ur af yfir 50 þjóðarleiðtog­um.

Erum að tapa baráttunni 

„Þetta var góður fundur,“ segir Katrín. „Þjóðarleiðtogar fóru þar yfir hvað þeir hafa gert til að fylgja eftir Parísarsamkomulaginu á síðastliðnum tveimur árum. Þjóðir heims voru þar að kynna sín markmið, en líka aðrir aðilar til að mynda úr einkageiranum og víðar að.“ Áherslan að þessu sinni hafi verið á framkvæmdaatriðin og hvernig eigi að ná settum markmiðum.

Svört sýn var dreginn upp í Hörpu í vor þar sem fram kom að Ísland væri fjarri því að ná sínum markmiðum og er landið ekki eina þjóðin sem þannig er ástatt fyrir.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mætir í frönsku forsetahöllina til fundar við ...
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mætir í frönsku forsetahöllina til fundar við Emmanuel Macron Frakklandsforseta. AFP

„Emmanuel Macron forseti Frakklands sagði við upphaf þessa fundar að hann teldi að við værum að tapa baráttunni nema mikið væri að gert,“ segir Katrín. „Ég held samt að fundurinn hafi skilið okkur eftir bjartsýnni en áður, því það er alveg ljóst að þjóðir heims eru að taka þetta alvarlega.“ Nefnir Katrín að sú mikla þátttaka sem var á fundinum sýni vel hversu mikla áherslu þjóðarleiðtogar heims leggja á málaflokkinn.  

Sterkt að fá áminningu frá eyríkjunum

Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá því í sumar að Bandaríkin myndu segja sig frá Parísarsamkomulaginu, en stjórnendur ýmissa ríkja landsins eru þó ekki á sama máli og var fjöldi þeirra á fundinum. „Þarna voru ríkisstjórar, borgarstjórar og forstjórar frá Bandaríkjunum sem voru að lýsa því hvernig þeir hyggjast ná þessum markmiðum, þó að alríkisstjórnin hafi dregið sig út úr þessu.“

Segir Katrín það gefa visst tilefni til bjartsýni. „Mér fannst áhugavert að sjá á þessum fundi hvernig það er bara hluti þessa málaflokks sem er á þessu landstjórnarstigi og að það eru ekki síst sveitarfélögin og borgirnar sem skipta lykilmáli, m.a. við að breyta samgöngukerfi og skipulagi til að þjóna markmiðum um kolefnishlutleysi og minni losun.“ 

Raddir þeirra ríkja sem finna hvað mest fyrir loftlagsbreytingum voru áberandi á fundinum. „Lítil eyríki í Kyrrahafi sem voru áberandi líka á fundinum fyrir tveimur árum komu nú og minntu á sig. Það var sterkt að fá þessa áminningu aftur af því að þessi ríki börðust mjög fyrir því þá að það væri miðað við 1,5 gráðu en ekki tvær gráður. Þessi ríki eru mjög langt komin að undirbúa sig undir hvernig þau geti brugðist við.“

mbl.is

Innlent »

Þjófnaður á bókasafninu

06:09 Kona varð fyrir því óláni að stolið var frá henni munum þar sem hún var á bókasafninu í miðborginni síðdegis í gær. Meðal annars var síma hennar stolið, greiðslukorti og lyfjum. Meira »

Vill kaupa 8 milljarða hlut í lóninu

05:30 Eignarhaldsfélagið Kólfur ehf. hefur undirritað samning um kaup á öllu hlutafé framtakssjóðsins Horns II í Bláa lóninu. Hlutur sjóðsins í fyrirtækinu er tæplega 20% og er metinn í bókum hans á ríflega 8 milljarða króna. Meira »

100 manns í megrunaraðgerðir

05:30 „Mér fannst fáránlegt að horfa upp á þessa biðlista og sjálfsagt að bjóða upp á þennan valkost. Þetta er frábært sjúkrahús með læknum sem menntaðir eru í London og víðar á Vesturlöndum,“ segir Guðjón Ólafur Sigurbjartsson, hjá Hei Medical Travel sem býður upp á heilbrigðisþjónustu í Lettlandi. Meira »

Viðkvæm en ekki í hættu

05:30 Langreyður er ekki lengur flokkuð sem tegund í hættu (EN) á heimslista Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna (IUCN). Tegundin er nú flokkuð sem viðkvæm (VU). Meira »

Borgarlínan meðal verkefna í pípunum

05:30 Fulltrúar ríkisins og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa fengið niðurstöður starfshóps varðandi samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Þar er m.a. fjallað um áform um borgarlínu. Meira »

Hönnun Landsbankans að ljúka

05:30 Gerð aðaluppdrátta nýrra höfuðstöðva Landsbankans eru á lokastigi. Áætlað er að í desember verði þeir sendir til byggingarfulltrúa Reykjavíkur. Þessar upplýsingar fékk Morgunblaðið hjá Rúnari Pálmasyni, upplýsingafulltrúa bankans. Meira »

Tíminn er að hlaupa frá okkur

05:30 „Tíminn er að hlaupa frá okkur. Margir bændur bíða með ákvörðun um það hvort þeir treysta sér til að halda áfram eftir því hvort og þá hver aðkoma ríkisins verður.“ Meira »

Isavia vill fá að sekta fyrir stöðubrot

05:30 Isavia, sem annast rekstur Keflavíkurflugvallar, telur æskilegt að félagið fái sjálfstæða lagaheimild í umferðarlögum til að leggja á og innheimta gjöld eða sektir af ökumönnum. Meira »

Tillögu vegna SÁÁ vísað frá

Í gær, 22:57 Tillögu Egils Þórs Jónssonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um að auka fjárveitingar til SÁÁ um 140 milljónir króna vegna skorts á stuðningi og úrræðum við ákveðna hópa með fíknivanda var vísað frá á fundi borgarstjórnar nú í kvöld. Meira »

Flutti jómfrúarræðu sína

Í gær, 22:49 Ragna Sigurðardóttir, 2. varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík og fyrrverandi formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, flutti jómfrúarræðu sína í borgarstjórn í kvöld í umræðum um tillögur stýrihóps um að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Meira »

Óvenjuleg talstöðvarskilyrði í dag

Í gær, 22:26 Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hefur glímt við afar óvenjuleg talstöðvarskilyrði í dag vegna háþrýstisvæðis sem liggur frá Noregi til Íslands. Skilyrðin valda því að stjórnstöðin nemur fjarskipti frá Englandi, Noregi og Norðursjó sem alla jafna ættu ekki að drífa nema 30-40 sjómílur. Meira »

Vilja 300 milljónum meira

Í gær, 22:10 Fordæmalaus spurn eftir leiknu íslensku sjónvarpsefni hefur skapast að mati félaga þeirra sem koma að íslenskri kvikmynda- og sjónvarpsgerð og hvetja þau alla alþingismenn til þess að taka undir hækkun framlaga til sjónvarpssjóðs um 300 milljónir króna. Meira »

Breytingar á hönnun kostað 23 milljónir

Í gær, 21:43 Breytingar á hönnun nýrrar skrifstofubyggingar Alþingis hafa kostað rúmar 23 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, við fyrirspurn Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata. Meira »

„Ég skil ekki svona vinnubrögð“

Í gær, 21:35 „Þetta fyrirtæki, Stakksberg, er að halda kynningarfund annað kvöld klukkan átta. Ég verð að segja það að mér finnst það sæta mikilli furðu hversu illa sá fundur sé kynntur,“ segir Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, um íbúafund sem Stakksberg heldur annað kvöld. Meira »

Viðræðuhópur skilar niðurstöðum

Í gær, 21:17 Viðræðuhópur um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu hefur skilað niðurstöðum sínum til ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Ræddi við íþróttaiðkendur í Kópavogi

Í gær, 20:52 Bæjarstjóri Kópavogs, Ármann Kr. Ólafsson, ræddi í dag við unga íþróttaiðkendur í HK og Breiðabliki. Heimsóknin var hluti af innleiðingu á verkefninu TUFF-Ísland í Kópavogi. Meira »

Enn hægt að sjá Danadrottningu

Í gær, 20:42 Dagskráin hjá Margréti Þórhildi Danadrottningu vegna 100 ára fullveldisafmælis Íslands 1. desember næstkomandi er þétt. Enn er hægt að tryggja sér miða á sinfóníska sagnaskemmtun í Hörpu, þar sem drottningin mun flytja stutt ávarp í upphafi sýningar. Meira »

Huginn lengdur um 7,2 metra

Í gær, 20:15 Huginn VE-55 kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum í síðustu viku, eftir talsverðar breytingar í skipasmíðastöð í Póllandi. Heimferðin gekk vel. Huginn er frystiskip og fjölveiðiskip og var smíðaður árið 2001 í Chile en var nú lengdur um 7,2 metra. Meira »

Hreyfum okkur hægar en vandinn eykst

Í gær, 19:56 „Það gengur mjög hægt að útskrifa,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri flæðisviðs Landspítalans. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, vakti athygli á því í pistli sínum um helgina að „frá­flæðis­vand­inn“, eða út­skrift­ar­vandi aldraðra, sé nú í áður óþekkt­um hæðum. Meira »
Hljómsveit A Kröyer
Hljómsveit A. KRÖYER Duett, trío, fyrir dansleiki, árshátíðir, þorrablót, einkas...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri og húsasmíðameistari Tek að mér: - byggingarstjór...
Gullsmári Kópavogi
Til leigu er mjög góð 2 herb.reyklaus þjónustuíbúð fyrir 60 ára og eldri á 7. hæ...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...