Ætlum að vera 5 árum á undan Norðurlöndunum

Emmanuel Macron Frakklandsforseti bauð til fund­ar­ins, í sam­starfi við fram­kvæmda­stjóra ...
Emmanuel Macron Frakklandsforseti bauð til fund­ar­ins, í sam­starfi við fram­kvæmda­stjóra Sam­einuðu þjóðanna og for­seta Alþjóðabank­ans. Mynd/Skrifstofa forseta Frakklands

Góður rómur var gerður á leiðtogafundi um loftslagsmál í París í dag að þeirri ákvörðun íslenskra stjórnvalda að ganga lengra en Parísarsamkomulagið kveður á um. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem kynnti áform­ nýrr­ar rík­is­stjórn­ar í um­hverf­is- og lofslags­mál­um á fundinum.

„Ég kynnti þarna markmið Íslands um kolefnislaust Íslands 2040 og hvernig við hyggjumst ná því og það mæltist vel fyrir,“ segir Katrín í samtali við  mbl.is. „Sem lítil þjóð með endurnýjanlega orkugjafa þá eigum við mikil tækifæri til þess að ganga lengra og það var gerður góður rómur að því.

Það eru fleiri þjóðir að setja sér slík markmið, en við erum metnaðarfull í tímasetningum og ætlum að vera vera fimm árum á undan nágrönnum okkar á Norðurlöndunum að því er fram kom á fundinum.“

Fundurinn ber yfirskriftina „One Pla­net summit“ og er hald­inn í til­efni að því að í dag, 12. des­em­ber, eru tvö ár liðin frá samþykkt Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins. Emmanuel Macron Frakklandsforseti bauð til fund­ar­ins, í sam­starfi við fram­kvæmda­stjóra Sam­einuðu þjóðanna og for­seta Alþjóðabank­ans, og var hann sótt­ur af yfir 50 þjóðarleiðtog­um.

Erum að tapa baráttunni 

„Þetta var góður fundur,“ segir Katrín. „Þjóðarleiðtogar fóru þar yfir hvað þeir hafa gert til að fylgja eftir Parísarsamkomulaginu á síðastliðnum tveimur árum. Þjóðir heims voru þar að kynna sín markmið, en líka aðrir aðilar til að mynda úr einkageiranum og víðar að.“ Áherslan að þessu sinni hafi verið á framkvæmdaatriðin og hvernig eigi að ná settum markmiðum.

Svört sýn var dreginn upp í Hörpu í vor þar sem fram kom að Ísland væri fjarri því að ná sínum markmiðum og er landið ekki eina þjóðin sem þannig er ástatt fyrir.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mætir í frönsku forsetahöllina til fundar við ...
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mætir í frönsku forsetahöllina til fundar við Emmanuel Macron Frakklandsforseta. AFP

„Emmanuel Macron forseti Frakklands sagði við upphaf þessa fundar að hann teldi að við værum að tapa baráttunni nema mikið væri að gert,“ segir Katrín. „Ég held samt að fundurinn hafi skilið okkur eftir bjartsýnni en áður, því það er alveg ljóst að þjóðir heims eru að taka þetta alvarlega.“ Nefnir Katrín að sú mikla þátttaka sem var á fundinum sýni vel hversu mikla áherslu þjóðarleiðtogar heims leggja á málaflokkinn.  

Sterkt að fá áminningu frá eyríkjunum

Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá því í sumar að Bandaríkin myndu segja sig frá Parísarsamkomulaginu, en stjórnendur ýmissa ríkja landsins eru þó ekki á sama máli og var fjöldi þeirra á fundinum. „Þarna voru ríkisstjórar, borgarstjórar og forstjórar frá Bandaríkjunum sem voru að lýsa því hvernig þeir hyggjast ná þessum markmiðum, þó að alríkisstjórnin hafi dregið sig út úr þessu.“

Segir Katrín það gefa visst tilefni til bjartsýni. „Mér fannst áhugavert að sjá á þessum fundi hvernig það er bara hluti þessa málaflokks sem er á þessu landstjórnarstigi og að það eru ekki síst sveitarfélögin og borgirnar sem skipta lykilmáli, m.a. við að breyta samgöngukerfi og skipulagi til að þjóna markmiðum um kolefnishlutleysi og minni losun.“ 

Raddir þeirra ríkja sem finna hvað mest fyrir loftlagsbreytingum voru áberandi á fundinum. „Lítil eyríki í Kyrrahafi sem voru áberandi líka á fundinum fyrir tveimur árum komu nú og minntu á sig. Það var sterkt að fá þessa áminningu aftur af því að þessi ríki börðust mjög fyrir því þá að það væri miðað við 1,5 gráðu en ekki tvær gráður. Þessi ríki eru mjög langt komin að undirbúa sig undir hvernig þau geti brugðist við.“

mbl.is

Innlent »

Sólríkt í höfuðborginni á morgun

22:33 Heiðskírt verður á höfuðborgarsvæðinu mestan hluta morgundagsins og von er á fjölmörgum sólskinsstundum. „Ef þetta gengur allt eftir eins og við erum að vona þá léttir til seinni part nætur og verður orðið heiðskírt þegar fólk fer til vinnu [á morgun]. Það verður ágætlega bjart yfir á morgun, en svo er ballið búið,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Meira »

Heitar umræður í borgarstjórn

21:50 Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar var settur í dag klukkan tvö. Fyrir fundinum lágu 54 mál, mörg hver formsatriði. Dagur B. Eggertsson var endurkjörinn borgarstjóri, Dóra Björt Guðjónsdóttir forseti borgarstjórnar og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs í samræmi við meirihlutasáttmála Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna. Meira »

Páfagaukur eyðir nóttinni hjá lögreglu

21:33 Hópur erlendra ferðamanna sem voru staddir við höfnina á Húsavík í dag ráku upp stór augu þegar páfagaukur kom fljúgandi að þeim og tyllti sér á öxlina á einum ferðamanninum. Meira »

Tók HM-klippinguna alla leið

21:19 „Maður verður að taka þetta alla leið, það þýðir ekkert annað,“ segir Ýr Sigurðardóttir sem fór alla leið með HM-hárgreiðsluna í ár, en rakarinn hennar, Fabian á stofunni Jacas í Orlando í Bandaríkjunum, lét höfuð Ýrar líta út eins og fótbolta. Meira »

Draumurinn kviknaði við fermingu

20:49 Sesselja Borg, 19 ára gömul ballettdansmær, hlaut nýverið inngöngu á atvinnudansnámsbraut við hinn virta Joffrey ballettskóla í New York. Sesselja hefur dansað ballett frá þriggja ára aldri og hefur hún tvisvar sinnum verið valin til þess að keppa fyrir Íslands hönd í alþjóðlegri ballettkeppni. Meira »

„Ég var einn maurinn í mauraþúfunni“

20:10 Það er fáránlegt hversu mikil sóun er á vatni á Íslandi, við sturtum niður úr klósettum okkar með Gvendarbrunnavatni, hreinu dýrindis drykkjarvatni sem hefur hreinsast og síast í þúsundir ára. Meira »

100 milljónum úthlutað úr Jafnréttissjóði

19:26 Styrkjum úr Jafnréttissjóði Íslands var úthlutað við hátíðlega athöfn á Hótel Borg í dag. Að þessu sinni hlutu 28 umsækjendur styrk til verkefna og rannsókna sem er ætlað að efla kynjajafnrétti í íslensku samfélagi og á alþjóðavísu. Meira »

Missa af Pearl Jam vegna raddleysis

19:25 Eiríkur Sigmarsson átti ásamt þremur vinum sínum miða á tónleika amerísku rokkhljómsveitarinnar Pearl Jam í O2-tónleikahöllinni í London í kvöld. Það vildi þó ekki betur til en að þeim var frestað þar sem söngvari sveitarinnar, Eddie Vedder, er raddlaus. Meira »

Hrafnhildur áfram framkvæmdastjóri LÍN

19:11 Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir hefur verið endurskipuð í embætti framkvæmdastjóra Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN). Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands. Meira »

Mættur til Volgograd eftir 23 tíma ferð

18:55 „Þetta er ekkert verra en á Mývatni,“ segir Grímur Jóhannsson sem kom til Volgograd í Rússlandi í gær eftir 23 tíma lestarferð frá Moskvu, með sérstakri stuðningsmannalest á vegum mótshaldara. Hann ræddi við mbl.is um ferðalagið, mýflugurnar og borgina við bakka Volgu. Meira »

Læra að þekkja tilfinningar

18:30 Mikið er um að vera í leikskólanum Furugrund í Kópavogi um þessar mundir, en skólinn tekur nú þátt í Evrópuverkefni um tilfinningagreind í samstarfi við erlenda grunn- og leikskóla. Meira »

Undirbúa fjölgun ráðuneyta

18:15 Forsætisráðherra hyggst, í samráði við félags- og jafnréttismálaráðherra og heilbrigðisráðherra, hefja undirbúning að breyttri skipan velferðarráðuneytisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Meira »

Vonar að ekki þurfi fleiri samstöðufundi

17:55 Samstöðufundur með ljósmæðrum hófst í Mæðragarðinum við Lækjargötu klukkan korter í fimm. Að fundinum standa meðlimir Facebook-hópsins Mæður og feður standa með ljósmæðrum! en hópurinn telur rúmlega 13.000. Meira »

Undirbúa alþjóðlega ráðstefnu um #metoo

16:55 Ráðherranefnd um jafnréttismál hefur lagt til að haldin verði alþjóðleg ráðstefna um #metoo-byltinguna í tengslum við formennsku Íslands í norrænu ráðherranefndinni. Stefnt er á að ráðstefnan fari fram næsta haust. Meira »

Samninganefndir funda á morgun

15:59 Samninganefndir ljósmæðra og ríkisins funda á morgun vegna kröfu ljósmæðra um launaleiðréttingu. Fundurinn fer fram klukkan 11:00 í húsum Ríkisáttasemjara. Nefndirnar hafa ekki fundið síðan ljósmæður höfnuðu nýjum kjarasamningum með yfirgnæfandi meirihluti þann 8. júní síðastliðinn. Meira »

Borgarstjóri ber fyrir sig Gústaf

15:50 „Þennan trúnaðarbrest þarf að rannsaka,“ sagði Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, í ræðustól borgarstjórnar í dag. Þetta voru viðbrögð við að Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, upplýsti í ræðustól í umræðum um breytingu á skipulagi nefnda hver fulltrúi minnihlutans yrði í nýju umhverfis- og heilbrigðisráði. Meira »

HM-andköf æðstu embættismanna

15:45 Eftirvæntingin var gríðarmikil fyrir leik Íslands og Argentínu á HM í knattspyrnu á laugardag og horft var á leikinn víða um land. Meðal áhorfenda á Hrafnseyri voru þau Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Meira »

Tengsl milli áfallastreitu og sjálfsónæmis

15:22 Fólk sem hefur glímt við áfallastreituröskun er í aukinni hættu á að greinast síðar með sjálfsónæmissjúkdóma. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri rannsókn vísindamanna við Háskóla Íslands. og Karolinska Institutet í Stokkhólmi. Meira »

Fylgir ráðgjöf Hafró í einu og öllu

15:22 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur gefið út reglugerð um leyfilegan heildarafla í íslenskri fiskveiðilögsögu fyrir næsta fiskveiðiár og fylgir hún alfarið ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Meira »
UKULELE
...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...