Þýðir ekki að grenja endalaust yfir laununum

Anna María var í dag kjörin varaformaður Kennarsambands Íslands.
Anna María var í dag kjörin varaformaður Kennarsambands Íslands. Ljósmynd/Aðsend

Nýr varaformaður Kennarasambands Íslands telur mikilvægt að kennarar vinni að sínum málum í gegnum fagleg málefni í stað þess að grenja endalaust yfir laununum. Slíkt geri virðingarverðar stéttir ekki.

Anna María Gunnarsdóttir hlaut afgerandi kosningu í embætti varaformanns sambandsins með 52,86 prósent greiddra atkvæða. Upphaflega voru sex í framboði en tveir drógu framboð sitt til baka vegna vantrausts á nýkjörinn formann, Ragnar Þór Pétursson.

„Kennarar hafa kannski átt svolítið undir högg að sækja, en ég hef alltaf trú á því að við verðum að vinna að okkar málum í gegnum fagleg málefni. Það þýðir ekkert að standa og grenja yfir laununum endalaust. Virðingarverðar stéttir gera það ekki, eins og tannlæknar, þú myndir aldrei heyra þá kvarta undan laununum sínum. Þeir tala um hvað þetta sé erfitt og flókið starf og eitthvað svoleiðis. Við eigum að tala fyrir því að þetta sé faglegt erfitt starf,“ segir Anna María í samtali við mbl.is.

Hún vill meðal annars leggja áherslu á að vinna að aukinni virðingu á kennarastarfinu, enda sé um krefjandi og faglegt starf að ræða sem þurfi að gera hærra undir höfði. „Það eru ótrúlega margir sem gefast upp á því að kenna. Þetta er auðvitað frekar erfitt starf. Það er ekki nema um helmingurinn af útskrifuðum kennurum, sérstaklega grunnskólakennurum, sem eru að vinna við eitthvað annað. Sem segir okkur kannski hvað þetta er góð menntun,“ segir Anna María. Hún bendir þó að staðan sé ekki alveg sú sama meðal framhaldsskólakennara, þar sem fleiri skili sér í kennslu.

Vill meiri starfsþróun og stuðning við nýliða

Í lögum sambandsins segir að formaður og varaformaður skipti með sér verkum, en Anna María vonast til að fá að hafa á sinni könnu skólamál, vinnuumhverfismál, fræðslumál og jafnréttismál, sem eru þau mál sem varaformaður hefur sinnt síðustu ár. Anna María þekkir þessa málaflokka vel því hún hefur unnið að þeim á vettvangi félags framhaldsskólakennara síðustu ár, þar sem hún hefur verið formaður skólamálanefndar.

„Ég vil þá að vinna að aukinni virðingu á kennarastarfinu, meiri starfsþróun, að það verði meiri stuðningur við nýliða og starfandi kennara. Ég vil að það sé lögð áhersla á jafnréttismál og bætt vinnuumhverfi og fræðslu við kennara um réttindi sín og fagleg málefni.“

Það leggst að vonum vel í Önnu Maríu að fá að gegna embættinu en hún viðurkennir að hún eigi eftir að læra ýmislegt áður en hún hefst handa. „Ég er búin að kenna mjög lengi og ég er mjög spennt að takast á við ný verkefni. Svo vona ég bara að þetta gangi vel,“ segir Anna María sem hefur starfað sem íslenskukennari við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, en hefur í vetur verið í námsleyfi.

Tjáir sig ekki um ásakanir á hendur formanninum

Anna María segist ekki hafa forsendur til að tjá sig um þær ásakanir sem komið hafa fram á hendur Ragnari Þór, formanni sambandsins, um að hann hafi brotið gegn blygðunarsemi barns. „Ég bauð mig fyrst og fremst fram til að vinna að málefnum kennara. Ég hef engar forsendur til að tjá mig um hitt.“

Anna María vísaði svo í fyrri yfirlýsingu sína vegna málsins þar sem segir: „Ástæða þess að ég býð mig fram til vara­for­manns KÍ er sú að ég hef brenn­andi áhuga á mennta­mál­um og tel að ég geti gert kenn­ara­stétt­inni í heild gagn verði ég kos­in vara­formaður KÍ burt­séð frá því hver gegn­ir for­mann­sembætt­inu. Fram­boð mitt er á eig­in for­send­um óháð því hver starfar sem formaður.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ógnaði tveimur með byssu

17:02 Maður, sem var handtekinn og færður í fangageymslu eftir að tilkynning barst um vopnaðan mann á Svalbarðseyri í nótt, ógnaði a.m.k. tveimur mönnum með pinnabyssu, sem er skammbyssa notuð til að aflífa stórgripi. Meira »

Komin á nýtt og alvarlegra stig

16:33 Mönnun á meðgöngu- og sængurlegudeild náði ekki upp í verkfallsneyðarlista áður en yfirvinnuverkfall skall á aðfaranótt miðvikudags, og nú hafa bæst við auknir erfiðleikar við að kalla inn ljósmæður til yfirvinnu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í forstjórapistli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. Meira »

Metmánuður í fíkniefnaakstri

16:12 163 brot vegna aksturs undir áhrifum ávana- og fíkniefna voru skráð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í júní, en aldrei hafa slík brot verið fleiri í einum mánuði frá því að samræmdar mælingar hófust árið 1999. Meira »

Ósátt við yfirlýsingu Steingríms

15:40 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir miður að Steingrímur J. Sigfússon þingforseti kjósi að hafa rangt við í fréttatilkynningu og bréfi sem hann sendi Piu Kjærsgaard kollega sínum á danska þinginu. Meira »

Samfélagsbankabrúðkaup á Siglufirði

15:35 Wolfram Morales framkvæmdastjóri þýsku Sparkassen-bankanna og Annette Seiltgen óperusöngkona gengu í það heilaga á Siglufirði í síðustu viku. Greint er frá brúðkaupinu á fréttavefnum Trölli.is. Meira »

Garðaúðarar hugi að velferð býflugna

15:27 Býflugnaræktendafélag Íslands hefur sent Matvælastofnun ábendingu þar sem áhyggjum af réttarstöðu býflugnabænda og velferð býflugna í tengslum við notkun eiturefna við við eyðingu á skordýrum er lýst. Meira »

Allt á hvolfi á Sjúkrahúsinu á Akureyri

15:22 Fæðingadeild Sjúkrahússins á Akureyri hefur tekið við sex konum frá Landspítalanum undanfarnar tvær vikur og þar hafa tvær ljósmæður sagt starfi sínu lausu í gær og í dag. Álagið er mikið og sækja þurft hefur um undanþágu frá yfirvinnubanninu í tvígang. Meira »

Blendingurinn fer ekki úr landi

15:05 „Það stendur ekki til að flytja kjötið úr landi,“ segir Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., í samtali við mbl.is. Spurningamerki hafa verið sett við hvort heimilt sé að flytja kjöt blendingi langreyðar og steypireyðar úr landi vegna aðildar Íslands að CITES-samningnum. Meira »

Fá að setja salerni við Grjótagjá

14:39 „Ég er mjög ánægður með þessa niðurstöðu, en það hefur bara tekið allt of langan tíma að fá niðurstöðu í málið. Við höfum beðið síðan í apríl,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps. Leyfi hefur verið veitt til þess að koma fyrir salernisaðstöðu og bílastæðum við Grjótagjá. Meira »

Þurfti að loka nokkrum búðum vegna bilunar

13:44 Bilun varð í tölvukerfi ÁTVR í morgun sem leiddi til þess að ekki var hægt að afgreiða viðskiptavini í Vínbúðum og þurfti að loka nokkrum verslunum um tíma. Meira »

60 milljónir aukalega ekki á borðinu

13:08 „Ég er tilbúin að koma að, eins og ég hef áður sagt, með þessar 60 milljónir sem gætu orðið til þess að liðka fyrir en aðra aðkomu hef ég ekki að samningagerð,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Meira »

Gísli verður bæjarstjóri Árborgar

13:03 Gísli Halldór Halldórsson fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar verður næsti bæjarstjóri Árborgar. Þetta staðfestir Eggert Valur Guðmundsson, formaður bæjarráðs Árborgar í samtali við mbl.is. Meira »

Stemma áfrýjar gegn Sigmari Vilhjálmssyni

11:12 Félagið Stemma hf., sem er í meirihlutaeigu Skúla Gunnars Sigfússonar, hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Sigmars Vilhjálmssyni og Sjarms og Garms ehf. gegn félaginu. Meira »

Níu sóttu um starf sveitarstjóra

11:11 Níu umsækjendur eru um stöðu sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps en einn dró umsókn sína til baka.   Meira »

Fullveldishátíð haldin hátíðleg á Hrafnistu

10:02 Í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands var blásið til veglegrar veislu á Hrafnistu í gær, en hátíðin var sérstaklega haldin til heiðurs svonefndum fullveldisbörnum, eða þeim sem fæddir eru 1918 eða fyrr. Alls boðuðu um tuttugu fullveldisbörn komu sína í veisluna. Meira »

Framkvæmdir á Breiðholtsbraut

09:45 Á morgun, laugardaginn 21. júlí, hefst uppsteypa brúargólfs nýrrar göngubrúar yfir Breiðholtsbraut milli Seljahverfis og Fellahverfis. Meira »

Í styrjöld við þá stétt sem allir dá mest

09:39 Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra, segir „fullveldisfárið“ snúast um „danskan gest sem segi íslenskum þingmönnum að þeir séu dónar og eigi við kynþroskavanda að stríða“. Meira »

Sólin gleði vikunnar

09:17 Það þarf ekki mikið til að gleðja Þorvald Davíð Kristjánsson og Auði Jónsdóttur, sem fóru yfir vikuna í hnotskurn í morgunþættinum Ísland vaknar. Tveir sólardagar voru gleði vikunnar. Meira »

Skildu hvolp eftir í lengri tíma

09:11 Matvælastofnun hefur nýverið tekið dýr úr vörslum umráðamanna þar sem aðbúnaður stóðst ekki þær kröfur sem gerðar eru samkvæmt lögum um velferð dýra, annars vegar reglugerðar um velferð hrossa og hins vegar reglugerðar um velferð gæludýra. Meira »
Kvæði Bjarna Thorarensen 1847
Til sölu afar fágæt ljóðabók eftir Bjarna Thorarensen amtmann, Kvæði, prentuð í ...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Almenn lögmannsráðgjöf JH lögmannsstofa
Almenn lögmannsráðgjöf JH lögmannsstofa, sími 5195880. Tölvupóstfang: jhlogmanns...