Aukin framlög til heilbrigðismála

Bjarni Benediktsson kynnir fjárlagafrumvarp fyrir árið 2018.
Bjarni Benediktsson kynnir fjárlagafrumvarp fyrir árið 2018. mbl.is/Eggert

Aukin framlög verða til heilbrigðismála á næsta ári, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár, sem verið er að kynna. Gert er ráð fyrir að 8,5 milljörðum verði bætt við sjúkrahúsþjónustu, borið saman við fjárlög þessa árs, 1,9 milljörðum verði bætt við hjá heilsugæslu og 4,2 milljörðum til lyfjakaupa.

Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2018

Að auki verða niðurgreiðslur á tannlæknakostnaði aldraðra og örorkulífeyri auknar og sérstakt framlag verður veitt til þjónustu við þolendur kynferðisbrota utan höfuðborgar­svæðisins.  Segir fjármálaráðuneytið, að heildarhækkun framlaga til heilbrigðismála milli fjárlaga 2017 og 2018 nemi ríflega 21 milljarði króna.

Útgjöld til barnabóta hækka um tæplega 1 milljarð króna frá árinu 2017, í 10,5 milljarða úr 9,6 mörðum. Framlög vegna fæðingarorlofs hækka um rúmlega 1 milljarð króna og frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyris­þega verður hækkað í upphafi árs 2018 úr 25.000 kr. í 100.000 kr. á mánuði, sem eykur útgjöld um 1,1 milljarð. 

Þá verða framlög til háskóla og framhaldsskólastigs hækkuð um 3,8 milljarða, framlög til samgöngu og fjarskiptamála um 3,6 milljarða, framlög til umhverfismála um 1,7 milljarða og fjárframlag vegna frítekjumarks aldraðra um 1,1 milljarð króna.

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra sagði, þegar hann kynnti fjárlagafrumvarpið í morgun, að allt benti til þess, að þjóðarbúið hafi náð toppi hagsveiflunnar. Ekki sé útlit fyrir jafn hraðan vöxt einkaneyslu á næstu misserum og verið hafi að undanförnu en allt bendi til þess, að Ísland sé að sigla inn í tímabil þar sem verður meira jafnvægi í efnahagsmálum en verið hafi. 

Aukning á fjárframlögum í ákveðnum málaflokkum frá fjárlögum 2017.
Aukning á fjárframlögum í ákveðnum málaflokkum frá fjárlögum 2017. graf/mbl.is

Gert er ráð fyrir að afgangur af fjárlögum verði 35 milljarðar króna á næsta ári, eða 1,3% af landsframleiðslu. Er það ívið lægra en var í fjármálastefnu sem samþykkt var í vor en í samræmi við nýja fjármálastefnu, sem ríkisstjórnin mun leggja fram.  Í fjárlagafrumvarpi, sem síðasta ríkisstjórn lagði fram í september sl. var gert ráð fyrir 44 milljarða króna afgangi af rekstri ríkissjóðs. 

Gert er ráð fyrir því að tekjur ríkisins aukist á næsta ári um 26 milljarða króna, ef miðað er við áætlun fyrir afkomuna á þessa ári.  Það eru einkum skatttekjur ríkissjóðs sem hækka milli ára. Bjarni sagði, að þetta væri afleiðing þess, að Ísland hefði verið á hagvaxtarskeiði. 

Útgjöld ríkisins á næsta ári nema 818 milljörðum króna og hækka um 66 milljarða frá fjárlögum þessa árs, samkvæmt nýja fjárlagafrumvarpinu. Stærsti hluti útgjaldanna er til félags- húsnæðis- og tryggingarmála og heilbrigðismála. 

mbl.is

Innlent »

Í hátíðarskapi í vikulokin

19:21 Regína Ósk er nýja „K100 röddin“. Hún kíkti í föstudagsspjall með nýbökuðum föður, Ásgeiri Erlendssyni, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar. Regína Ósk sagði okkur frá nýju Abba myndinni og Ásgeir viðurkenndi að fyrsta spurning til ljósmóður eftir fæðingu dóttur hans hafi verið sérstök. Meira »

Svíi datt í lukkupottinn

19:17 Svíi hafði heppnina með sér í EuroJackpot-útdrætti kvöldsins en hann var með allar tölurnar réttar og fær fyrir það 2,8 milljarðar íslenskra króna í sinn hlut. Meira »

Móttaka hjartveikra gengið vonum framar

19:08 Móttaka bráðveikra hjartasjúklinga á bráðamóttökunni í Fossvogi hefur gengið vonum framar. Þá gengur samrekstur við aðrar þjónustur að mestu vel, að því er fram kemur í forstjórapistli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. Meira »

Alþingi greiddi hótel fyrir boðsgesti

18:22 Alþingi greiddi hótelkostnað fyrir tvær nætur fyrir hvern boðsgest sem boðinn var á hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum sem fór fram í vikunni. Ekki var greitt fyrir annað en hótel og ekkert var greitt fyrir fylgdarlið boðsgesta samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Alþingis. Meira »

Hlaupa maraþon í kjólum

17:51 „Jæja gott fólk það er sturluð staðreynd að íslenskar ömmur hlaupa heilt maraþon. Við erum svo heppin að hafa eina í okkar liði...“ segir í stöðuuppfærslu Péturs Ívarssonar í Boss búðinni sem mætti í Magasínið ásamt Bjarka Diego. Saman hlupu þeir maraþon í fyrra í jakkafötum ásamt hlaupafélögunum. Meira »

Ógnaði tveimur með byssu

17:02 Maður, sem var handtekinn og færður í fangageymslu eftir að tilkynning barst um vopnaðan mann á Svalbarðseyri í nótt, ógnaði a.m.k. tveimur mönnum með pinnabyssu, sem er skammbyssa notuð til að aflífa stórgripi. Meira »

Komin á nýtt og alvarlegra stig

16:33 Mönnun á meðgöngu- og sængurlegudeild náði ekki upp í verkfallsneyðarlista áður en yfirvinnuverkfall skall á aðfaranótt miðvikudags, og nú hafa bæst við auknir erfiðleikar við að kalla inn ljósmæður til yfirvinnu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í forstjórapistli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. Meira »

Metmánuður í fíkniefnaakstri

16:12 163 brot vegna aksturs undir áhrifum ávana- og fíkniefna voru skráð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í júní, en aldrei hafa slík brot verið fleiri í einum mánuði frá því að samræmdar mælingar hófust árið 1999. Meira »

Ósátt við yfirlýsingu Steingríms

15:40 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir miður að Steingrímur J. Sigfússon þingforseti kjósi að hafa rangt við í fréttatilkynningu og bréfi sem hann sendi Piu Kjærsgaard kollega sínum á danska þinginu. Meira »

Samfélagsbankabrúðkaup á Siglufirði

15:35 Wolfram Morales framkvæmdastjóri þýsku Sparkassen-bankanna og Annette Seiltgen óperusöngkona gengu í það heilaga á Siglufirði í síðustu viku. Greint er frá brúðkaupinu á fréttavefnum Trölli.is. Meira »

Garðaúðarar hugi að velferð býflugna

15:27 Býflugnaræktendafélag Íslands hefur sent Matvælastofnun ábendingu þar sem áhyggjum af réttarstöðu býflugnabænda og velferð býflugna í tengslum við notkun eiturefna við við eyðingu á skordýrum er lýst. Meira »

Allt á hvolfi á Sjúkrahúsinu á Akureyri

15:22 Fæðingadeild Sjúkrahússins á Akureyri hefur tekið við sex konum frá Landspítalanum undanfarnar tvær vikur og þar hafa tvær ljósmæður sagt starfi sínu lausu í gær og í dag. Álagið er mikið og sækja þurft hefur um undanþágu frá yfirvinnubanninu í tvígang. Meira »

Blendingurinn fer ekki úr landi

15:05 „Það stendur ekki til að flytja kjötið úr landi,“ segir Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., í samtali við mbl.is. Spurningamerki hafa verið sett við hvort heimilt sé að flytja kjöt blendingi langreyðar og steypireyðar úr landi vegna aðildar Íslands að CITES-samningnum. Meira »

Fá að setja salerni við Grjótagjá

14:39 „Ég er mjög ánægður með þessa niðurstöðu, en það hefur bara tekið allt of langan tíma að fá niðurstöðu í málið. Við höfum beðið síðan í apríl,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps. Leyfi hefur verið veitt til þess að koma fyrir salernisaðstöðu og bílastæðum við Grjótagjá. Meira »

Þurfti að loka nokkrum búðum vegna bilunar

13:44 Bilun varð í tölvukerfi ÁTVR í morgun sem leiddi til þess að ekki var hægt að afgreiða viðskiptavini í Vínbúðum og þurfti að loka nokkrum verslunum um tíma. Meira »

60 milljónir aukalega ekki á borðinu

13:08 „Ég er tilbúin að koma að, eins og ég hef áður sagt, með þessar 60 milljónir sem gætu orðið til þess að liðka fyrir en aðra aðkomu hef ég ekki að samningagerð,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Meira »

Gísli verður bæjarstjóri Árborgar

13:03 Gísli Halldór Halldórsson fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar verður næsti bæjarstjóri Árborgar. Þetta staðfestir Eggert Valur Guðmundsson, formaður bæjarráðs Árborgar í samtali við mbl.is. Meira »

Stemma áfrýjar gegn Sigmari Vilhjálmssyni

11:12 Félagið Stemma hf., sem er í meirihlutaeigu Skúla Gunnars Sigfússonar, hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Sigmars Vilhjálmssyni og Sjarms og Garms ehf. gegn félaginu. Meira »

Níu sóttu um starf sveitarstjóra

11:11 Níu umsækjendur eru um stöðu sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps en einn dró umsókn sína til baka.   Meira »
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
Til sölu Rav 4 2014
Til sölu Rav 4 Til sölu fallegur Rav 4 VX árgerð 2014 leður,topplúga,krókur E...
Til sölu Benz A180 sjálfskiptur árg 2013 eins og nýr ek. 20þús.
Til sölu er Benz A180 bensín og sjálfskiptur, með bakkmyndavél, ekinn aðeins 20....
fágætar bækur til sölu
ti lsölu nokkrar fágætar bækur Fjórir leikþættir eftir Odd Björnsson með teik...