Gögnum málsins eytt

Anna Katrín Snorradóttir.
Anna Katrín Snorradóttir. Ljósmynd/Aðsend

Öllum gögnum úr máli Roberts Downeys hefur verið eytt. Það er bókað hjá lögreglunni á Suðurnesjum 24. febrúar árið 2015. Þetta segir Anna Katrín Snorradóttir sem lagði fram kæru gegn honum í sumar. Fréttablaðið greinir frá þessu á forsíðu blaðsins í dag.

Mál hennar er nú komið á borð ákærusviðs þar sem meðal annars er skoðað hvort málið teljist fyrnt. Hún var upplýst um framgang málsins og rannsókn lögreglu í gær og fékk þá að vita að öllum gögnum úr máli Roberts Downeys hefði verið eytt. Kynferðisbrot Downeys voru í upphafi rannsökuð af lögreglunni í Keflavík á sínum tíma, nú lögreglunni á Suðurnesjum. 

Þegar mbl.is ræddi við Önnu Katrínu í lok október kom fram að hún hefði enga hugmynd um hvar kæra hennar væri stödd í kerfinu. Anna Katrín lagði fram kæru í júlí gegn Robert Dow­ney fyr­ir kyn­ferðis­brot.

mbl.is
Loka