Greinilegar breytingar í jöklinum

Ragnar Axelsson hefur flogið þrjár ferðir yfir Öræfajökul frá því að sigketillinn sást fyrst 17. nóvember. Hann flaug fyrstu ferðina 19. nóvember, aftur 28. nóvember og svo þriðju ferðina 11. desember. Vísindamenn í Eldfjallafræði- og náttúruvárhópi HÍ áætluðu eftir myndunum að sigketillinn hefði verið 22 metra djúpur og um kílómetri í þvermál 19. nóvember. Eftir flugið 28. nóvember mældist ketillinn um 1.200 m í þvermál, á milli ystu sjáanlegu sprungna, og samkvæmt þrívíddarmyndunum var áætlað að ketillinn væri orðinn tvöfalt dýpri eða yfir 40 metra djúpur. Verið er að ganga frá þrívíddarlíkani og samsettri loftmynd eftir þriðja flugið.

Ratsjármæling úr lofti

Vísindamenn frá Jarðvísindastofnun flugu yfir jökulinn í flugvél Flugmálastjórnar 18. nóvember, 27. nóvember og 11. desember og mældu yfirborð jökulsins með flughæðarradar. Þeir taka það fram að þegar mælt er að vetrarlagi á hájöklum, eins og á Öræfajökli, þurfi að leiðrétta fyrir svokallaðri kuldabylgju.

„Hjarnið frýs á veturna og þá kemur endurkast ekki frá yfirborðinu heldur frá fleti niðri í hjarninu þar sem það er við frostmark. Ef miðað er við fyrstu mælingu, 18. nóv., er þessi leiðrétting talin vera 30 cm 27. nóv. og 85 cm 11. desember. Með leiðréttingunni næst gott samræmi milli hæðarmælinga utan við ketilinn. Innbyrðis nákvæmni mælinganna er talin 1 metri,“ segir í upplýsingablaði frá Jarðfræðistofnun Háskóla Íslands.

Mynd tekin 19. nóvember 2017 kl. 13:11. Hvannadalshnjúkur sést fyrir ...
Mynd tekin 19. nóvember 2017 kl. 13:11. Hvannadalshnjúkur sést fyrir miðri mynd. mbl.is/RAX

Samkvæmt radarmælingunum var mesta dýpi sigketilsins 17 metrar 18. nóvember, 21 metri 27. nóvember og 23 metrar 11. desember.

Þrívíddarmyndir eftir ljósmyndum

Ingibjörg Jónsdóttir, dósent í landfræði við HÍ, er einn vísindamannanna sem mynda Eldfjallafræði- og náttúruvárhópinn. Hún hefur unnið þrívíddarmyndir eftir ljósmyndum Ragnars Axelssonar og áætlað út frá þeim breytingar sem orðið hafa á yfirborði jökulsins. Hún segir að ljósmyndirnar og líkönin sem byggð eru á þeim segi heilmikla sögu um breytingarnar í jöklinum. Ljósmyndirnar sýna endurvarp frá yfirborði jökulsins, sem er veigamikið í þessu tilfelli, og sýna þar að auki mikilvæg smáatriði og breytingar í yfirborði jökulsins. Lögun ketilsins hafi greinilega breyst á þessu tímabili, sprungumynstrið orðið flóknara og komnir stallar á milli sprungna.

Ljósmyndir RAX eru ótrúlega nákvæmar, þrátt fyrir erfið birtuskilyrði og tiltölulega einsleitt yfirborð.

Ingibjörg var spurð hvers vegna muni svo miklu á niðurstöðum ratsjármælinganna og þrívíddarmyndanna. Hún sagði að hvor mæliaðferð hafi einhver skekkjumörk, en þau skýri ekki muninn, og að kvörðun sé mikilvæg í báðum tilfellum.

„Við erum að prófa þessa aðferð, að gera þrívíddarmyndir eftir ljósmyndum, í fyrsta skipti. Aðferðin hefur reynst afar vel hvað varðar útmörk og nákvæma kortlagningu á fyrirbærum, en við viljum einnig hafa mikla nákvæmni í dýpismælingunum. Við höfum því óskað eftir að fá að fara með nákvæm GPS-staðsetningartæki upp á jökulinn og taka þar nokkra mælipunkta, sem séu greinilegir úr flugvél, til að kvarða þetta,“ sagði Ingibjörg. Hún sagði að GPS-mælingin muni sýna með óyggjandi hætti hvað sigketillinn er orðinn djúpur og hjálpa mikið við þróun aðferðarinnar, sem svo geti komið að gagni við margvíslegar aðstæður.

Mynd tekin 28. nóvember kl. 12:35. Horft niður í Hornafjörð.
Mynd tekin 28. nóvember kl. 12:35. Horft niður í Hornafjörð. mbl.is/RAX

Ragnar er reyndasti ljósmyndari Morgunblaðsins. Hann hefur flogið þrjár ferðir yfir Öræfajökul eftir að vart varð við sigketilinn.

„Ég hef oft flogið yfir Öræfajökul og þekki hann nokkuð vel,“ sagði Ragnar. „Þegar við flugum þarna yfir 19. nóvember voru með mér Sölvi bróðir minn, flugstjóri, og Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir. Við sáum greinilega að sigketill hafði myndast. Það sáust vel hringlaga sprungur norðaustan og austan í brúnum sigketilsins.“

Ragnar segir að hvít auðn jöklanna geti blekkt augað og gert erfitt að áætla t.d. fjarlægðir. Þess vegna hafi verið gott að Ómar Ragnarsson var þarna staddur á flugvél. „Ómar flaug lágt yfir jökulinn, rétt yfir yfirborðinu, og við vorum talsvert hærra. Ég tók myndir af flugvélinni hans Ómars í lágfluginu. Af þeim að dæma voru sprungurnar svipað breiðar og skrokkur flugvélarinnar sem hann var á. Ég hugsa að svona sprunga hefði gleypt vélina.“

Þeir félagarnir flugu aftur yfir Öræfajökul 28. nóvember. „Okkur bar öllum saman um að sigketillinn hefði greinilega dýpkað og sprungurnar voru orðnar greinilegri,“ sagði Ragnar. „Hringlaga sprungur mörkuðu greinilega sigketilinn að vestan, norðan og austan. Svo teygðu þær sig til suðurs frá katlinum og líkt og máðust út í jöklinum.“

Mynd tekin 11. desember 2017 kl. 11:49. Horft niður í ...
Mynd tekin 11. desember 2017 kl. 11:49. Horft niður í Hornafjörð. mbl.is/RAX

Enn flugu þeir austur að Öræfajökli 11. desember. „Þá fannst okkur að ketillinn hefði dýpkað enn meira. Okkur bar alveg saman um það. Ketillinn var líka orðinn enn greinilegri en áður. Það hafði myndast einhvers konar mynstur í yfirborð jökulsins út frá sigkatlinum sem teygði sig til suðsuðvesturs. Þetta mynstur og sigketillinn mynduðu líkt og stóran dropa þar sem ketillinn var stærsti hluti dropans.

Sprungurnar í börmum sigketilsins voru orðnar greinilegri. Það hafði skafið ofan í sprungurnar og sums staðar hafði snjóþekjan brostið. Þar sást niður í kolsvart hyldýpið. Austan í barmi ketilsins var eins og jökullinn hefði sunkað niður þannig að það höfðu myndast stallar á milli sprungnanna. Þessir stallar voru líkt og þrep frá sigkatlinum og að yfirborði jökulsins. Skuggarnir drógu þetta vel fram.“

Ragnar tók myndirnar í öllum ferðunum í kringum hádegisbil, dagurinn er stuttur og sólin lágt á lofti og því verða skuggarnir greinilegir. Þeir voru á lítilli eins hreyfils flugvél og gátu farið nokkuð hægt yfir. Ragnar tók allar myndirnar út um opinn glugga.

Þeir félagarnir flugu marga hringi yfir jöklinum í mismunandi hæð, allt frá rúmlega 6.000 fetum, sem er rétt yfir jöklinum, og upp í 10.000 fet. Þess má geta að Hvannadalshnjúkur teygir sig 2.110 metra (6.922,5 fet) upp í loftið.

Ingibjörg Jónsdóttir fékk ljósmyndir úr öllum flugferðunum og notaði myndirnar úr ferðinni frá 11. desember til að útbúa þrívíddarmyndina sem hér birtist, en nánar verður fjallað um niðurstöðurnar fljótlega.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Varð ekki vör við neitt óvenjulegt

21:42 „Ég var greinilega í nágrenni við þá í dag en vissi ekki af þeim. Ég vildi að ég hefði vitað þetta þá hefði ég kíkt á þá,“ segir Branddís Margrét Hauksdóttir á Snorrastöðum sem var ríðandi á Löngufjörum með góðan hóp með sér í dag, nokkra kílómetra frá grindhvölunum sem þar rak á land. Meira »

15 ára stressaður fyrir heimsleikunum

21:28 Brynjar Ari Magnússon fimmtán ára Crossfit-kappi er á leiðinni á heimsleika unglinga í Crossfit í Madison í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum. „Ég verð ekki sáttur nema verðlaunapallinum,“ segir hann. Meira »

Skútan var dregin í land

21:14 Skútan sem strandaði við Löngusker í Skerjafirði í dag losnaði af strandstaðnum og var dregin til hafnar á sjötta tímanum í dag. Skútan strandaði um kl. 11 í morgun og var maðurinn sem var um borð ferjaður í land í björgunarbát. Meira »

6.000 tonn af malbiki á Hellisheiði

20:55 Malbikun á Hellisheiði, frá Kambabrún og niður Hveradalabrekku, hófst í morgun. Áætlað er að framkvæmdum ljúki um miðnætti annað kvöld, en á meðan er Hellisheiði lokuð í vesturátt. Áætlað er að um 6.000 tonn af malbiki verði notað. Meira »

„Engin bráðabirgðalausn í stöðunni“

20:41 „Það er engin bráðabirgðalausn í stöðunni. Ef einhver myndi vilja fara þarna og vinna á ákveðnum skilyrðum myndum við að sjálfsögðu skoða það,“ segir yfirdýralæknir Matvælastofnunar um þá stöðu að enginn starfandi dýralæknir hefur verið í fimm sveitarfélögum á Vestfjörðum frá 1. júlí. Meira »

Þota ALC á að fljúga klukkan 9

20:31 Stefnt er að því að Airbus A321-þota bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corporation fljúgi af stað frá Keflavíkurflugvelli klukkan 9 í fyrramálið. Samkvæmt heimildum mbl.is og Morgunblaðsins er gert ráð fyrir þessu í flugáætlun. Meira »

„Fílar í sódavatni“ hluti af sýningu

20:18 Skilti þar sem virðist vera varað við fílum sem baða sig í sódavatni á Ólafsfirði vekur athygli á Facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar. Baklendingar átta sig ekki alveg á skiltinu en fari fólk á listasýningu í Pálshúsi í bænum kviknar á flestum perum. Meira »

Tíndu tvö og hálft tonn af rusli í fjöru

19:30 Ungmenni á aldrinum 13-16 ára í vinnuskóla Rangársþings eystra tóku sig til á föstudaginn var og tíndu rúmlega tvö og hálft tonn af rusli í Landeyjafjöru. Krakkarnir tíndu ruslið frá Landeyjahöfn og vestur eftir fjörunni að Sigurði Gísla, sem er gamalt skipsflak sem þar liggur. Meira »

Blöndubrú lokuð í nótt

19:02 Vegna viðgerðar á brúnni yfir Blöndu á Blönduósi verður brúin lokuð aðfaranótt föstudags 19. júlí frá kl. 01.00 til 06.30. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Meira »

Væru farin af stað ef þeir væru lifandi

19:01 „Þetta er mjög skrýtið og leiðinlegt að þetta gerist aftur og aftur. Þetta er því miður orðið árlegt núna,“ segir Róbert Arnar Stefánsson, forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands, um grindhvali sem rak á land í Löngufjörur. Meira »

Grindhvalir strönduðu í Löngufjörum

18:15 Tugir grindhvala strönduðu í Löngufjörum á Vesturlandi. Lögreglan í Stykkishólmi er að kanna aðstæður. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins. Meira »

Sagt upp vegna klámmyndbands

17:59 Klámmyndband sem tekið var upp í heimavistarhúsi Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað rataði inn á vinsæla erlenda klámsíðu í stuttan tíma í lok júní. Starfsmaður sumarhótels sem rekið er á staðnum tók myndbandið upp og var sagt upp í kjölfarið. Meira »

Segir þolinmæði á þrotum

17:25 „Ég er ósammála því að það liggi ekki sérstaklega á þessu. Staðan í Vestmannaeyjum er þannig að hingað er komið nýtt skip, tilbúið til siglinga, og það sem stendur út af er að skipið getur ekki lagst að bryggjumannvirkjum í Vestmannaeyjum,“ segir Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs Vestmannaeyja. Meira »

Þróa nýtt öryggistæki fyrir báta

17:05 Hefring nefnist nýtt fyrirtæki sem hyggst miðla upplýsingum í rauntíma til skipstjóra um þá þyngdarkrafta sem skip þeirra eru undirorpin á hafi úti. Meira »

Sjólaskipasystkini ákærð vegna skattamála

16:59 Embætti héraðssaksóknara hefur gefið út fimm ákærur á hendur systkinum sem oftast eru kennd við útgerðarfélagið Sjólaskip. Systkinin, tveir bræður og tvær systur, eru ákærð hvert um sig og einnig eru bræðurnir tveir ákærðir sameiginlega. Meira »

Hvaða ungu Íslendingar skara fram úr?

16:40 Í fyrra var Ingileif Friðriksdóttir valin framúrskarandi ungur Íslendingur af tvöhundruð tilnefndum. Nú hefur aftur verið opnað fyrir tilnefningar og landsmenn hafa þrjár vikur til að bregðast við. Meira »

Reyna að koma skútunni í land síðdegis

16:29 Einn var um borð í skútunni sem strandaði á skeri við Löngusker utarlega í Skerjafirði í dag. Björgunarbátur sigldi nánast alveg að skútunni og komst maðurinn þannig frá borði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. Meira »

Ný skilti ekki lækkað hraðann

16:07 Lögreglan myndaði brot 92 ökumanna sem keyrðu of hratt á Hringbraut í Reykjavík í gær. Á klukkustundartíma eftir hádegi óku 322 bílar í vesturátt og reyndust 92 þeirra yfir löglegum hámarkshraða, eða um 29%. Meira »

„Gamli Herjólfur sinnir þessu alveg“

15:32 Lagfæringum á ekju- og landgöngubrúm fyrir nýja Herjólf er næstum lokið. Nú eru það hins vegar viðlegukantar í Vestmannaeyjahöfn sem setja strik í reikninginn. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir ekki liggja á að taka skipið í notkun, enda afkasti gamli Herjólfur álíka miklu. Meira »
Barnakerra
Til sölu Emmaljunga barnakerra..(Kerruvagn) Vel með farinn.. Tilboð óskast...Sí...
Til sölu á Jótlandi, íbúð + iðnaður
Mikið pláss 1268 m/2 á 3000 m/2 lóð, m.a. 300 m/2 íbúð, stórt rafmagnsinntak. Ým...
Fyrir verslunarmannahelgina !!!
Til sölu 2ja manna tjald..Verð kr 4000. 4 manna tjald. Verð kr 10000. Samanbrjó...
ÚTI HRINGSTIGAR
Vantar stiga af svölunum ofan í garðinn ? Stærð 120, 140 og 160 cm og eftir mál...