Hættir sem formaður Eflingar

Sigurður Bessason.
Sigurður Bessason. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Sigurður Bessason, formaður Eflingar stéttarfélags, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til formennsku í félaginu að loknu núverandi kjörtímabili.

Hann mun því hætta sem formaður Eflingar á næsta aðalfundi, sem haldinn verður í lok apríl 2018, en þá hefur hann gegnt embættinu í 18 ár.

Sigurður, sem er einn reyndasti verkalýðsforingi landsins, greinir frá ákvörðun sinni í tilkynningu fréttablaði Eflingar, sem er nýkomið út. „Ég tel tímabært að stíga til hliðar og gefa öðrum færi á að takast á við þetta stóra verkefni. Það er stórt og ábyrgðarmikið hlutverk sem felst í því að veita forystu jafn stóru og öflugu félagi og Eflingu,“ segir Sigurður í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert