Lífeyrisaldur hækkar í 70 ár

Samkvæmt fjárlögunum mun lágmarkslífeyrisaldur hækka úr 67 árum í 70 …
Samkvæmt fjárlögunum mun lágmarkslífeyrisaldur hækka úr 67 árum í 70 ár í áföngum. Styrmir Kári

Fram kemur í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2018, að ríkisstjórnin ætli að leggja fram tillögu um breytingu á lögum um almannatryggingar, sem felur m.a. það í sér að lágmarkslífeyristökualdur hækki í áföngum úr 67 árum í 70 ár.

Gert er ráð fyrir að hækkunin verði tveir mánuðir á ári fyrstu 12 árin og einn mánuður á ári næstu 12 ár. Lagt er til að breytingin öðlist gildi 1. janúar 2018 og að lífeyristökualdur í almannatryggingum verði orðinn 70 ár 24 árum síðar. 

Hækkun lífeyrisaldurs byggir á ákvörðun úr almannatryggingalögum frá 2016.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert