„Þessi maður er bróðir minn“

Maðurinn var dæmdur árið 1991.
Maðurinn var dæmdur árið 1991. mbl.is/RAX

Nú hefur líklega ekki farið framhjá neinum fréttir um föðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa brotið kynferðislega á þriðju dóttur sinni.“ Þannig hefst færsla Kolbrúnar Jónsdóttur á Facebook og opið bréf til þingmanna. „Þessi maður er bróðir minn.“

Maðurinn sem um ræðir var dæmdur árið 1991 fyrir að hafa brotið gegn elstu dóttur sinni, hefur eignast fleiri börn og situr nú í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa brotið gegn tveimur dætrum sínum til viðbótar.

Fylgst með úr fjarlægð og óttast það versta

Ég og elsta dóttir hans höfum verið í sambandi við fjölmiðla sl. vikur til þess að vekja athygli á þessu máli. Í fjölmörg ár höfum við fylgst með úr fjarlægð og óttast að hann myndi misnota yngri börnin sín, eins og nú hefur komið í ljós,“ skrifar Kolbrún og bætir við að maðurinn hafi verið tilkynntur til barnaverndar á sínum tíma.

Svörin þaðan hafi verið á þá leið að á meðan ekki lægi fyrir rökstuddur grunur um misnotkun eða ofbeldi væri ekkert sem barnavernd gæti gert þar sem hann hefði tekið út sinn dóm 1991.

Kolbrún kveðst skilja það að til að minnka líkur á því að einstaklingur brjóti af sér eftir afplánun þurfi hann að eiga möguleika á að aðlagast samfélaginu á ný. „Hinsvegar, þegar um kynferðisbrot og barnagirnd er að ræða eru afleiðingar þess að einstaklingurinn brjóti af sér aftur geigvænlegar. Því er ekki hægt að setja rétt afbrotamannsins til hefðbundins lífs ofar en rétt barna til öryggis.

Fylgist með mönnum sem hafa verið dæmdir

Hún vitnar í 19. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem segir að börn eigi rétt á vernd gegn hvers kyns líkamlegu, andlegu og kynferðislegu ofbeldi, misnotkun, skeytingarleysi og vanrækslu, innan eða utan heimilis. Stjórnvöld skuli veita börnum sem veitt hafi verið ill meðferð og fjölskyldum þeirra stuðning.

Hún og dóttir mannsins óska eftir því við yfirvöld að settur verði verkefnahópur eða vinnureglur, reglugerðir og lög sem varða barnavernd verði athuguð með það í huga að heimildir séu til að fylgjast með mönnum sem hafa verið dæmdir fyrir kynferðisbrot og eiga lögheimili með einstaklingum undir 18 ára aldri.

Það er svo skrýtið að leikskólar, skólar, frístundaheimili og fleiri stofnanir sem annast börn hafi heimildir til að kanna sakavottorð fólks áður en það hefur störf, en ekki er hægt að gera neinar athugasemdir við eða efast um hæfni foreldris til að annast barn á heimili sínu, þ.m.t. baða, sjá um klósettþarfir, svæfa o.s.frv., þó að foreldrið hafi áður verið dæmt fyrir að brjóta á barni. Réttur barna til öryggis þarf að vega þyngra, bæði í orði og á borði, en réttur foreldris til umgengni.“

Dóttir mannsins lýsti misnotkuninni í viðtali við Stundina í lok nóvember. „Eins og hann sagði fyr­ir dómi þá rakst hann óvart inn á mig, ob­bosí, bara vaknaði og var að gera hluti, æ æ, eins og hann réði ekki við sig. Fyr­ir vikið hefði hann farið að sofa í bux­um, til að koma í veg fyr­ir þetta,“ seg­ir Guðrún Kjartansdóttir.

 

 

mbl.is

Innlent »

Í sundi um miðja nótt

07:26 Fjölmargir ökumenn voru stöðvaðir vegna aksturs undir áhrifum áfengis, fíkniefna og lyfja í gærkvöldi og nótt. Jafnframt var fólk rekið upp úr Kópavogslauginni í nótt og eins var einn handtekinn fyrir að sýna af sér ósæmilega hegðun á almannafæri. Meira »

„Þaulsetið lægðardrag“ yfir landinu

07:00 Þaulsetið lægðardrag er yfir landinu og því skýjað að mestu og úrkoma í flestum landshlutum næstu daga, segir veðurfræðingur Veðurstofu Íslands. Meira »

Kolvitlaust að gera hjá lögreglunni

06:55 Kolvitlaust var að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og fram á nótt, samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra. Alls komu 70 mál inn á borð lögreglunnar frá klukkan 19 til þrjú í nótt. Meðal annars komu nokkrar árásir til kasta lögreglu og eru allar fangageymslur fullar eftir nóttina. Meira »

Komu bát til bjargar á Skjálfanda

06:38 Félagar í björgunarsveitinni Garðari á Húsavík komu bát til bjargar á Skjálfanda í gærkvöldi eftir að báturinn missti stýrið. Einn var um borð í bátnum þegar óhappið átti sér stað. Meira »

Endurveki forkaupsrétt sveitarfélaga

05:30 „Það er ekki nýtt að efnamenn beri víurnar í laxveiðihlunnindi. Það er kannski nýtt að erlendur auðmaður geri það í svona stórum stíl. Ég hef eðlilega áhyggjur eins og margir aðrir,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna og forseti Alþingis. Meira »

Útlitið jákvætt eftir fundina

05:30 Ljósmæður funduðu á Akureyri í hádeginu í gær og á Landspítalanum í gærkvöldi þar sem hinn nýi samningur var kynntur, en rafræn kosning um samninginn hefst á hádegi og lýkur á hádegi á miðvikudag. Meira »

Vissu ekki af veikindum Dags

05:30 Fulltrúar minnihlutans í borgarstjórn fréttu fyrst af veikindum Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í Fréttablaðinu á laugardagsmorgun, en þar er greint frá því að Dagur glími við sjaldgæfan gigtarsjúkdóm. Meira »

Fundu mannvistarleifar frá landnámi

05:30 Mannvistarlög frá landnámsöld og fram á 14. öld hafa fundist við Mosfell í Mosfellsdal og þykja þau geta varpað góðu ljósi á sögu miðalda á svæðinu. Meira »

Endurfundir Ellýjar og Vilhjálms

Í gær, 21:35 Þar sem blaðamaður hringir dyrabjöllunni á húsi í Garðabænum til að hitta þau Ellý og Vilhjálm hugsar hann með sér að þetta með nöfnin sé svolítið skemmtileg tilviljun og á þar við vegna systkinanna og söngvaranna Ellýjar og Vilhjálms heitinna, Vilhjálmsbarna. Meira »

Minntust fórnarlambanna 77

Í gær, 20:51 Sjö ár eru í dag liðin frá hryðjuverkum Anders Breivik í Noregi. Ungir jafnaðarmenn minntust fórnarlambanna 77 með minningarathöfn við Norræna húsið. Meira »

Miðlunartillaga kynnt ljósmæðrum

Í gær, 20:16 Samninganefnd ljósmæðra fundar nú með félagsmönnum á Landspítala og kynnir þeim miðlunartillöguna sem ríkissáttasemjari lagði til í gær. Meira »

Mosfellsdalur á altari ferðamennskunnar

Í gær, 20:15 „Dalurinn er orðinn að einhverri hraðbraut án þess að við íbúar höfum nokkuð um það að segja,“ segir Guðný Halldórsdóttir leikstjóri og íbúi í Mosfellsdal. Um dalinn liggur Þingvallavegur, sem tengir höfuðborgina við Þingvelli og aðra ferðamannastaði. Meira »

Ást og friður á LungA

Í gær, 19:35 Listahátíðin LungA, listahátíð ungs fólks, fór fram á Seyðisfirði síðastliðna viku og lauk henni í gær. Þangað lögðu listunnendur leið sína og gekk hátíðin vonum framar að sögn skipuleggjenda. Þó svo að flestir séu þreyttir í lok vikunnar snýr fólk til síns heima fullt af kærleik og innblæstri. Meira »

Yfir 23.000 miðar seldir

Í gær, 19:12 Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur gefið leyfi fyrir 26.900 áhorfendum á Laugardalsvelli á þriðjudagskvöld, er bandaríska rokksveitin Guns N‘ Roses stígur þar á svið. Fleiri verða tónleikagestir ekki. Meira »

Barátta fyrir lífsgæðum

Í gær, 18:40 Brynhildur Lára er 9 ára stúlka sem er búsett í Svíþjóð ásamt foreldrum sínum og systkinum. Hún greindist með taugatrefjaæxlager, sjúkdóminn NF1, þegar hún var innan við árs gömul. Sjúkdómurinn hefur valdið skemmdum á taugum hennar, sem hafa m.a. leitt til þess að í dag er hún alblind. Meira »

Ekki ráðlegt að spyrja Grikki til vegar

Í gær, 18:00 Hjónin Magnús A. Sigurðsson og Ragnheiður Valdimarsdóttir fóru nýverið til Grikklands ásamt börnum sínum, Guðrúnu Elenu og Sigurði Mar, og dvöldu þar í tæpan mánuð. Meira »

„Kristján kveður og Kristján heilsar“

Í gær, 17:35 Skálholtshátíð fór fram um helgina og var dagskráin fjölbreytt. Í dag fór fram biskupsvígsla, en þá vígði Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands séra Kristján Björnsson til embættis vígslubiskups í Skálholtsstifti við messu í Skálholtsdómkirkju. Meira »

Þreytt á hraðakstri í Mosfellsdal

Í gær, 17:10 Íbúasamtökin í Mosfellsdal hafa árum saman kallað eftir umbótum á veginum sem tengir höfuðborgina við Þingvelli og liggur í gegnum Mosfellsdalinn. Þau vilja hraðamyndavélar og bann við framúrakstri en segja að erfiðlega gangi að ná eyrum ráðamanna. Meira »

Eineltismenning jafnvel ríkt lengi

Í gær, 16:02 Fulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins í borgarstjórn telja að sterkar vísbendingar séu um að í Ráðhúsi Reykjavíkur ríki eineltismenning og að hún hafi jafnvel ríkt lengi. Þetta kemur fram í bókun þeirra frá fundi borgarráðs á fimmtudag. Meira »