105 milljónir til að passa upp á stefnu VG

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mbl.is/Kristinn Magnússon

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, byrjaði ræðu sína í kjölfar stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld á að óska Katrínu Jakobsdóttur til hamingju með embættið. „Henni tókst að beygja bakland eigin flokks, en 3% kjósenda vinstri grænna vildu fara í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum, og á sama tíma að leggja gjörvallan Sjálfstæðisflokkinn að fótum sér, ef hann var ekki þegar liggjandi þegar hún fann hann. Það er sannarlega ekki lítið afrek.“

„Það er óþarfi að hrósa ráðherranum sérstaklega fyrir að ná þriðja flokknum, enda hafði hann, eins og ráðherrann vissi, auglýst sig á brunaútsölu frá því eftir þar síðustu kosningar.“

Sigmundur sagði ræðu forsætisráðherra veita litla innsýn í hvað ríkisstjórnin ætlaði að gera, en ákvað að líta til vísbendinga sem blasi við. „Við höfum fengið ríkisstjórn sem talar mikið um að hún ætli að útdeila gæðum, útdeila fjármagni sem varð til með hinum risastóru aðgerðum síðustu ára. En á sama tíma ætlar stjórnin að leyfa algjört bakslag í þeim aðgerðum sem skiluðu árangrinum. Leyfa þeim að snúast upp í andhverfu sína.“

„Um leið og við horfum upp á eftirgjöf stóru sigranna, sem skiluðu hinum mikla efnahagsárangri sem nú á að nýta, sjáum við stjórnina pikkfesta samfélagið í viðjum kerfishugsunar aftur frá síðustu öld.“

Sagði hann þetta ekki ríkisstjórn stórra ákvarðana og ekki umbótastjórn heldur kerfisstjórn. „En réttlætingin er sú að kalla þetta stöðugleikastjórn sem vilji ekki takast á við stór pólitísk álitamál. Hún ætlar að útdeila peningum í núverandi kerfi og láta svo kerfið um að stjórna.“

„Hvar í stjórnarsáttmálanum finna Framsóknar- eða Sjálfstæðismenn áherslur sem þeir geta verið stoltir af?“ spurði Sigmundur. 

Hann sagði forystumenn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks ekki í stakk búna til að tryggja pólitískan stöðugleika, enda hefðu þeir gefist upp í síðustu ríkisstjórn fyrir „sömu vinstri græningjum og þeir liggja nú killiflatir fyrir í stjórnarsamstarfi.“

„Í fjárlögum er gert ráð fyrir að auka framlög til forsætisráðuneytisins um 50% milli ára. Ég hef aldrei séð aðra eins aukningu hjá nokkru ráðuneyti. Þetta er miklu meira en gert var ráð fyrir í fjárlögunum sem kynnt voru í september síðastliðnum. Stór hluti af aukningunni er nýtt 105 milljóna króna framlag sem á að nota í forsætisráðuneytinu til að hafa eftirlit með ráðherrum ríkisstjórnarinnar, samræma aðgerðir og passa upp á að þeir fylgi réttri stefnu.“

„Fyrir þessa upphæð gæti forsætisráðherra ráðið 10 manns á góðum launum til að hafa eftirlit með ráðherrunum. Einn eftirlitsmann fyrir hvern ráðherra. 105 milljónir á ári í að passa upp á að stefnu Vinstri grænna verði framfylgt.“

Að lokum sagði hann ekkert samfélag hafa verið byggt upp á innihaldslausum frösum stjórnmálamanna, en að þeir væru hins veg iðulega fylgifiskur slæmra ákvarðana eða ákvarðanaleysis. „Vonandi mun nýrri ríkisstjórn þora að taka stórar ákvarðanir sem reynast munu samfélaginu vel. Og vonandi mun hún taka leiðsögn og ábendingum um hvernig megi gera hlutina betur.“

mbl.is

Innlent »

Logi valdur að endurkomu Jóns Axels

Í gær, 23:58 „Jón Axel á sér magnaða sögu í útvarpi,“ segir Logi Bergmann Eiðsson sem segist ánægður með að vera valdur að endurkomu Jóns Axels í útvarp. Jón er einn þáttastjórnenda morgunþáttarins Ísland vaknar á K100. Meira »

Útköllum fjölgar jafnt og þétt

Í gær, 23:18 Bráðabirgðatölur frá flugdeild Landhelgisgæslu Íslands sýna að á nýliðnu ári voru útköll björgunarþyrla og flugvéla stofnunarinnar alls 257. Árið 2016 voru þau 251 og hefur því útköllunum fjölgað enn eitt árið. Meira »

Þrengslin og Hellisheiði opin fyrir umferð

Í gær, 22:54 Búið er að opna bæði Hellisheiði og Þrengslin aftur fyrir bílaumferð en óvíst er hvort Mosfellsheiði opnist í kvöld. Lyngdalsheiði verður lokuð til morguns. Meira »

Kalt vetrarveður í kortunum

Í gær, 21:21 Vind tekur að lægja í kvöld og nótt um mest allt land, að undanskildum norðanverður Vestfjörðum. Mikið hvassviðri hefur verið á norðvestan- og vestanlands í dag og þá mældist meðalvindur á Mosfellsheiði 20 metrar á sekúndu í dag. Meira »

Spyrji aldraða um áfengisnotkun

Í gær, 20:44 Áfengismisnotkun aldraðra er falinn vaxandi vandi. Læknar þurfa að vera meðvitaðir um þetta og spyrja sjúklinga um notkun áfengis þegar þeir er meðhöndlaðir vegna annarra kvilla. „Það er mikilvægt að fá þessar upplýsingar svo fólk fái réttar greiningar,“ segir læknir á öldrunardeild LSH og SÁÁ. Meira »

Fjölbreytilega Flórída

Í gær, 20:19 Það er ekki lítið verkefni að fara með fimm manna fjölskyldu í 20 daga frí og því þarf skipulagningin að vera góð. Eins og flestir eyddum við hjónin því dágóðri stund í að skoða möguleikana þegar langþráð sumarfrí, þótt í október væri reyndar, var í kortunum. Meira »

Búið að opna Hellisheiði

Í gær, 19:48 Búið er að opna Hellisheið og þá verða Þrengslin væntanlega opnuð í kvöld. Þetta kemur fram á vefsíðu Vegagerðarinnar.  Meira »

Vefsíða um háskólanám eftir iðnnám

Í gær, 20:01 Háskólinn í Reykjavík hefur opnað nýja vefsíðu um háskólanám fyrir iðnmenntaða; www.hr.is/idn. Tilgangurinn með síðunni er að kynna fjölbreytta möguleika þeirra sem lokið hafa iðn- og tækninámi, til háskólanáms við HR. Meira »

Segir snjómokstur ekki nýtast öllum

Í gær, 19:40 Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar fagnar því að Vegagerðin sjái nauðsyn til þess að auka við snjómokstur í Svarfaðardal. Ráðið furðar sig aftur á móti á því í hverju aukningin á snjómokstri er fólgin og telur að hún muni ekki nýtast öllum íbúum í Svarfaðar- og Skíðadal. Meira »

„Leiðinlegt og vandræðalegt“

Í gær, 19:06 Umræða um jarðvegsgerla í neysluvatni í Reykjavík var fyrsta mál á dagskrá borgarstjórnarfundar síðdegis í dag. „Þetta er allt frekar leiðinlegt og vandræðalegt,“ sagði Halldór Halldórsson, borgarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokks. Meira »

Körfuboltapabbi á Króknum

Í gær, 18:58 Tindastóll frá Sauðárkróki vann bikarinn í meistaraflokki karla í körfubolta á laugardaginn var. Þetta var í fyrsta sinn sem Tindastóll vann svo stóran titil í meistaraflokknum. Meira »

Gengur ágætlega að koma fólki af heiðinni

Í gær, 18:28 Ágætlega hefur gengið að koma ökumönnum og farþegum þeirra bíla, sem voru í vanda á Mosfellsheiði í dag, til hjálpar og er röð bíla á leiðinni niður af heiðinni í fylgd með bílum björgunarsveita. Meira »

Flugfélagið án tekna í einn mánuð á ári

Í gær, 18:14 Í fyrra var 7,2% af öllum flugum Air Iceland connect aflýst og árið 2016 var 9,2% af öllum flugum aflýst. Hlutfallslega þýðir það að félagið þarf að loka í um 30 daga á ári þar sem engar tekjur koma en á sama tíma þarf að greiða laun og jafnvel bætur. Meira »

Tvær rútur fastar þvert á veginn

Í gær, 16:40 Björgunarsveitir vinna nú að því að ferja fólk niður af Mosfellsheiði, en þar eru margir bílar fastir og tvær rútur eru fastar þvert á veginn. Enginn er slasaður, en ferja verður farþegana til byggða. Meira »

Töldu jafnréttisumræðu óþarfa árið '99

Í gær, 16:30 Kynbundin áreitni og ofbeldi leiðir til lægri framleiðni á vinnustðum, aukinnar starfsmannaveltu, óþarfa kostnaðar, slæms starfsanda og þar af leiðandi til lægri vergrar þjóðarframleiðslu og aukinna útgjalda vegna velferðarmála, heilsugæslu og lyfjakostnaðar. Þetta kom fram í málstofu um #metoo-byltinguna sem á Læknadögum í Hörpu í morgun. Meira »

Konur stýra atvinnuveganefnd í fyrsta sinn

Í gær, 16:41 Fyrsti fundur atvinnuveganefndar Alþingis eftir jólaleyfi fer fram á morgun, miðvikudag. Þrjár konur stýra störfum nefndarinnar og er það í fyrsta skipti frá stofnun nefndarinnar árið 2011 sem svo er. Þá hafa konur heldur ekki veitt fyrirrennurum nefndarinnar forystu. Meira »

Vill opna á stórframkvæmdir

Í gær, 16:39 Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, flutti í dag tillögu á fundi borgarstjórnar um endurskoðun á samgöngusamningi ríkisins og Reykjavíkurborgar sem felur í sér að ekki verði farið í stórframkvæmdir í samgöngumálum borgarinnar til ársins 2022. Meira »

Tvö snjóflóð loka Flateyrarvegi

Í gær, 16:07 Flateyrarvegur er lokaður eftir að tvö snjóflóð féllu á veginn laust eftir klukkan tvö í dag, beint fyrir utan Breiðadal. Vegurinn er lokaður, rétt eins og vegurinn um Súðavíkurhlíð. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
SAMUK lyftarar (uk) rafmagns og diesel
Kynnum á frábæru verði SAMUK lyftara bæði rafmagns og Diesel , gas . Stærðir 1,...
Útsala
Bókaútsala Mikið magn bóka á 500 kr. stk. Aðrar bækur með 25% afslætti Hjá Þorva...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
 
Fundur
Fundir - mannfagnaðir
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna...
L edda 6018011619i
Félagsstarf
? EDDA 6018011619 I Mynd af auglýsin...
Aðalfundur isnic 2018
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ISNIC 2018 Aðalfundur Inter...
Skattadagurinn
Fundir - mannfagnaðir
SKATTADAGUR FLE Ráðstefna um skattam...