Grænir skátar bætast í hópinn

Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Grænna skáta.
Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Grænna skáta. Ljósmyndari/Birgir Ísleifur

Grænir skátar hafa nú slegist í hóp þeirra fyrirtækja sem standa fyrir endurvinnsluátaki á áli í sprittkertum, og nú má almenningur skila álinu í 120 móttökugáma Grænna skáta á höfuðborgarsvæðinu. Átakið, sem nefnist Gefum jólaljósum lengra líf, stendur yfir á aðventu og út janúar og er tilgangur þess að efla vitund Íslendinga um mikilvægi þess að endurvinna það ál sem til fellur á heimilum.

„Við fögnum þessu átaki enda hafa skátar safnað áldósum og öðrum gjaldskyldum drykkjarumbúðum í 25 ár og þannig auðveldað endurvinnslu í samfélaginu,“ segir Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Grænna skáta.

Sprittkertunum má skila á um 90 endurvinnslu- og móttökustöðvar um allt land á vegum Sorpu, Endurvinnslunnar, Gámaþjónustunnar og Íslenska gámafélagsins. Nú hafa 120 söfnunargámar Grænna skáta bæst í flóruna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert