Refsingin þyngd verulega

mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Hæstiréttur hefur tvöfaldað refsidóm yfir manni sem hefur ítrekað komist í kast við lögin. Nú var hann dæmdur fyrir tvær líkamsárásir og brot gegn valdstjórninni. Önnur líkamsárásin var framin í öryggisúrræði á vegum geðdeildar Landspítalans en hin beindist gegn manni sem hann hafði stolið frá verulegum verðmætum.

Í héraðsdómi var maðurinn dæmdur í eins árs fangelsi en Hæstiréttur dæmdi hann í tveggja ára fangelsi. Frá refsingunni dregst gæsluvarðhald frá 17. júní. 

Manninum er gert að greiða tveimur fórnarlömbum miskabætur, alls 1,2 milljónir króna. Jafnframt er honum gert að greiða þeim 100 þúsund krónur hvor í málskostnað fyrir Hæstarétti auk alls sakarkostnað og málskostnað brotaþola fyrir héraðsdómi, 2,2 milljónir króna. Honum er einnig gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, tæpar 700 þúsund krónur.

Braut rúðu og kastaði sér út á ferð

Í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok september var maðurinn ákærður fyrir líkamsárás og þjófnað sem hann gerðist sekur um í lok nóvember í fyrra. Samkvæmt ákæru barði maðurinn annan mann til óbóta eftir að hafa farið inn í íbúð hans ásamt tveimur konum og stolið verulegum verðmætum þaðan. Árásin var framin í bifreið á ferð og endaði með því að fórnarlambið braut rúðu á bifreiðinni og henti sér út á ferð. 

Í júní á þessu ári réðst maðurinn síðan með ofbeldi á forstöðumann í félagslegu húsnæði sem hann var vistaður í öryggisgæslu og starfsmenn við öryggisvistunina. Jafnframt hótaði hann fjórum lífláti þremur dögum síðar. 

Kallaði unnustuna „Konukotshóru“

Maðuinn var enn fremur ákærður fyrir að hafa beitt unnustu sína ofbeldi í desember í fyrra. Konan lýsti á þeim tíma miklu ofbeldi af hálfu mannsins við skýrslutöku hjá lögreglu.

Í lögregluskýrslu kemur fram að hún hafi verið í miklu uppnámi og greinilega hrædd. Hún hafi verið með áverka á hægri kjálka, blóðug hægra megin á andliti og með sár á milli baugfingurs og löngutangar hægri handar. Maðurinn var handtekinn fyrir utan húsið og neitaði að hafa lamið hana. Fram kemur í skýrslunni að hún hafi hörfað undan manninum og greinilega verið óttaslegin.

Lýsti hún því að þau hafi verið að rífast og hann læst hana inni á baðherbergi, þrykkt henni niður og haldið henni niðri. Þá hafi hundur, sem hefði verið í íbúðinni, orðið hræddur og glefsað í hægri vanga hennar. Hún kvað manninn hafa skyrpt á sig, auk þess sem hann hefði sparkað í sig og kallað sig „Konukotshóru“. Hann hefði síðan tekið af henni símann og aðra muni og sagt henni að „drulla sér út“. Þá hefði hann einnig tekið fast um hendur hennar. Hún kvaðst hafa fengið áverka á hægri kinn við það að liggja utan í baðkarinu meðan á þessu stóð. Fyrir liggja ljósmyndir af áverkum brotaþola, sem teknir voru á lögreglustöð. Þá liggur fyrir hljóðupptaka af skýrslu hennar.

Sagðist hafa verið kolrugluð við skýrslutökuna

Vitnisburður hennar var á annan veg um atvik fyrir dóminum en hún hafði gert við skýrslutöku hjá lögreglu. Hún kvað manninn ekki hafa ráðist á sig og hefði hún aðeins óskað aðstoðar lögreglu til að ná í veski sitt sem hefði orðið eftir í íbúðinni. Þau hafi verið að rífast í íbúðinni, ýtt lítillega hvort við öðru en hún hefði ekki hlotið neina áverka við það. Hins vegar hefði hundur ráðist á hana í íbúðinni og hefði hún verið með áverka í andliti eftir það. Þá hefði hún verið marin á handleggjum eftir sprautuneyslu. Hún kvaðst jafnframt hafa lent í átökum við einhverjar stelpur á þessum tíma, sem gæti skýrt frekari áverka. Þegar framburður brotaþola hjá lögreglu var borinn undir hana kvaðst hún hafa verið „kolrugluð“ við skýrslugjöfina.

Greindarskertur og með miklar hegðunartruflanir

Í skýrslu geðheilbrigðisrannsóknar kemur fram að maðurinn er fæddur sex vikum fyrir tímann. Hann var seinþroska og var seinn bæði til tals og gangs. Foreldrar hans áttu báðir við neysluvanda að stríða. Hann átti í miklum erfiðleikum í skóla og greindarpróf sem gerð voru þegar hann var 10 og 13 ára sýndu að hann var greindarfarslega slakur á máli og hugtakasviði.

Hann hefur sýnt af sér miklar hegðunartruflanir og verið í mikilli neyslu ýmissa lyfja. Við þá neyslu hefur ofbeldi hans aukist. Hann hefur margoft verið lagður inn á geðdeild og einnig fengið dóma og verið á Litla Hrauni.

Á Litla Hrauni hefur hegðun hans og samskipti við aðra fanga verið mjög erfið en hann var á bráðadeild geðdeildar Landspítalans frá 9. janúar 2017 þangað til hann fór á öryggissambýlið þar sem hann réðst á starfsfólkið í júní sl. Þegar hann dvaldi á geðdeild var gert mat á vitrænni getu hans og gert taugasálfræðilegt mat. Þar kemur fram að málleg greind hans er mjög slök og mælist 69. Verkleg greind er hærri en sýnir fram á að þáttum í verklegri greind hefur hnignað og telur það geta skýrst af mikilli neyslu hans í gegnum árin.

Niðurstaða matsins er að hann hefur aldrei verið alls ófær um að stjórna gerðum sínum, enda sýna gögn að hann er almennt undir áhrifum lyfja þegar hann beitir aðra ofbeldi.

Maðurinn er á fertugsaldri, fæddur árið 1984. Hann á að baki sakaferil allt aftur til ársins 2002. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að maðurinn sé sakfelldur fyrir tvær líkamsárásir og tvö brot gegn valdstjórninni. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að hann hafði þrisvar áður hlotið dóm fyrir brot gegn valdstjórninni og marg ítrekuð önnur brot. Jafnfram var litið til þess að önnur líkamsárásin hafði beinst að unnustu hans. Á hinn bóginn var horft til þess að þegar hluti brotanna var framinn hafði hann verið sjálfræðissviptur og sætt á þeim tíma öryggisvistun á sérhæfðri stofnun. 

mbl.is

Innlent »

Í sundi um miðja nótt

07:26 Fjölmargir ökumenn voru stöðvaðir vegna aksturs undir áhrifum áfengis, fíkniefna og lyfja í gærkvöldi og nótt. Jafnframt var fólk rekið upp úr Kópavogslauginni í nótt og eins var einn handtekinn fyrir að sýna af sér ósæmilega hegðun á almannafæri. Meira »

„Þaulsetið lægðardrag“ yfir landinu

07:00 Þaulsetið lægðardrag er yfir landinu og því skýjað að mestu og úrkoma í flestum landshlutum næstu daga, segir veðurfræðingur Veðurstofu Íslands. Meira »

Kolvitlaust að gera hjá lögreglunni

06:55 Kolvitlaust var að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og fram á nótt, samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra. Alls komu 70 mál inn á borð lögreglunnar frá klukkan 19 til þrjú í nótt. Meðal annars komu nokkrar árásir til kasta lögreglu og eru allar fangageymslur fullar eftir nóttina. Meira »

Komu bát til bjargar á Skjálfanda

06:38 Félagar í björgunarsveitinni Garðari á Húsavík komu bát til bjargar á Skjálfanda í gærkvöldi eftir að báturinn missti stýrið. Einn var um borð í bátnum þegar óhappið átti sér stað. Meira »

Endurveki forkaupsrétt sveitarfélaga

05:30 „Það er ekki nýtt að efnamenn beri víurnar í laxveiðihlunnindi. Það er kannski nýtt að erlendur auðmaður geri það í svona stórum stíl. Ég hef eðlilega áhyggjur eins og margir aðrir,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna og forseti Alþingis. Meira »

Útlitið jákvætt eftir fundina

05:30 Ljósmæður funduðu á Akureyri í hádeginu í gær og á Landspítalanum í gærkvöldi þar sem hinn nýi samningur var kynntur, en rafræn kosning um samninginn hefst á hádegi og lýkur á hádegi á miðvikudag. Meira »

Vissu ekki af veikindum Dags

05:30 Fulltrúar minnihlutans í borgarstjórn fréttu fyrst af veikindum Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í Fréttablaðinu á laugardagsmorgun, en þar er greint frá því að Dagur glími við sjaldgæfan gigtarsjúkdóm. Meira »

Fundu mannvistarleifar frá landnámi

05:30 Mannvistarlög frá landnámsöld og fram á 14. öld hafa fundist við Mosfell í Mosfellsdal og þykja þau geta varpað góðu ljósi á sögu miðalda á svæðinu. Meira »

Endurfundir Ellýjar og Vilhjálms

Í gær, 21:35 Þar sem blaðamaður hringir dyrabjöllunni á húsi í Garðabænum til að hitta þau Ellý og Vilhjálm hugsar hann með sér að þetta með nöfnin sé svolítið skemmtileg tilviljun og á þar við vegna systkinanna og söngvaranna Ellýjar og Vilhjálms heitinna, Vilhjálmsbarna. Meira »

Minntust fórnarlambanna 77

Í gær, 20:51 Sjö ár eru í dag liðin frá hryðjuverkum Anders Breivik í Noregi. Ungir jafnaðarmenn minntust fórnarlambanna 77 með minningarathöfn við Norræna húsið. Meira »

Miðlunartillaga kynnt ljósmæðrum

Í gær, 20:16 Samninganefnd ljósmæðra fundar nú með félagsmönnum á Landspítala og kynnir þeim miðlunartillöguna sem ríkissáttasemjari lagði til í gær. Meira »

Mosfellsdalur á altari ferðamennskunnar

Í gær, 20:15 „Dalurinn er orðinn að einhverri hraðbraut án þess að við íbúar höfum nokkuð um það að segja,“ segir Guðný Halldórsdóttir leikstjóri og íbúi í Mosfellsdal. Um dalinn liggur Þingvallavegur, sem tengir höfuðborgina við Þingvelli og aðra ferðamannastaði. Meira »

Ást og friður á LungA

Í gær, 19:35 Listahátíðin LungA, listahátíð ungs fólks, fór fram á Seyðisfirði síðastliðna viku og lauk henni í gær. Þangað lögðu listunnendur leið sína og gekk hátíðin vonum framar að sögn skipuleggjenda. Þó svo að flestir séu þreyttir í lok vikunnar snýr fólk til síns heima fullt af kærleik og innblæstri. Meira »

Yfir 23.000 miðar seldir

Í gær, 19:12 Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur gefið leyfi fyrir 26.900 áhorfendum á Laugardalsvelli á þriðjudagskvöld, er bandaríska rokksveitin Guns N‘ Roses stígur þar á svið. Fleiri verða tónleikagestir ekki. Meira »

Barátta fyrir lífsgæðum

Í gær, 18:40 Brynhildur Lára er 9 ára stúlka sem er búsett í Svíþjóð ásamt foreldrum sínum og systkinum. Hún greindist með taugatrefjaæxlager, sjúkdóminn NF1, þegar hún var innan við árs gömul. Sjúkdómurinn hefur valdið skemmdum á taugum hennar, sem hafa m.a. leitt til þess að í dag er hún alblind. Meira »

Ekki ráðlegt að spyrja Grikki til vegar

Í gær, 18:00 Hjónin Magnús A. Sigurðsson og Ragnheiður Valdimarsdóttir fóru nýverið til Grikklands ásamt börnum sínum, Guðrúnu Elenu og Sigurði Mar, og dvöldu þar í tæpan mánuð. Meira »

„Kristján kveður og Kristján heilsar“

Í gær, 17:35 Skálholtshátíð fór fram um helgina og var dagskráin fjölbreytt. Í dag fór fram biskupsvígsla, en þá vígði Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands séra Kristján Björnsson til embættis vígslubiskups í Skálholtsstifti við messu í Skálholtsdómkirkju. Meira »

Þreytt á hraðakstri í Mosfellsdal

Í gær, 17:10 Íbúasamtökin í Mosfellsdal hafa árum saman kallað eftir umbótum á veginum sem tengir höfuðborgina við Þingvelli og liggur í gegnum Mosfellsdalinn. Þau vilja hraðamyndavélar og bann við framúrakstri en segja að erfiðlega gangi að ná eyrum ráðamanna. Meira »

Eineltismenning jafnvel ríkt lengi

Í gær, 16:02 Fulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins í borgarstjórn telja að sterkar vísbendingar séu um að í Ráðhúsi Reykjavíkur ríki eineltismenning og að hún hafi jafnvel ríkt lengi. Þetta kemur fram í bókun þeirra frá fundi borgarráðs á fimmtudag. Meira »
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Iðnaðar eða geymsluhúsnæði
Til leigu 140 fm húsnæði við Auðbrekku í Kóp, laust strax. leigist undir léttan...
Hreinsa Þakrennur ofl.
Hreinsa þakrennur, laga ryð á þökum og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í ...
Rafstöðvar DEK 30 KW 400/230 50 HZ
Eigum 30 kw rafstöð á lager, góð reynsla, og varahlutaþjónusta. 1190..000 + vsk ...