Refsingin þyngd verulega

mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Hæstiréttur hefur tvöfaldað refsidóm yfir manni sem hefur ítrekað komist í kast við lögin. Nú var hann dæmdur fyrir tvær líkamsárásir og brot gegn valdstjórninni. Önnur líkamsárásin var framin í öryggisúrræði á vegum geðdeildar Landspítalans en hin beindist gegn manni sem hann hafði stolið frá verulegum verðmætum.

Í héraðsdómi var maðurinn dæmdur í eins árs fangelsi en Hæstiréttur dæmdi hann í tveggja ára fangelsi. Frá refsingunni dregst gæsluvarðhald frá 17. júní. 

Manninum er gert að greiða tveimur fórnarlömbum miskabætur, alls 1,2 milljónir króna. Jafnframt er honum gert að greiða þeim 100 þúsund krónur hvor í málskostnað fyrir Hæstarétti auk alls sakarkostnað og málskostnað brotaþola fyrir héraðsdómi, 2,2 milljónir króna. Honum er einnig gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, tæpar 700 þúsund krónur.

Braut rúðu og kastaði sér út á ferð

Í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok september var maðurinn ákærður fyrir líkamsárás og þjófnað sem hann gerðist sekur um í lok nóvember í fyrra. Samkvæmt ákæru barði maðurinn annan mann til óbóta eftir að hafa farið inn í íbúð hans ásamt tveimur konum og stolið verulegum verðmætum þaðan. Árásin var framin í bifreið á ferð og endaði með því að fórnarlambið braut rúðu á bifreiðinni og henti sér út á ferð. 

Í júní á þessu ári réðst maðurinn síðan með ofbeldi á forstöðumann í félagslegu húsnæði sem hann var vistaður í öryggisgæslu og starfsmenn við öryggisvistunina. Jafnframt hótaði hann fjórum lífláti þremur dögum síðar. 

Kallaði unnustuna „Konukotshóru“

Maðuinn var enn fremur ákærður fyrir að hafa beitt unnustu sína ofbeldi í desember í fyrra. Konan lýsti á þeim tíma miklu ofbeldi af hálfu mannsins við skýrslutöku hjá lögreglu.

Í lögregluskýrslu kemur fram að hún hafi verið í miklu uppnámi og greinilega hrædd. Hún hafi verið með áverka á hægri kjálka, blóðug hægra megin á andliti og með sár á milli baugfingurs og löngutangar hægri handar. Maðurinn var handtekinn fyrir utan húsið og neitaði að hafa lamið hana. Fram kemur í skýrslunni að hún hafi hörfað undan manninum og greinilega verið óttaslegin.

Lýsti hún því að þau hafi verið að rífast og hann læst hana inni á baðherbergi, þrykkt henni niður og haldið henni niðri. Þá hafi hundur, sem hefði verið í íbúðinni, orðið hræddur og glefsað í hægri vanga hennar. Hún kvað manninn hafa skyrpt á sig, auk þess sem hann hefði sparkað í sig og kallað sig „Konukotshóru“. Hann hefði síðan tekið af henni símann og aðra muni og sagt henni að „drulla sér út“. Þá hefði hann einnig tekið fast um hendur hennar. Hún kvaðst hafa fengið áverka á hægri kinn við það að liggja utan í baðkarinu meðan á þessu stóð. Fyrir liggja ljósmyndir af áverkum brotaþola, sem teknir voru á lögreglustöð. Þá liggur fyrir hljóðupptaka af skýrslu hennar.

Sagðist hafa verið kolrugluð við skýrslutökuna

Vitnisburður hennar var á annan veg um atvik fyrir dóminum en hún hafði gert við skýrslutöku hjá lögreglu. Hún kvað manninn ekki hafa ráðist á sig og hefði hún aðeins óskað aðstoðar lögreglu til að ná í veski sitt sem hefði orðið eftir í íbúðinni. Þau hafi verið að rífast í íbúðinni, ýtt lítillega hvort við öðru en hún hefði ekki hlotið neina áverka við það. Hins vegar hefði hundur ráðist á hana í íbúðinni og hefði hún verið með áverka í andliti eftir það. Þá hefði hún verið marin á handleggjum eftir sprautuneyslu. Hún kvaðst jafnframt hafa lent í átökum við einhverjar stelpur á þessum tíma, sem gæti skýrt frekari áverka. Þegar framburður brotaþola hjá lögreglu var borinn undir hana kvaðst hún hafa verið „kolrugluð“ við skýrslugjöfina.

Greindarskertur og með miklar hegðunartruflanir

Í skýrslu geðheilbrigðisrannsóknar kemur fram að maðurinn er fæddur sex vikum fyrir tímann. Hann var seinþroska og var seinn bæði til tals og gangs. Foreldrar hans áttu báðir við neysluvanda að stríða. Hann átti í miklum erfiðleikum í skóla og greindarpróf sem gerð voru þegar hann var 10 og 13 ára sýndu að hann var greindarfarslega slakur á máli og hugtakasviði.

Hann hefur sýnt af sér miklar hegðunartruflanir og verið í mikilli neyslu ýmissa lyfja. Við þá neyslu hefur ofbeldi hans aukist. Hann hefur margoft verið lagður inn á geðdeild og einnig fengið dóma og verið á Litla Hrauni.

Á Litla Hrauni hefur hegðun hans og samskipti við aðra fanga verið mjög erfið en hann var á bráðadeild geðdeildar Landspítalans frá 9. janúar 2017 þangað til hann fór á öryggissambýlið þar sem hann réðst á starfsfólkið í júní sl. Þegar hann dvaldi á geðdeild var gert mat á vitrænni getu hans og gert taugasálfræðilegt mat. Þar kemur fram að málleg greind hans er mjög slök og mælist 69. Verkleg greind er hærri en sýnir fram á að þáttum í verklegri greind hefur hnignað og telur það geta skýrst af mikilli neyslu hans í gegnum árin.

Niðurstaða matsins er að hann hefur aldrei verið alls ófær um að stjórna gerðum sínum, enda sýna gögn að hann er almennt undir áhrifum lyfja þegar hann beitir aðra ofbeldi.

Maðurinn er á fertugsaldri, fæddur árið 1984. Hann á að baki sakaferil allt aftur til ársins 2002. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að maðurinn sé sakfelldur fyrir tvær líkamsárásir og tvö brot gegn valdstjórninni. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að hann hafði þrisvar áður hlotið dóm fyrir brot gegn valdstjórninni og marg ítrekuð önnur brot. Jafnfram var litið til þess að önnur líkamsárásin hafði beinst að unnustu hans. Á hinn bóginn var horft til þess að þegar hluti brotanna var framinn hafði hann verið sjálfræðissviptur og sætt á þeim tíma öryggisvistun á sérhæfðri stofnun. 

mbl.is

Innlent »

Þrengslin og Hellisheiði opin fyrir umferð

22:54 Búið er að opna bæði Hellisheiði og Þrengslin aftur fyrir bílaumferð en óvíst er hvort Mosfellsheiði opnist í kvöld. Lyngdalsheiði verður lokuð til morguns. Meira »

Kalt vetrarveður í kortunum

21:21 Vind tekur að lægja í kvöld og nótt um mest allt land, að undanskildum norðanverður Vestfjörðum. Mikið hvassviðri hefur verið á norðvestan- og vestanlands í dag og þá mældist meðalvindur á Mosfellsheiði 20 metrar á sekúndu í dag. Meira »

Spyrji aldraða um áfengisnotkun

20:44 Áfengismisnotkun aldraðra er falinn vaxandi vandi. Læknar þurfa að vera meðvitaðir um þetta og spyrja sjúklinga um notkun áfengis þegar þeir er meðhöndlaðir vegna annarra kvilla. „Það er mikilvægt að fá þessar upplýsingar svo fólk fái réttar greiningar,“ segir læknir á öldrunardeild LSH og SÁÁ. Meira »

Fjölbreytilega Flórída

20:19 Það er ekki lítið verkefni að fara með fimm manna fjölskyldu í 20 daga frí og því þarf skipulagningin að vera góð. Eins og flestir eyddum við hjónin því dágóðri stund í að skoða möguleikana þegar langþráð sumarfrí, þótt í október væri reyndar, var í kortunum. Meira »

Vefsíða um háskólanám eftir iðnnám

20:01 Háskólinn í Reykjavík hefur opnað nýja vefsíðu um háskólanám fyrir iðnmenntaða; www.hr.is/idn. Tilgangurinn með síðunni er að kynna fjölbreytta möguleika þeirra sem lokið hafa iðn- og tækninámi, til háskólanáms við HR. Meira »

Búið að opna Hellisheiði

19:48 Búið er að opna Hellisheið og þá verða Þrengslin væntanlega opnuð í kvöld. Þetta kemur fram á vefsíðu Vegagerðarinnar.  Meira »

„Leiðinlegt og vandræðalegt“

19:06 Umræða um jarðvegsgerla í neysluvatni í Reykjavík var fyrsta mál á dagskrá borgarstjórnarfundar síðdegis í dag. „Þetta er allt frekar leiðinlegt og vandræðalegt,“ sagði Halldór Halldórsson, borgarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokks. Meira »

Segir snjómokstur ekki nýtast öllum

19:40 Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar fagnar því að Vegagerðin sjái nauðsyn til þess að auka við snjómokstur í Svarfaðardal. Ráðið furðar sig aftur á móti á því í hverju aukningin á snjómokstri er fólgin og telur að hún muni ekki nýtast öllum íbúum í Svarfaðar- og Skíðadal. Meira »

Körfuboltapabbi á Króknum

18:58 Tindastóll frá Sauðárkróki vann bikarinn í meistaraflokki karla í körfubolta á laugardaginn var. Þetta var í fyrsta sinn sem Tindastóll vann svo stóran titil í meistaraflokknum. Meira »

Gengur ágætlega að koma fólki af heiðinni

18:28 Ágætlega hefur gengið að koma ökumönnum og farþegum þeirra bíla, sem voru í vanda á Mosfellsheiði í dag, til hjálpar og er röð bíla á leiðinni niður af heiðinni í fylgd með bílum björgunarsveita. Meira »

Flugfélagið án tekna í einn mánuð á ári

18:14 Í fyrra var 7,2% af öllum flugum Air Iceland connect aflýst og árið 2016 var 9,2% af öllum flugum aflýst. Hlutfallslega þýðir það að félagið þarf að loka í um 30 daga á ári þar sem engar tekjur koma en á sama tíma þarf að greiða laun og jafnvel bætur. Meira »

Konur stýra atvinnuveganefnd í fyrsta sinn

16:41 Fyrsti fundur atvinnuveganefndar Alþingis eftir jólaleyfi fer fram á morgun, miðvikudag. Þrjár konur stýra störfum nefndarinnar og er það í fyrsta skipti frá stofnun nefndarinnar árið 2011 sem svo er. Þá hafa konur heldur ekki veitt fyrirrennurum nefndarinnar forystu. Meira »

Tvær rútur fastar þvert á veginn

16:40 Björgunarsveitir vinna nú að því að ferja fólk niður af Mosfellsheiði, en þar eru margir bílar fastir og tvær rútur eru fastar þvert á veginn. Enginn er slasaður, en ferja verður farþegana til byggða. Meira »

Töldu jafnréttisumræðu óþarfa árið '99

16:30 Kynbundin áreitni og ofbeldi leiðir til lægri framleiðni á vinnustðum, aukinnar starfsmannaveltu, óþarfa kostnaðar, slæms starfsanda og þar af leiðandi til lægri vergrar þjóðarframleiðslu og aukinna útgjalda vegna velferðarmála, heilsugæslu og lyfjakostnaðar. Þetta kom fram í málstofu um #metoo-byltinguna sem á Læknadögum í Hörpu í morgun. Meira »

Engin vísbending um E-coli

16:03 Engin vísbending er um að E-coli-baktería hafi fundist í sýni sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tók í gær úr dreifikerfi fyrir neysluvatn Reykvíkinga, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum sem fengust í hádeginu í dag. Meira »

Vill opna á stórframkvæmdir

16:39 Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, flutti í dag tillögu á fundi borgarstjórnar um endurskoðun á samgöngusamningi ríkisins og Reykjavíkurborgar sem felur í sér að ekki verði farið í stórframkvæmdir í samgöngumálum borgarinnar til ársins 2022. Meira »

Tvö snjóflóð loka Flateyrarvegi

16:07 Flateyrarvegur er lokaður eftir að tvö snjóflóð féllu á veginn laust eftir klukkan tvö í dag, beint fyrir utan Breiðadal. Vegurinn er lokaður, rétt eins og vegurinn um Súðavíkurhlíð. Meira »

Skúli í Subway sýknaður af kæru Sveins

15:14 Skúli Gunnar Sigfússon, sem jafnan er kenndur við veitingastaðina Subway, var í gær sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands af kæru Sveins Andra Sveinssonar lögmanns, en hann flutti málið fyrir hönd þrotabús EK1923 ehf., sem áður var heildverslunin Eggert Kristjánsson. Sveinn Andri er skiptastjóri búsins. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Ódýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir ...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
 
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og ka...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...