Varð gjöf í lífi séra Örnu

Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur á Reynivöllum sést hér á milli forseta ...
Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur á Reynivöllum sést hér á milli forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar og biskups Íslands, Agnesar Sigurðardóttur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Drengur sem fæddist á eldhúsgólfinu í móttökumiðstöð fyrir hælisleitendur 1994  varð gjöf í lífi Örnu Grétarsdóttur, sóknarprests á Reynivöllum. Því hann er tengdasonur hennar og faðir dótturdóttur hennar. Arna gerði flóttafólk og Me too-byltinguna að umtalsefni við setningu Alþingis í gær.

Hún hóf predikun sína í Dómkirkjunni í gær með því að fara með kirkjugesti aftur til ársins 1994.

„Það ár fæddist lítill drengur á eldhúsgólfinu í móttökumiðstöð fyrir hælisleitendur í Þýskalandi. Á þessum árum var mikill ófriður á Balkanskaganum og foreldrarnir héldu af stað út í óvissuna, móðirin ólétt og þau lásu þannig í ástand heimalandsins og landanna í kring að þar væri ekki óhætt að dvelja og því var lagt upp í óvissuför, í mikilli örvinglan í leit að friði og já, í leit að betra lífi fyrir fjölskylduna.

Líf þessa litla drengs varð ekki alslæmt þó að hann hefði alist upp á flakki milli hinna ýmsu Evrópulanda, þar sem foreldrar hans sóttu um hæli og dvöl. Fjölskyldan passaði ekki inn í neinar mannanna reglur og ramma og því barst þeim synjun á synjun ofan. Drengurinn ólst sem sagt upp í einum fimm löndum, lengi dvöldu þau í Noregi eða í rétt tæp fimm ár.

Drengurinn var um 17 ára gamall, búinn með eitt ár í framhaldsskóla í Noregi, þegar fjölskyldan var send til heimalandsins sem þá var orðið öruggt land, stríðinu var lokið en afleiðingar áralangra átaka voru t.d mikið atvinnuleysi og fátækt.

Vinir fjölskyldunnar í Noregi mótmæltu og útbjuggu stuðningssíðu á Facebook, fjallað var um mál þeirra í fjölmiðlum, en fjölskyldan mótmælti ekki. Þau sögðu að þau ættu engan rétt og þó að þetta væri erfitt og sorglegt og alls ekki það sem þau vildu eða veldu þá væri þessi ákvörðun yfirvalda í raun og veru alveg réttmæt.

Heimalandið var öruggt, þar ríkti friður þrátt fyrir mikla fátækt og gríðarlegt atvinnuleysi. Þau sögðu og það væru í raun svo margir aðrir sem þyrftu á þessu frekar að halda en þau. Þau fluttu því frá Noregi aftur til landsins sem þau höfðu flúið þegar drengurinn þeirra var ófæddur, ég geri ráð fyrir að þau hafi hreinlega verið orðin leið á rótleysinu og flakkinu.

En drengurinn var ekki sáttur og lýsir því að erfiðast af öllu hafi alltaf verið að yfirgefa vinina og skólann. Nýir vinir á nýjum stöðum, í nýju landi gerðu þennan dreng einstaklega vel færan félagslega og tilfinningalega.

Drengurinn strauk síðan frá því sem foreldrar hans kölluðu heimalandið, hann var þá um tvítugt. Hann ferðast þvert yfir Evrópu og flakkaði á milli Svíþjóðar og Noregs. Ég kynntist þessum unga manni á þeirri vegferð hans og líf mitt fléttast inn í lífssögu drengsins sem byrjaði með miklum lygum sem smám saman leystust upp þegar traustið rýmdi sannleikanum braut og fyrirgefningin lærðist og lifðist.

Þessi drengur kenndi mér djúpa og sanna auðmýkt fyrir lífinu og þakklæti því sem streymir frá honum hef ég ekki kynnst af þeirri gráðu áður.
Þessi drengur varð mér dýrmæt gjöf, þó að ég hafi lengi vel ekki viljað sjá hana og alls ekki beðið um hana,“ sagði Arna.

Feðraveldið að leysast upp

Arna segir að þeir leiðtogar sem feta í fótspor frelsarans og finna í einlægni hjartans til auðmýktar gagnvart Guði sem sínu æðra valdi, misnoti síður vald. Valdníðsla víkur alltaf fyrir samstarfi og opnu samtali margra sem treysta og trúa á samtakamátt og valddreifingu. Valdníðsla víkur alltaf fyrir samstarfi og opnu samtali margra sem treysta og trúa á samtakamátt og valddreifingu.

„Me too”-byltingin er eitt dæmi um þetta. Á siðbótarári, nú þegar 500 ár eru liðin frá því að Marteinn Lúther negldi upp mótmælin 95 á dyr Hallkirkjunnar í Wittenberg í Þýskalandi, þá rísa upp konur úr öllum stéttum og mótmæla valdníðslu í hverskonar mynd. Feðraveldið er að leysast upp um allan heim og eitthvað nýtt bíður okkar, vitum kannski ekki alveg hvað en við finnum að við erum að lifa breytingar. Yfirleitt eru breytingar gjöf sem getur verið erfitt að taka við, sum kannski vilja hana ekki, finnst hún óþörf og jafnvel sársaukafull eða sjá ekki þörfina. En gjöfin er gefin, sannleikurinn streymir fram, sögurnar, reynslan og sorgin bíður eftir því að það sé hlustað og að hlustunin færi til breytinga á orðum og atferli.

Við getum ekki annað en tekið við þessari gjöf þó að við vitum ekki nákvæmlega hvert hún leiðir okkur. Við getum a.m.k. lært það að það er ekki lífi og samfélagi til framdráttar að loka inni í skáp nokkuð af því sem tilheyrir reynsluheimi manneskjunnar. Þar vil ég sérstaklega nefna eina af grundvallarþörfum manneskjunnar og það er trúarþörfin. Trúin og trúarreynslan verður að fá að vera hluti af hinu opinbera rými. Þó að trúin sé lifuð á hinu einstaklingsbundna og persónulega sviði þá er hún einnig lifuð í samfélagi manna á milli og miðlar siðferði og gildismati,“ segir Arna í predikun sinni sem hægt er að lesa í heild hér.

Fjölskyldan sameinuð á Íslandi

Hún talaði um mátt fyrirgefningarinnar og sagði að það væri aðeins vegna trúarinnar á frelsarann Jesú Krist sem henni tókst að taka við þeirri gjöf sem drengurinn sem fæddist á eldhúsgólfinu í móttökumiðstöð flóttamanna í Þýskalandi varð henni.

„Ungi maðurinn er sonur minn í dag, tengdasonur reyndar, og faðir litlu dótturdóttur minnar. Hann fékk dvalar- og atvinnuleyfi hér á Íslandi fyrr á þessu ári og er fullur þakklætis og auðmýktar og hefur lært sitthvað um hina kristnu fyrirgefningu sem honum var áður framandi sem lifuð reynsla. Nú getum við haldið heilög friðarjól, fjölskyldan sameinuð. Það er dýrmætasta jólagjöfin í ár.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Stúlkurnar eru fundnar

07:40 Stúlk­urn­ar þrjár sem lög­relg­an lýsti eft­ir seint í gær­kvöld eru komn­ar í leitin­ar. Lög­regl­an á Suður­landi til­kynnti það að Face­book-síðu sinni klukk­an fimm í nótt að þær væru komn­ar fram. Meira »

Ók bíl inn verslun og stakk af

07:36 Um ellefuleytið í gærkvöldi var bifreið ekið inn í verslun í Breiðholti. Engan sakaði en ökumaðurinn lét sig hverfa af vettvangi. Þegar lögreglan hafði samband við eiganda bifreiðarinnar þá kom hann af fjöllum og hafði ekki áttað sig á því að bifreiðin hafði verið tekin ófrjálsri hendi. Meira »

Tvær loðnuvertíðir gætu verið í uppnámi

06:48 Þrátt fyrir að loðnuleiðangur í síðasta mánuði hafi verið umfangsmeiri heldur en í áratugi var niðurstaðan sú að lítið fannst af loðnu. Eins og staðan er núna verður ekki gefinn út loðnukvóti fyrir vertíðina, sem annars hefði átt að byrja í janúar. Meira »

Lögregla lýsir eftir þremur stúlkum

00:47 Lögreglan á Suðurlandi lýsir eftir þremur stúlkum sem allar eru á 16. aldursári, en þær fóru frá heimilum sínum á Selfossi í gærkvöldi. Heita þær Ísabella Máney Grétarsdóttir, Andrea Ósk Waagfjörð og Hrafnhildur Malen Lýðsdóttir. Meira »

„Markmiðið að engin kveiki í geitinni“

Í gær, 21:50 „Aðallega þykir okkur vænt um jólageitina og þetta er náttúrulega dýr búnaður, jólaseríur og fleira,“ segir Gunnlaugur Fannar Jónsson, öryggisstjóri IKEA, í við fyrirspurn mbl.is um nauðsyn sólarhringsvöktunar við hina margfrægu jólageit IKEA við Kauptún í Garðabæ. Meira »

Japönsk kvikmynd þótti of dónaleg

Í gær, 20:37 Það er margt sem saga kláms á Íslandi á sameiginlegt með sögu kláms annars staðar í heiminum, en af því var minna framleitt hér á landi en víða annars staðar. Þetta segir Kristín Svava Tómasdóttir, höfundur sagnfræðiritsins Stund klámsins. Meira »

Stefnir í tvöfaldan lottópott

Í gær, 19:51 Eng­inn var með fyrsta vinn­ing í Lottó í kvöld og stefn­ir því í tvö­fald­an pott í næstu viku. Tveir deildu hins vegar með sér öðrum vinningi og hljóta þeir 158 þúsund krónur hvor. Annar miðinn var í áskrift en hinn var keyptur í verslun 10-11 á Laugaveginum. Meira »

Harðkjarnarokk fær nýjan samastað

Í gær, 19:45 Aðdáendur þungarokks á Íslandi geta bráðlega ekki lengur svalað þorsta sínum í málm- og harðkjarnarokk á Rás 2. Ríkisútvarpið hefur ákveðið að taka eina þungarokksþátt landsins, Dordingul, úr loftinu og færa hann alfarið á veraldarvefinn. Meira »

Í varðhaldi vegna vinnumansals

Í gær, 19:21 Erlendur maður hefur verið í gæsluvarðhaldi í hálfan mánuð vegna gruns um að hann hafi stundað vinnumansal, að því er fram kom í fréttum RÚV í kvöld. Er maðurinn, sem er pakistanskur, talinn hafa flutt tugi manna til Íslands yfir um tveggja ára skeið og suma þeirra á fölsuðum skilríkjum. Meira »

Skeytingarleysi er ekki valkostur

Í gær, 18:40 „Virðing og skilningur þarf alltaf að vera leiðarljós í aðstoð við fólk sem stendur höllum fæti,“ segir segir formaður Félagsráðgjafafélags Íslands. Félagsráðgjafar lásu sögur skjólstæðinga sinna og vilja að stjórnvöld og aðrir styðji fátækt fólk með félagslegum umbótum. Meira »

„Töluvert mikið álag á spítalanum“

Í gær, 18:25 Það er viðvarandi hátt álag á Landspítalanum sem veldur því að eðlilegar sveiflur í komum á spítalann geta leitt til erfiðleika á bráðamóttöku eins og varð í gær, að því er Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi, segir í samtali við mbl.is. Meira »

Stjórn­völd í herferð gegn tekjulágum

Í gær, 17:58 Aukinn ójöfnuður, skattbyrði láglaunahópa og tækifæri til úrbóta í skattkerfinu var á meðal þess sem kom fram á opnum fundi Eflingar og Öryrkjabandalags Íslands í dag. Fundurinn bar yfirskriftina Skattbyrði og skerðingar og afkoma lágtekjufólks á Íslandi var einkum til umræðu. Meira »

„Vel haldið utan um okkur“

Í gær, 17:08 „Það er mjög vel haldið utan um okkur,“ segir Þórdís Ósk Sigtryggsdóttir, ein þeirra um 160 farþega sem voru um borð í flugvél Icelandair sem skyndilega þurfti að lenda á Saguenay Bagotville-flugvellinum í Kanada, vegna sprungu í rúðu í flugstjórnarklefa vélarinnar. Meira »

Mótmæltu með blómum og skiltum

Í gær, 16:11 Hernaðarandstæðingar stóðu fyrir mótmælum og sögugöngu í Þjórsárdal í dag, en þar fór fram seinni dagur heræfingar bandarískra hermanna. Tilgangur æfingarinnar er að undirbúa hermenn til veru í slæmu veðri og kanna þolmörk þeirra í göngu með þungan búnað. 400 hermenn áttu að taka þátt í æfingunni. Meira »

Gjaldskýlin urðu gröfunum að bráð

Í gær, 16:05 Starfsmenn verktakafyrirtækisins Þróttar ehf. unnu við það í vikunni að fjarlægja tvö af þremur gjaldskýlum Hvalfjarðarganga með stórvirkum gröfum. Meira »

Margt á 10 ára afmæli UNICEF og Te & Kaffi

Í gær, 15:52 Margt var um manninn þegar UNICEF á Íslandi og Te & Kaffi blésu til afmælisveislu í Smáralindinni í dag til að fagna 10 ára farsælu samstarfi. Tveggja metra afmæliskakka kláraðist og mikill fögnuður braust út þegar tónlistarmaðurinn Páll Óskar steig þar á svið. Meira »

Ólafur: Barátta sem má ekki tapast

Í gær, 14:52 Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða og fyrrverandi forseti, segir framtíð norðurslóða og orkubyltingu vera sömu hliðina á sama peningnum. Ólafur var gestur í Víglínunni á Stöð 2 hjá Heimi Má Péturssyni. Meira »

Metfjöldi herskipa hér við land

Í gær, 13:33 „Við röðum þessum skipum bara upp eins og kubbum sem þurfa að falla sem best að bryggjunni. Við þá vinnu skiptir lengd skipa mestu máli og hversu djúpt þau rista,“ segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, í samtali við Morgunblaðið í dag og vísar í máli sínu til þess mikla fjölda herskipa Atlantshafsbandalagsins (NATO) sem nú liggur við bryggju á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Taka athugasemdir ASÍ alvarlega

Í gær, 13:08 „Við tökum athugasemdir ASÍ alvarlega. Það er ljóst að ég mun tryggja það að við munum ekki taka að okkur verkefni sem iðnaðarmenn eða aðrir hafa áhuga á,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar um gagnrýni ASÍ á fyrirkomulag sem gilt hefur um störf fanga undan fangelsa . Meira »
Rafstöðvar DEK 30 KW 400/230 50 HZ Deutz 50 kw
DEK og Deutz rafstöðvar 30 kw og 50 kw ,útvegum allar stærðir. Vinnu rafstöðva...
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann. kattholt@kattholt.is // s;567 ...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
EAE Bilalyftur
Bílalyftur allar gerðir, eigum á lager 4 tonna 2 pósta og 3 t í gólf og 1 metra ...