Varð gjöf í lífi séra Örnu

Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur á Reynivöllum sést hér á milli forseta ...
Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur á Reynivöllum sést hér á milli forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar og biskups Íslands, Agnesar Sigurðardóttur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Drengur sem fæddist á eldhúsgólfinu í móttökumiðstöð fyrir hælisleitendur 1994  varð gjöf í lífi Örnu Grétarsdóttur, sóknarprests á Reynivöllum. Því hann er tengdasonur hennar og faðir dótturdóttur hennar. Arna gerði flóttafólk og Me too-byltinguna að umtalsefni við setningu Alþingis í gær.

Hún hóf predikun sína í Dómkirkjunni í gær með því að fara með kirkjugesti aftur til ársins 1994.

„Það ár fæddist lítill drengur á eldhúsgólfinu í móttökumiðstöð fyrir hælisleitendur í Þýskalandi. Á þessum árum var mikill ófriður á Balkanskaganum og foreldrarnir héldu af stað út í óvissuna, móðirin ólétt og þau lásu þannig í ástand heimalandsins og landanna í kring að þar væri ekki óhætt að dvelja og því var lagt upp í óvissuför, í mikilli örvinglan í leit að friði og já, í leit að betra lífi fyrir fjölskylduna.

Líf þessa litla drengs varð ekki alslæmt þó að hann hefði alist upp á flakki milli hinna ýmsu Evrópulanda, þar sem foreldrar hans sóttu um hæli og dvöl. Fjölskyldan passaði ekki inn í neinar mannanna reglur og ramma og því barst þeim synjun á synjun ofan. Drengurinn ólst sem sagt upp í einum fimm löndum, lengi dvöldu þau í Noregi eða í rétt tæp fimm ár.

Drengurinn var um 17 ára gamall, búinn með eitt ár í framhaldsskóla í Noregi, þegar fjölskyldan var send til heimalandsins sem þá var orðið öruggt land, stríðinu var lokið en afleiðingar áralangra átaka voru t.d mikið atvinnuleysi og fátækt.

Vinir fjölskyldunnar í Noregi mótmæltu og útbjuggu stuðningssíðu á Facebook, fjallað var um mál þeirra í fjölmiðlum, en fjölskyldan mótmælti ekki. Þau sögðu að þau ættu engan rétt og þó að þetta væri erfitt og sorglegt og alls ekki það sem þau vildu eða veldu þá væri þessi ákvörðun yfirvalda í raun og veru alveg réttmæt.

Heimalandið var öruggt, þar ríkti friður þrátt fyrir mikla fátækt og gríðarlegt atvinnuleysi. Þau sögðu og það væru í raun svo margir aðrir sem þyrftu á þessu frekar að halda en þau. Þau fluttu því frá Noregi aftur til landsins sem þau höfðu flúið þegar drengurinn þeirra var ófæddur, ég geri ráð fyrir að þau hafi hreinlega verið orðin leið á rótleysinu og flakkinu.

En drengurinn var ekki sáttur og lýsir því að erfiðast af öllu hafi alltaf verið að yfirgefa vinina og skólann. Nýir vinir á nýjum stöðum, í nýju landi gerðu þennan dreng einstaklega vel færan félagslega og tilfinningalega.

Drengurinn strauk síðan frá því sem foreldrar hans kölluðu heimalandið, hann var þá um tvítugt. Hann ferðast þvert yfir Evrópu og flakkaði á milli Svíþjóðar og Noregs. Ég kynntist þessum unga manni á þeirri vegferð hans og líf mitt fléttast inn í lífssögu drengsins sem byrjaði með miklum lygum sem smám saman leystust upp þegar traustið rýmdi sannleikanum braut og fyrirgefningin lærðist og lifðist.

Þessi drengur kenndi mér djúpa og sanna auðmýkt fyrir lífinu og þakklæti því sem streymir frá honum hef ég ekki kynnst af þeirri gráðu áður.
Þessi drengur varð mér dýrmæt gjöf, þó að ég hafi lengi vel ekki viljað sjá hana og alls ekki beðið um hana,“ sagði Arna.

Feðraveldið að leysast upp

Arna segir að þeir leiðtogar sem feta í fótspor frelsarans og finna í einlægni hjartans til auðmýktar gagnvart Guði sem sínu æðra valdi, misnoti síður vald. Valdníðsla víkur alltaf fyrir samstarfi og opnu samtali margra sem treysta og trúa á samtakamátt og valddreifingu. Valdníðsla víkur alltaf fyrir samstarfi og opnu samtali margra sem treysta og trúa á samtakamátt og valddreifingu.

„Me too”-byltingin er eitt dæmi um þetta. Á siðbótarári, nú þegar 500 ár eru liðin frá því að Marteinn Lúther negldi upp mótmælin 95 á dyr Hallkirkjunnar í Wittenberg í Þýskalandi, þá rísa upp konur úr öllum stéttum og mótmæla valdníðslu í hverskonar mynd. Feðraveldið er að leysast upp um allan heim og eitthvað nýtt bíður okkar, vitum kannski ekki alveg hvað en við finnum að við erum að lifa breytingar. Yfirleitt eru breytingar gjöf sem getur verið erfitt að taka við, sum kannski vilja hana ekki, finnst hún óþörf og jafnvel sársaukafull eða sjá ekki þörfina. En gjöfin er gefin, sannleikurinn streymir fram, sögurnar, reynslan og sorgin bíður eftir því að það sé hlustað og að hlustunin færi til breytinga á orðum og atferli.

Við getum ekki annað en tekið við þessari gjöf þó að við vitum ekki nákvæmlega hvert hún leiðir okkur. Við getum a.m.k. lært það að það er ekki lífi og samfélagi til framdráttar að loka inni í skáp nokkuð af því sem tilheyrir reynsluheimi manneskjunnar. Þar vil ég sérstaklega nefna eina af grundvallarþörfum manneskjunnar og það er trúarþörfin. Trúin og trúarreynslan verður að fá að vera hluti af hinu opinbera rými. Þó að trúin sé lifuð á hinu einstaklingsbundna og persónulega sviði þá er hún einnig lifuð í samfélagi manna á milli og miðlar siðferði og gildismati,“ segir Arna í predikun sinni sem hægt er að lesa í heild hér.

Fjölskyldan sameinuð á Íslandi

Hún talaði um mátt fyrirgefningarinnar og sagði að það væri aðeins vegna trúarinnar á frelsarann Jesú Krist sem henni tókst að taka við þeirri gjöf sem drengurinn sem fæddist á eldhúsgólfinu í móttökumiðstöð flóttamanna í Þýskalandi varð henni.

„Ungi maðurinn er sonur minn í dag, tengdasonur reyndar, og faðir litlu dótturdóttur minnar. Hann fékk dvalar- og atvinnuleyfi hér á Íslandi fyrr á þessu ári og er fullur þakklætis og auðmýktar og hefur lært sitthvað um hina kristnu fyrirgefningu sem honum var áður framandi sem lifuð reynsla. Nú getum við haldið heilög friðarjól, fjölskyldan sameinuð. Það er dýrmætasta jólagjöfin í ár.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Tóku sólinni opnum örmum

22:48 Þar kom að því að allir landsmenn fengu að njóta sólarinnar. Sú gula lét sjá sig um allt land í dag og þótt ekki hafi verið mjög hlýtt þar sem vind­ur stend­ur af hafi komst hiti á nokkrum stöðum yfir 20 gráður. Mesti hiti á landinu í dag mældist í Árnesi, 20,7 gráður. Meira »

Eldur í bíl í Krýsuvík

21:55 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út að Krýsuvíkurvegi um klukkan átta í kvöld vegna elds í bíl. Eldurinn kviknaði þegar bíllinn var í akstri. Að sögn slökkviliðsins gekk vel að slökkva eldinn en bíllinn er illa farinn, ef ekki ónýtur. Meira »

Ný bæjarstjórn Hafnarfjarðar kom saman

21:45 Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar Hafnarfjarðar fór fram í kvöld. Á fundinum var lagður fram samstarfssáttmáli nýs meirihluta Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar 2018-2022 og kosið í ráð og nefndir á vegum bæjarins. Ágúst Bjarni Garðarsson var kjörinn formaður bæjarráðs og Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar. Meira »

Fékk ljómandi fína klippingu í Moskvu

21:40 „Ég var sú eina af mínum vinum sem fékk miða á alla þrjá leikina þannig ég var lengi á báðum áttum hvort ég ætti að fara eða ekki, en svo ákvað ég að slá bara til. Þetta hlyti að verða skemmtilegt,“ segir Sigrún Helga Lund Rússlandsfari. Meira »

Gengur fram af stjórnanda sínum

21:23 „Hún er fáránlega góður búktalari og byrjaði mjög ung að æfa sig í búktali, þegar hún var aðeins 9 ára,“ segir Margrét Erla Maack um bandaríska búktalarann Cörlu Rhodes sem er á leið til Íslands til að koma fram með Reykjavík Kabarett, en líka til að halda búktalsnámskeið fyrir bæði börn og fullorðna. Meira »

Reykjadalurinn var "stelpaður" 19. júní

21:11 Kvenréttindadagurinn var víða haldinn hátíðlegur og margar samkomur haldnar í tilefni dagsins. Samkomurnar voru fjölbreyttar, en sem dæmi „stelpuðu“ hjólakonur frá hjólreiðafélaginu Tind Reykjadalinn. Meira »

Sverrir Mar býður sig fram til formennsku ASÍ

20:35 Sverir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs starfsgreinasambands, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Alþýðusambandinu á þingi sambandsins í október. Þetta staðfestir hann í samtali við mbl.is. Meira »

41,5 milljarða afgangur af rekstri sveitarfélaga

20:08 Tekjur sveitarfélaga, sem falla undir A- og B-hluta starfsemi þeirra, námu 405,5 milljörðum króna í fyrra og jukust um 7% á milli ára. Hlutdeild sveitarfélaga í tekjum hins opinbera er nú 28,5 prósent og hefur ekki verið hærri í fimmtán ár, hið minnsta. Þetta kemur fram í skýrslu Íslandsbanka um íslensk sveitarfélög, sem kom út í dag. Meira »

Mikil fjölgun katta vegna húsnæðisvanda

19:13 Algjör sprenging hefur orðið í pöntunum á Hótel Kattholt og er hótelið nú fullbókað, mun fyrr en síðustu ár. Halldóra Snorradóttir, starfsmaður í Kattholti, segist tengja það beint við leiðinlegt veðurfar hér á landi það sem af er sumri. Meira »

Frú Ragnheiður auglýsir eftir tjöldum

18:54 Frú Ragnheiður — Skaðaminnkun, sem er verkefni á vegum Rauða Krossins Í Reykjavík, auglýsir eftir tjöldum fyrir heimilislausa skjólstæðinga sína. Alls hefur heimilislausum í Reykjavík fjölgað um 95% á síðustu fimm árum og voru um það bil 350 manns skráðir heimilislausir aðeins í Reykjavík í fyrra. Meira »

Tveir unnu 16 milljónir í Víkingalottó

18:42 Fyrsti vinningur gekk ekki út í Víkingalottóútdrætti kvöldsins en tveir skiptu með sér öðrum vinningi og fær hvor þeirra rúmar 16 milljónir króna í vinning. Miðarnir voru keyptir í Eistlandi og Finnlandi. Meira »

Vilja bæta aðstæður fyrrum fanga

18:35 Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur skipað starfshóp sem fjalla á um leiðir til að bæta félagslegar aðstæður þeirra sem hafa lokið afplánun fangelsisdóma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Meira »

Tvær milljónir í skordýr

18:28 Þýsku hjónin Christin Irma Schröder og Torsten Ullrich urðu hlutskörpust í matvælasamkeppni þar sem kepptu hugmyndir er varða nýtingu jarðvarma til framleiðslu matvæla. Verkefni þeirra snýr að nýtingu jarðhita til ræktunar á skordýrum og hlutu þau m.a. tvær milljónir króna í verðlaun. Meira »

Virðir Gylfa fyrir að stíga til hliðar

17:59 „Fyrstu viðbrögð eru bara þau að það er gott að þetta sé komið á hreint,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, inntur eftir viðbrögðum við þeirri ákvörðun Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, að bjóða sig ekki fram til endurkjörs á þingi Alþýðusambandsins í október. Meira »

Byrðunum lyft af þeim veikustu

17:48 Hlutfall Sjúkratrygginga Íslands í heildarútgjöldum einstaklinga sem nýta sér heilbrigðisþjónustu hefur hækkað úr 74% í 82% frá því að breytt greiðsluþátttökukerfi tók gildi 1. maí í fyrra. Heildarútgjöld sjúklinga eru um 1,5 milljörðum króna lægri á ársgrundvelli en áður. Meira »

Hreyfingunni fyrir bestu segir Gylfi

16:51 „Þetta hefur verið að gerjast hjá mér í nokkra mánuði,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands. Á fundi miðstjórnar ASÍ í dag gerði hann grein fyrir því að hann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs á 43. þingi ASÍ sem haldið verður 9. október. Meira »

Gjaldtöku hætt í september

16:33 Gjaldtöku í Hvalfjarðargöngum verður hætt í september og tekur ríkið við göngunum í haust. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu Spalar, en einkahlutafélaginu Speli verður slitið eftir að göngin verða afhent ríkinu en ríkið ætlar ekki að ráða neinn til sín úr núverandi starfsmannahópi Spalar. Meira »

Samfylkingin fordæmir aðskilnað fjölskyldna

16:31 „Það á ekki að líðast að börn séu notuð sem skiptimynt í pólitískum deilum.“ Þetta kemur meðal annars fram í yfirlýsingu sem þingflokkur og framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar hefur sent frá sér vegna framferði Bandaríkjastjórnar að aðskilja börn og foreldra við landamæri Bandaríkjanna til suðurs. Meira »

Landsréttur staðfesti kröfu um gjaldþrot

16:26 Landsréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá því 9. maí síðastliðinn um að fallast á kröfu tónlistarhússins Hörpu um að tónleikahaldarinn Kári Sturluson og fyrirtæki hans KS Productions slf. verði úrskurðuð gjaldþrota í tengslum við mál vegna tónleika Sigurrósar í Hörpu í vetur. Meira »
BÍLAKERRUR - STURTUVAGNR - FLATVAGNAR
Vorum að fá sendingu frá ANSSEMS, sjá möppu 83 á Facebook > Mex byggingavörur. E...
fágætar bækur til sölu
ti lsölu nokkrar fágætar bækur Fjórir leikþættir eftir Odd Björnsson með teik...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...