Andlát: Leó Eiríkur Löve

Leó Eiríkur Löve.
Leó Eiríkur Löve.

Leó Eiríkur Löve hæstaréttarlögmaður lést 10. desember sl., 69 ára að aldri. Hann fæddist í Reykjavík 25. mars 1948, sonur Guðmundar Löve, kennara og síðar skrifstofumanns hjá SÍBS, og Rannveigar Ingveldar Eiríksdóttur, kennara við Melaskóla og síðar kennsluráðgjafa í Reykjanesumdæmi.

Leó varð stúdent frá MR 1968 og lauk cand. juris-prófi frá Háskóla Íslands 1973. Héraðsdómslögmaður varð hann 1986 og síðar hæstaréttarlögmaður.Leó var fulltrúi hjá Garðari Garðarssyni hrl. í Keflavík 1973 og síðan hjá bæjarfógetanum í Keflavík til 1982. Hann var settur bæjarfógeti í Kópavogi frá 1. ágúst til 30. sept. 1979. Hann var starfandi stjórnarformaður Ísafoldarprentsmiðju 1982 til 1994, en stundaði síðan eignaumsýslu og lögmennsku. Hann var varamaður í bankaráði Seðlabankans í mörg ár. Leó sat í stjórn Félags ungra framsóknarmanna í Kópavogi og síðar í Hafnarfirði. Hann var ýmist aðal- eða varamaður í miðstjórn Framsóknarflokksins frá 1971-1982. Leó sendi frá sér skáldsögurnar Mannrán (1989), Fórnarpeð (1990) og Ofurefli (1991). Þá birtust eftir hann greinar í blöðum og tímaritum.

Leó kvæntist Eygló Guðmundsdóttur kennara 1969. Þau skildu. Börn þeirra eru þrjú: Guðmundur, f. 1967, Yrsa Björt, f. 1971, og Áskell Yngvi, f. 1977. Sambýliskona Leós var Anna Lísa Kristjánsdóttir. Dóttir þeirra er Anna Margrét, f. 1998.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert