Sjálfboðaliðar aðstoði fyrrum fanga

Frá fangelsinu á Hólmsheiði.
Frá fangelsinu á Hólmsheiði. mbl.is/ Hari

Rauði krossinn og Fangelsismálastofnun gerðu í gær með sér samstarfssamning um aðstoð sjálfboðaliða við einstaklinga sem brotið hafa af sér, eftir að afplánun refsivistar í fangelsum líkur.  

„Þetta er gríðarlega mikilvægt,“ segir Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar í samtali við mbl.is. „Við bindum miklar vonir við að þetta verði eitthvað stórt.“

Um þriggja ára tilraunaverkefni að norskri fyrirmynd er að ræða. Rauði krossinn í Kópavogi mun annast framkvæmd þess en til þess að úrræðið skili árangri munu aðrir hagsmunaaðilar, ekki síst fangar, einnig koma að verkefninu.

Páll segir Afstöðu, félag fanga, hafa átt frumkvæði að verkefninu og að félagsleg einangrun fanga, sérstaklega eftir lengri afplánun, sé stórt vandamál.

„Við förum varlega af stað en þetta er mjög vel undirbúið af hálfu Rauða krossins og við hlökkum til að setja þetta í gang.“

Páll E. Winkel, forstjóri fangelsismálastofnunar og Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri …
Páll E. Winkel, forstjóri fangelsismálastofnunar og Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi undirrituðu samninginn. Ljósmynd/ Fangelsismálastofnun

Mæta einstaklingum þar sem þeir eru staddir

Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins segir að í raun sé um að ræða útvíkkun á heimsóknarþjónustu Rauða krossins sem nú þegar innihaldur m.a. heimsóknarvini, bílavini og hundavini. Öllum verkefnunum sé með einum eða öðrum hætti ætlað að rjúfa einangrun.

„Það þurfa allir mannleg samskipti, það þurfa allir tengingu við annað fólk,“ segir Kristín.

Hún bendir á að á Íslandi sé unnið eftir þeim hugmyndum að fangelsisvist eigi að vera betrunarvist sem þýði að eftir afplánun fái fólk aftur aðgang að samfélaginu.  Þó hópurinn sem um ræðir sé fjölbreyttur innihaldi hann að öllum líkindum viðkæma og brotna einstaklinga sem þurfi að hlúa að.

„Við [í Rauða krossinum] vinnum náttúrulega gegn fordómum,“ segir hún. „Við nálgumst alla þar sem þeir eru staddir hvort sem það eru fíklar, fangar eða flóttamenn

Fangar sem þiggja aðstoð munu fyrst hitta sjálfboðaliða Rauða krossins áður en afplánun lýkur. Þannig verður tengslum komið á jafnvel áður en fyrstu skrefin eru tekin út í samfélagið, og er því ætlað að auðvelda aðlögunarferlið.

„Við auglýsum eftir sjálfboðaliðum og þeir fá alveg sérstaka þjálfun,“ segir hún. „Allir þeir sem sækja um að vera sjálfboðaliðar hjá Rauða krossinum eru teknir í viðtal og að viðtali loknu þá er skoðað hvort viðkomandi sjálfboðaliði henti í verkefnið eða verkefnið henti sjálfboðaliðanum.“

Kristín segir mikilvægt að Rauði krossinn átti sig á styrkleikum sjálfboðaliðans og sjálfboðaliðinn átti sig á verkefnunum sjálfur enda sé um skuldbindingu við grunngildi Rauða

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert