Sjálfboðaliðar aðstoði fyrrum fanga

Frá fangelsinu á Hólmsheiði.
Frá fangelsinu á Hólmsheiði. mbl.is/ Hari

Rauði krossinn og Fangelsismálastofnun gerðu í gær með sér samstarfssamning um aðstoð sjálfboðaliða við einstaklinga sem brotið hafa af sér, eftir að afplánun refsivistar í fangelsum líkur.  

„Þetta er gríðarlega mikilvægt,“ segir Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar í samtali við mbl.is. „Við bindum miklar vonir við að þetta verði eitthvað stórt.“

Um þriggja ára tilraunaverkefni að norskri fyrirmynd er að ræða. Rauði krossinn í Kópavogi mun annast framkvæmd þess en til þess að úrræðið skili árangri munu aðrir hagsmunaaðilar, ekki síst fangar, einnig koma að verkefninu.

Páll segir Afstöðu, félag fanga, hafa átt frumkvæði að verkefninu og að félagsleg einangrun fanga, sérstaklega eftir lengri afplánun, sé stórt vandamál.

„Við förum varlega af stað en þetta er mjög vel undirbúið af hálfu Rauða krossins og við hlökkum til að setja þetta í gang.“

Páll E. Winkel, forstjóri fangelsismálastofnunar og Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri ...
Páll E. Winkel, forstjóri fangelsismálastofnunar og Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi undirrituðu samninginn. Ljósmynd/ Fangelsismálastofnun

Mæta einstaklingum þar sem þeir eru staddir

Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins segir að í raun sé um að ræða útvíkkun á heimsóknarþjónustu Rauða krossins sem nú þegar innihaldur m.a. heimsóknarvini, bílavini og hundavini. Öllum verkefnunum sé með einum eða öðrum hætti ætlað að rjúfa einangrun.

„Það þurfa allir mannleg samskipti, það þurfa allir tengingu við annað fólk,“ segir Kristín.

Hún bendir á að á Íslandi sé unnið eftir þeim hugmyndum að fangelsisvist eigi að vera betrunarvist sem þýði að eftir afplánun fái fólk aftur aðgang að samfélaginu.  Þó hópurinn sem um ræðir sé fjölbreyttur innihaldi hann að öllum líkindum viðkæma og brotna einstaklinga sem þurfi að hlúa að.

„Við [í Rauða krossinum] vinnum náttúrulega gegn fordómum,“ segir hún. „Við nálgumst alla þar sem þeir eru staddir hvort sem það eru fíklar, fangar eða flóttamenn

Fangar sem þiggja aðstoð munu fyrst hitta sjálfboðaliða Rauða krossins áður en afplánun lýkur. Þannig verður tengslum komið á jafnvel áður en fyrstu skrefin eru tekin út í samfélagið, og er því ætlað að auðvelda aðlögunarferlið.

„Við auglýsum eftir sjálfboðaliðum og þeir fá alveg sérstaka þjálfun,“ segir hún. „Allir þeir sem sækja um að vera sjálfboðaliðar hjá Rauða krossinum eru teknir í viðtal og að viðtali loknu þá er skoðað hvort viðkomandi sjálfboðaliði henti í verkefnið eða verkefnið henti sjálfboðaliðanum.“

Kristín segir mikilvægt að Rauði krossinn átti sig á styrkleikum sjálfboðaliðans og sjálfboðaliðinn átti sig á verkefnunum sjálfur enda sé um skuldbindingu við grunngildi Rauða

mbl.is

Innlent »

Kveikt í gervigrasi á ÍR-vellinum

00:10 Kveikt var í gervigrasrúllum á umráðasvæði ÍR í Breiðholti í kvöld. Búið var að slökkva eldinn með handslökkvitæki er slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu kom á vettvang. Meira »

Byssa fannst hjá bílþjófum

Í gær, 22:59 Í morgun stöðvuðu lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu par á stolnum bíl, en í bílnum fundust einnig fíkniefni og skotvopn, en búið var að saga framan af hlaupi byssunnar og stytta skeftið. Meira »

Íslendingar forðist að elta Breta

Í gær, 22:30 Allyson Pollock hefur staðið í málaferlum við breska ríkið vegna breytinga á opinbera heilbrigðiskerfi landsins. Í lögsókninni naut hún stuðnings enska eðlisfræðingsins Stephen Hawking, sem hún segir í samtali við mbl.is að hafi brunnið fyrir NHS. Meira »

Gerðardómur eins og happadrættismiði

Í gær, 21:30 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að um leið og ljósmæður myndu samþykkja að setja deiluna í gerðardóm missi þær samningsumboð sitt og að á það geti þær ekki fallist, án þess að hafa einhverja tryggingu um hækkanir umfram áður felldan samning. Meira »

Hringvegurinn í sjötta sæti

Í gær, 20:25 Ferðalag um íslenska hringveginn er í sjötta sæti á lista yfir heimsins bestu ferðalög (e. The World‘s Best Journeys) sem settur var saman af kanadísku ferðaskrifstofunni Flight Network í samstarfi við rúmlega fimm hundruð aðra aðila. Meira »

Öflugasta hljóðkerfi í sögu Íslands

Í gær, 20:20 Mikill hasar verður í Laugardalnum næstu vikuna þar sem að undirbúningur fyrir tónleika Guns N‘ Roses er farinn á fullt. Um 160 manns koma að verkefninu sem er gríðarlega umfangsmikið. Hljóðkerfið verður það stærsta í íslenskri tónlistarsögu, segir í fréttatilkynningu frá skipuleggjendum tónleikanna. Meira »

Vinna stöðvuð á þaki húss

Í gær, 19:27 Vinnueftirlitið bannaði vinnu á þaki húss við Nethyl 2b í Reykjavík, þar sem lífi og heilbrigði starfsmanna var talin hætta búin vegna skorts á fallvörnum. Meira »

Tekist „ótrúlega vel“ þrátt fyrir vætu

Í gær, 19:20 Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar hjá Vegagerðinni, segir malbikunarverkefni sumarsins á landinu öllu ganga vel þrátt fyrir vætutíð. Skilyrði til vegaframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu ekki verið með besta móti og því hafa stór verkefni setið nokkuð á hakanum það sem af er sumri. Meira »

Samherji keypti í Eimskip

Í gær, 18:05 Samherji hf. hefur keypt 25,3% af hlutafé í Eimskipafélagi Íslands hf. af fjárfestingarfélaginu The Yucaipa Comp­any og nemur söluverðmætið 11,1 milljarði króna. Systurfélag Samherja hf., Samherji Holding ehf. er skráður kaupandi af bréfunum. Viðskiptin fóru fram á genginu 220 krónur á hlut en skráð gengi í Kauphöllinni er 201 króna á hlut. Meira »

RÚV fékk ekki greitt vegna útsendingar

Í gær, 18:05 Ekki hafa fengist svör um hver endanlegur kostnaður við hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum er. Greint hefur verið frá því að upphaflega hafi verið gert ráð fyrir 45 milljóna króna kostnaði en nú er gert ráð fyrir 80 milljónum. Upphafleg kostnaðaráætlun var gerð fyrir 18 árum. Meira »

Enginn dómur enn fallið

Í gær, 17:33 Valitor sendi frá sér fréttatilkynningu í dag, þar sem fyrirtækið ítrekar að enginn dómur hafi enn fallið um kröfur Sunshine Press Productions (SSP) og Datacell á hendur Valitor. Það segir Valitor vera kjarna málsins. Meira »

Ástandið versnað hraðar en búist var við

Í gær, 17:05 Forstjóri Landspítalans segir ástandið á spítalanum hafa versnað hraðar en búist hefði verið við og að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til, að loka meðgöngu- og sængurkvennadeild og hætta með 12 vikna sónar, muni ekki duga lengi. Meira »

Rækjuvinnslu FISK í Grundarfirði lokað

Í gær, 16:55 Ákvörðun hefur verið tekin um að loka rækjuvinnslu FISK Seafood ehf. í Grundarfirði. Nítján manns fá uppsagnarbréf vegna lokunarinnar og taka uppsagnir gildi næstu mánaðamót. Meira »

Hvalurinn ekki steypireyður

Í gær, 15:55 Hvalurinn sem dreginn var á land í hvalstöðinni í Hvalfirði aðfaranótt 8. júlí síðastliðinn er blendingshvalur en ekki steypireyður. Þetta staðfesti erfðarannsókn á sýni hvalsins. Samkvæmt niðurstöðu rannsóknarinnar var móðirin steypireyður en faðirinn langreyður. Meira »

Samþykktu tilboðið í jörðina

Í gær, 15:50 Eigendur Hrauna í Fljótum í Skagafirði hafa samþykkt kauptilboð félagsins Eleven Experience í jörðina. Haukur B. Sigmarsson, framkvæmdastjóri Green Highlander, staðfestir þetta. Meira »

Krefur Steingrím um skýr svör

Í gær, 15:45 Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, hefur sent Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, fyrirspurn, vegna ávarps Piu Kjærsgaard á hátíðarþingfundi Alþingis á Þingvöllum í gær. Meira »

Loka meðgöngu- og sængurlegudeild

Í gær, 15:35 Meðgöngu- og sængurlegudeild Landspítalans verður lokað á morgun og starfsemi hennar sameinuð kvenlækningadeild 21A vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í fæðingarþjónustu í kjölfar uppsagna og yfirvinnubanns ljósmæðra. Meira »

Beinlínis rangt að ekkert nýtt kæmi fram

Í gær, 15:23 „Það er mjög alvarlegt ef fulltrúi ljósmæðra túlkar hugmynd ríkissáttasemjara með þeim hætti að það sé ekkert í henni annað en gamli samningurinn,“ segir Gunnar Björnsson formaður samninganefndar ríkisins. Meira »

Skammgóður vermir

Í gær, 15:15 Duglega hefur sést til sólar á suðvesturhorninu í dag. Blíðan er þó skammgóður vermir að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands því strax í fyrramálið verður farið að rigna á suðvesturhorninu og engin sól í kortunum næstu daga. Meira »
Bátavélar 58 hp með gír
Eigum á lager 37 og 58 hp bátavélar frá TD Með gír og mælaborði og motorpúðum...
Teikning eftir Mugg til sölu
Teikning eftir Mugg til sölu, úr Sjöundi dagur í paradís, blýants og tússteiknin...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...