Alexander og Emilía vinsælust

Emilía var vinsælasta stúlkunafnið árið 2016 en þar á eftir ...
Emilía var vinsælasta stúlkunafnið árið 2016 en þar á eftir Emma og Elísabet. AFP

Alexander var vinsælasta eiginnafn nýfæddra drengja árið 2016 og þar á eftir Aron og Mikael. Emilía var vinsælasta stúlkunafnið en þar á eftir Emma og Elísabet.

Þór var langvinsælast sem annað eiginnafn drengja og þar á eftir Máni og Hrafn. María var algengasta annað eiginnafn nýfæddra stúlkna og þar á eftir Ósk og Rós, samkvæmt frétt á vef Hagstofu Íslands.

Algengara er að börn fæðist að sumri eða hausti en yfir vetrarmánuðina, frá október og fram í mars. Alls er rúmlega helmingur (51,5%) allra afmælisdaga á tímabilinu frá apríl til september. Í upphafi árs 2017 áttu flestir afmæli 27. ágúst, alls 1.054 einstaklingar. Fæstir áttu afmæli á hlaupársdag (216), jóladag (689) og gamlársdag (741).

Guðrún og Jón eru enn algengustu einnöfnin

Í ársbyrjun 2017 voru 10 algengustu einnöfnin og fyrstu eiginnöfnin þau sömu og árið 2012. Jón var algengasta karlmannsnafnið, þá Sigurður og Guðmundur. Guðrún er algengasta kvenmannsnafnið, þá Anna og Kristín. Um 62% landsmanna bera fleiri en eitt nafn. Algengustu tvínefni karla voru Jón Þór, Gunnar Þór og Jón Ingi. Þetta voru einnig algengustu tvínefnin fimm árum áður. Algengustu tvínefni kvenna voru Anna María, Anna Margrét og Anna Kristín.

Færri en áður heita Guðrún, Kristín, Sigurður, Gunnar og Ólafur

Um 200 algengustu nöfnin á Íslandi eru eiginnöfn um 80% landsmanna. Sömu 20 nöfnin hafa verið algengust á Íslandi síðastliðin 100 ár. Hinsvegar má sjá að færri börnum sem fæddust á síðustu tíu árum eru gefin nöfnin Guðrún, Kristín, Sigurður, Gunnar og Ólafur. Sum nöfn hafa notið mikilla vinsælda árum saman, eins og Kristján, Anna, Katrín og Elísabet. Þetta mynstur hefur hins vegar breyst nokkuð og eru nöfnin Emma, Sara, Emilía, Alexander, Aron, Viktor og Mikael vinsæl hjá yngri börnum en eru sjaldgæf í eldri aldurshópum.

Yfir 35% einstaklinga 30 ára og yngri bera sama eiginnafn og afi þeirra eða amma. Hlutfallið er enn hærra í eldri aldurshópum. Í heildina bera 8% þeirra sem eru 50 ára eða yngri eiginnafn föður eða móður, og er það algengara hjá körlum en konum.

Í ársbyrjun 2017 báru 82% landsmanna kenninafn föður eða móður, 4% báru ættarnafn og 14% önnur kenninöfn, flest af erlendum uppruna. Algengast var að konur á aldrinum 18 til 35 ára kenndu sig við móður.

Um 70% einstaklinga sem áttu föður með ættarnafn báru það sem kenninafn, en 30% föður- eða móðurnöfn. Af fólki sem átti móður með ættarnafn báru 15% ættarnafn móður sem kenninafn, oftar stúlkur en drengir, en 85% föður- eða móðurnöfn.

mbl.is

Innlent »

Hæstánægð með Landsmótið

20:35 „Landsmótið á Sauðárkróki var sannkölluð íþróttaveisla. Við tókum stóra ákvörðun um að breyta Landsmótinu sem hafði verið haldið í meira en 100 ár í nánast óbreyttu formi,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ. Hún segir viðbrögð við breyttu fyrirkomulagi hafa verið góð. Meira »

Eiginlega bara eins og það gerist verst

19:15 Í júní síðastliðnum lagði íslensk fjölskylda upp í ferð til Kenía og Tansaníu. Tilgangur ferðarinnar var meðal annars að heimsækja skólann Little Bees sem er í miðju fátækrahverfi í Kenía en hópurinn skellti sér líka í ógleymanlega safaríferð. Meira »

ESB versti óvinur Trumps

19:00 Versti óvinur Donalds Trump Bandaríkjaforseta á heimsvísu er Evrópusambandið, en á eftir koma klassískir keppinautar Bandaríkjanna, Rússland og Kína. Meira »

Frakkar á Ingólfstorgi sáttir við sína

18:17 „Ég hélt að leikurinn yrði auðveldari því við höfum reynslu af úrslitaleikjum,“ sagði George sem staddur var á Ingólfstorgi og fylgdist með Frökkum landa heimsmeistaratitli í knattspyrnu. Meira »

Tilkynnt um flík í sjónum

18:08 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er nú að störfum við Bryggjuhverfi í Grafarvogi, eftir að tilkynning barst um að þar væri flík í sjónum. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu virðist vera sem um blautgalla sé að ræða. Meira »

„Sum hjólför hverfa ekki“

17:35 Erlendir ferðamenn óskuðu í dag eftir aðstoð rekstraraðila í Kerlingarfjöllum, eftir að hafa fest tvær bifreiðar sínar í grennd við fjallið Loðmund, sem er á milli Kerlingarfjalla og Setursins, hálendisskála ferðaklúbbsins 4x4. Akstur er bannaður á svæðinu og lögregla var kölluð til. Meira »

Hnúfubakar komnir lengst inn að Polli

16:50 „Það eru allir skælbrosandi hér um borð,“ segir Örn Stefánsson, skipstjóri á hvalaskoðunarbátnum Konsúl sem gerður er út frá Akureyri, en þrír hnúfubakar eru núna staddir lengst inni við Poll, sunnan við Akureyrarhöfn. Meira »

Úrvalsstemning á Ingólfstorgi

15:55 Stuðningsmenn Frakka, Króata og aðrir áhugamenn um fótbolta eru samankomnir á HM-torginu á Ingólfstorgi og þar var stemningin mikil, enda úrslitaleikur HM í Rússlandi í fullum gangi og leikurinn líflegur framan af. Meira »

Rannsókn lokið á vettvangi

13:34 Lögreglan á Suðurlandi hefur lokið við rannsókn á vettvangi sumarbústaðarins í Grímsnesi þar sem eldur kom upp í nótt. Rannsókninni er þó ekki lokið og er lögregla ekki tilbúin að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Meira »

Aftur í örmum skírnarvottsins

11:06 Þegar George Valdimar Tiedemann, sem er íslenskur í móðurættina, mætti í aldarafmæli gamals hermanns, Vincents Hermansons, á dögunum bjóst hann ekki við að enda í fanginu á afmælisbarninu. En það gerðist samt. Meira »

Eldur í sumarbústað á Suðurlandi

10:28 Fjórir voru fluttir á sjúkrahús í nótt eftir að upp kom eldur í sumarbústað á Suðurlandi. Í tilkynningu frá Brunavörnum Árnessýslu segir að útkallið hafi borist slökkviliði rétt fyrir klukkan fimm í nótt. Meira »

Hæsti hiti ársins í Reykjavík

09:19 Hitinn í Reykjavík mældist klukkan átta í morgun 14,2 gráður. Um er að ræða hæsta hita ársins í höfuðborginni, en áður hafði hann hæstur orðið 13,4 stig. Meira »

Mun loks fara að sjást til sólar

08:16 Búast má við vindi úr austan- og norðaustanátt í dag, allt að 8-15 metrum á sekúndu, en hvassast verður syðst. Víða verður dálítil væta framan af morgni, en stytta mun fljótlega upp sunnan- og austanlands. Meira »

Handteknir grunaðir um þjófnað

07:08 Tveir menn í annarlegu ástandi voru handteknir í miðborg Reykjavíkur upp úr klukkan 19 í gærkvöldi. Eru mennirnir grunaðir um þjófnað úr verslunum og hafa verið vistaðir í fangageymslu lögreglu, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni. Meira »

Kvíði fylgir samfélagsmiðlum

Í gær, 21:30 „Þetta er samt enginn dans á rósum, við erum oft að vinna í 12 tíma á dag, sofum lítið, alltaf með kvíða því við verðum að klára auglýsingar en við þurfum samt að muna að vlogga. Það fylgir þessu mikill kvíði. Ég held að fólk vanmeti kvíðann sem fylgir samfélagsmiðlum.“ Meira »

BBC fjallar um íslenskar kirkjur

í gær Hönnunarvefur breska ríkisútvarpsins, BBC Designed, birti í gær grein sem fjallar um íslenskar kirkjur og hönnun þeirra. Greinarhöfundi þykja margar íslenskar kirkjur óvenjulegar og segir sumar þeirra helst minna á bústaði huldufólks. Meira »

„Þarna sérðu, guð er Sandari“

í gær Um helgina fer bæjarhátíðin Sandara- og Rifsaragleði fram í Snæfellsbæ. Fréttaritari mbl.is, Alfons Finnsson, var á svæðinu og segir hann sólina hafa leikið við hátíðargesti í dag. Meira »

Atti kappi við son Assads

í gær „Ég hafði alltaf mjög gaman af stærðfræði í grunnskóla en það er helst að áhuginn hafi kviknað þegar ég byrjaði í Menntaskólanum í Reykjavík. Þá fékk ég að kynnast raunverulegri stærðfræði ef svo mætti að orði komast,“ segir Elvar Wang Atlason sem hlaut bronsverðlaun á ólympíuleikunum í stærðfræði. Meira »

Stelpurnar kalla mig mömmu

í gær „Stelpurnar kalla mig mömmu og nú kalla börnin þeirra mig ömmu. Þegar ég segi við vini mína að ég sé að fara til Íslands að heimsækja dætur mínar skilja þeir ekkert hvað ég er að meina. Fólk skilur ekki hvað maður getur orðið náinn skiptinemunum sínum.“ Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Vantar þig bókara?
Tek að mér bókhald fyrir einstaklinga, lítil og meðalstór fyrirtæki,Vsk skýrslur...
Nissan Murano árgerð 2007
Vel með farinn bíll í góðu ásigkomulagi. Ekinn 129 þúsund km. Fjórhjóladrif, raf...
Svarthvít axlabönd
Til sölu fyrsta ljóðabók Gyrðis Elíassonar, Svarthvít axlabönd. Árituð og ástand...