Erfitt ástand og snertir marga illa

Mikill álag hefur verið á starfsfólki Isavia á Keflavíkurflugvelli og ...
Mikill álag hefur verið á starfsfólki Isavia á Keflavíkurflugvelli og starfsfólki þjónustuvers Icelandairs vegna verkfalls flugvirkja. Verkfallið hefur haft áhrif á flesta farþegar Icelandair í gær og í dag, með misalvarlegum hætti þó. Ljósmynd/Víkurfréttir

Flestir þeirra sem voru strandaglópar hér á landi í gær komust í flug í dag að sögn Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. „Vandinn er þó ekkert leystur með því, af því að á meðan að ekki er verið að fljúga nema lítinn hluta af venjulegri áætlun þá eru fjölmargir sem eru í vandræðum bæði hér og úti í heimi.“

Icelandair hefur fellt niður 29 áætlunarflug frá því að flugvirkjar flugfélagsins hófu verkfall klukkan sex í gærmorgun. Um 5.000 manns komust ekki leiðar sinnar í gær og má búast við enn meiri röskun í dag þar sem að fleiri flug voru felld niður. „Við erum að fella niður 17 flug í dag og stefnum að því að fljúga sex flug, þrjú til Evrópu og þrjú til Ameríku,“ segir Guðjón.

Icelanda­ir hefur í dag lagt kapp á að fá fólk sem ætl­ar að milli­lenda á Íslandi til þess að fljúga á ann­an hátt á sinn loka­áfangastað. Spurður hvernig það gangi segir Guðjón ganga á ýmsu. „Það hefur gengið í rauninni vel, en það er ekkert þannig að það sé auðvelt eða að allir séu jafn sáttir við það. Það getur kostað heilmikla röskun hjá fólki að skipta um á síðustu stundu og heilt yfir þá er þetta mjög erfitt ástand og snertir mjög marga illa.“

Skiljanlegt að fólk sé sárt og reitt

Mikið álag var á skrifstofu Icelandair á Keflavíkurflugvelli í gær, en ástandið á skrifstofunni í dag er öllu rólegra. Það sama er ekki að segja um þjónustuverið. „Við erum núna með á annað hundrað manns niðri í þjónustuverinu. Þar situr fólk við tölvur og er að leysa úr málum, bæði í gegnum síma og ekki síður í gegnum samfélagsmiðlana sem eru mikið notaðir í þessu og hentar vel.

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir skiljanlegt að fólk sé sárt ...
Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir skiljanlegt að fólk sé sárt og reitt. mbl.is/Styrmir Kári

Þjónustuverið er venjulega mannað allan sólarhringinn, en fjöldi starfsmanna í verinu nú er töluvert meiri en venjulega að sögn Guðjóns. „Það eru núna allir sem kunna þessi handbrögð að hjálpa til og þetta er mikill fjöldi fólks sem situr við.“

Mikið álag er á starfsfólkinu og segir Guðjón það eins og við sé að búast. „Það er fullkomlega skiljanlegt að fólk sé sárt og reitt þegar það lendir í þessari aðstöðu og það þarf bara að glíma við það eins og annað. Langflestir eru þó rólegir og hafa skilning á stöðunni. Það fylgir svona uppákomum sem setja áætlanir fólks úr skorðum, hvort sem að það er veður, bilanir eða verkföll, að það eru ekki allir jafn sáttir við það.“

Hefur áhrif á meira og minna alla okkar farþega

Spurður hversu marga farþega hann telji að verkfallið hafi áhrif á í dag segir hann erfitt að áætla slíkt. „Samkvæmt venjulegri áætlun þá erum við að flytja 10.000 manns á dag þessa daga. Síðan verður röskun og það þarf að fella niður flug í stórum stíl og aðrir verða fyrir mikilli seinkunn þannig að það má eiginlega segja að það séu allir sem verða fyrir þessu með einhverjum hætti, misalvarlegum þó.“

Mörg þúsund manns hafi lent í því að flugi þeirra sé aflýst, einhverjir þeirra hafi komist  á áfangastað með öðrum leiðum og séu kannski þokkalega vel staddir en aðrir ekki. „Þannig að þetta hefur áhrif á meira og minna alla okkar farþega.“

Mikill fjöldi farþega Icelandair eru erlendir ferðamenn, en einnig er líka mikið um Íslendinga sem ýmist ætluðu sér heim um jólin eða að eyða þeim utan landsteinanna og segir Guðjón starfsfólk Icelandair ekki síður heyra í þeim. „Þetta er sá árstími sem fólk fer m.a. í fjölskylduferðir og er búið að kaupa gistingu og annað úti í heimi sem kostar mikla peninga,“ segir hann. Aðrir eigi önnur erindi út sem skipti þá ekki minna máli. Starfsfólk Icelandair reyni að aðstoða þetta fólk eftir besta megni.

Spurður hvort að menn hjá Icelandair séu farnir að leiða hugann að flugáætlun morgundagsins segir svo vera. „En það er enn ekki byrjað að stilla upp hvernig áætlunin getur orðið.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Tóku sólinni opnum örmum

22:48 Þar kom að því að allir landsmenn fengu að njóta sólarinnar. Sú gula lét sjá sig um allt land í dag og þótt ekki hafi verið mjög hlýtt þar sem vind­ur stend­ur af hafi komst hiti á nokkrum stöðum yfir 20 gráður. Mesti hiti á landinu í dag mældist í Árnesi, 20,7 gráður. Meira »

Eldur í bíl í Krýsuvík

21:55 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út að Krýsuvíkurvegi um klukkan átta í kvöld vegna elds í bíl. Eldurinn kviknaði þegar bíllinn var í akstri. Að sögn slökkviliðsins gekk vel að slökkva eldinn en bíllinn er illa farinn, ef ekki ónýtur. Meira »

Ný bæjarstjórn Hafnarfjarðar kom saman

21:45 Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar Hafnarfjarðar fór fram í kvöld. Á fundinum var lagður fram samstarfssáttmáli nýs meirihluta Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar 2018-2022 og kosið í ráð og nefndir á vegum bæjarins. Ágúst Bjarni Garðarsson var kjörinn formaður bæjarráðs og Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar. Meira »

Fékk ljómandi fína klippingu í Moskvu

21:40 „Ég var sú eina af mínum vinum sem fékk miða á alla þrjá leikina þannig ég var lengi á báðum áttum hvort ég ætti að fara eða ekki, en svo ákvað ég að slá bara til. Þetta hlyti að verða skemmtilegt,“ segir Sigrún Helga Lund Rússlandsfari. Meira »

Gengur fram af stjórnanda sínum

21:23 „Hún er fáránlega góður búktalari og byrjaði mjög ung að æfa sig í búktali, þegar hún var aðeins 9 ára,“ segir Margrét Erla Maack um bandaríska búktalarann Cörlu Rhodes sem er á leið til Íslands til að koma fram með Reykjavík Kabarett, en líka til að halda búktalsnámskeið fyrir bæði börn og fullorðna. Meira »

Reykjadalurinn var "stelpaður" 19. júní

21:11 Kvenréttindadagurinn var víða haldinn hátíðlegur og margar samkomur haldnar í tilefni dagsins. Samkomurnar voru fjölbreyttar, en sem dæmi „stelpuðu“ hjólakonur frá hjólreiðafélaginu Tind Reykjadalinn. Meira »

Sverrir Mar býður sig fram til formennsku ASÍ

20:35 Sverir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs starfsgreinasambands, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Alþýðusambandinu á þingi sambandsins í október. Þetta staðfestir hann í samtali við mbl.is. Meira »

41,5 milljarða afgangur af rekstri sveitarfélaga

20:08 Tekjur sveitarfélaga, sem falla undir A- og B-hluta starfsemi þeirra, námu 405,5 milljörðum króna í fyrra og jukust um 7% á milli ára. Hlutdeild sveitarfélaga í tekjum hins opinbera er nú 28,5 prósent og hefur ekki verið hærri í fimmtán ár, hið minnsta. Þetta kemur fram í skýrslu Íslandsbanka um íslensk sveitarfélög, sem kom út í dag. Meira »

Mikil fjölgun katta vegna húsnæðisvanda

19:13 Algjör sprenging hefur orðið í pöntunum á Hótel Kattholt og er hótelið nú fullbókað, mun fyrr en síðustu ár. Halldóra Snorradóttir, starfsmaður í Kattholti, segist tengja það beint við leiðinlegt veðurfar hér á landi það sem af er sumri. Meira »

Frú Ragnheiður auglýsir eftir tjöldum

18:54 Frú Ragnheiður — Skaðaminnkun, sem er verkefni á vegum Rauða Krossins Í Reykjavík, auglýsir eftir tjöldum fyrir heimilislausa skjólstæðinga sína. Alls hefur heimilislausum í Reykjavík fjölgað um 95% á síðustu fimm árum og voru um það bil 350 manns skráðir heimilislausir aðeins í Reykjavík í fyrra. Meira »

Tveir unnu 16 milljónir í Víkingalottó

18:42 Fyrsti vinningur gekk ekki út í Víkingalottóútdrætti kvöldsins en tveir skiptu með sér öðrum vinningi og fær hvor þeirra rúmar 16 milljónir króna í vinning. Miðarnir voru keyptir í Eistlandi og Finnlandi. Meira »

Vilja bæta aðstæður fyrrum fanga

18:35 Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur skipað starfshóp sem fjalla á um leiðir til að bæta félagslegar aðstæður þeirra sem hafa lokið afplánun fangelsisdóma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Meira »

Tvær milljónir í skordýr

18:28 Þýsku hjónin Christin Irma Schröder og Torsten Ullrich urðu hlutskörpust í matvælasamkeppni þar sem kepptu hugmyndir er varða nýtingu jarðvarma til framleiðslu matvæla. Verkefni þeirra snýr að nýtingu jarðhita til ræktunar á skordýrum og hlutu þau m.a. tvær milljónir króna í verðlaun. Meira »

Virðir Gylfa fyrir að stíga til hliðar

17:59 „Fyrstu viðbrögð eru bara þau að það er gott að þetta sé komið á hreint,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, inntur eftir viðbrögðum við þeirri ákvörðun Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, að bjóða sig ekki fram til endurkjörs á þingi Alþýðusambandsins í október. Meira »

Byrðunum lyft af þeim veikustu

17:48 Hlutfall Sjúkratrygginga Íslands í heildarútgjöldum einstaklinga sem nýta sér heilbrigðisþjónustu hefur hækkað úr 74% í 82% frá því að breytt greiðsluþátttökukerfi tók gildi 1. maí í fyrra. Heildarútgjöld sjúklinga eru um 1,5 milljörðum króna lægri á ársgrundvelli en áður. Meira »

Hreyfingunni fyrir bestu segir Gylfi

16:51 „Þetta hefur verið að gerjast hjá mér í nokkra mánuði,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands. Á fundi miðstjórnar ASÍ í dag gerði hann grein fyrir því að hann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs á 43. þingi ASÍ sem haldið verður 9. október. Meira »

Gjaldtöku hætt í september

16:33 Gjaldtöku í Hvalfjarðargöngum verður hætt í september og tekur ríkið við göngunum í haust. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu Spalar, en einkahlutafélaginu Speli verður slitið eftir að göngin verða afhent ríkinu en ríkið ætlar ekki að ráða neinn til sín úr núverandi starfsmannahópi Spalar. Meira »

Samfylkingin fordæmir aðskilnað fjölskyldna

16:31 „Það á ekki að líðast að börn séu notuð sem skiptimynt í pólitískum deilum.“ Þetta kemur meðal annars fram í yfirlýsingu sem þingflokkur og framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar hefur sent frá sér vegna framferði Bandaríkjastjórnar að aðskilja börn og foreldra við landamæri Bandaríkjanna til suðurs. Meira »

Landsréttur staðfesti kröfu um gjaldþrot

16:26 Landsréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá því 9. maí síðastliðinn um að fallast á kröfu tónlistarhússins Hörpu um að tónleikahaldarinn Kári Sturluson og fyrirtæki hans KS Productions slf. verði úrskurðuð gjaldþrota í tengslum við mál vegna tónleika Sigurrósar í Hörpu í vetur. Meira »
Ódýr Nýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir - þyngd 18.5 k...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 6...
LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfsk., disel, 7 manna
Til sölu LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfskiptur, dísel, 7 manna ekinn 197.000 km...
Bókalind - antikbókabúð
Við erum antikbókabúð og höfum á boðstólnum fjölbreytta flóru af bókum. Við erum...