Erfitt ástand og snertir marga illa

Mikill álag hefur verið á starfsfólki Isavia á Keflavíkurflugvelli og ...
Mikill álag hefur verið á starfsfólki Isavia á Keflavíkurflugvelli og starfsfólki þjónustuvers Icelandairs vegna verkfalls flugvirkja. Verkfallið hefur haft áhrif á flesta farþegar Icelandair í gær og í dag, með misalvarlegum hætti þó. Ljósmynd/Víkurfréttir

Flestir þeirra sem voru strandaglópar hér á landi í gær komust í flug í dag að sögn Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. „Vandinn er þó ekkert leystur með því, af því að á meðan að ekki er verið að fljúga nema lítinn hluta af venjulegri áætlun þá eru fjölmargir sem eru í vandræðum bæði hér og úti í heimi.“

Icelandair hefur fellt niður 29 áætlunarflug frá því að flugvirkjar flugfélagsins hófu verkfall klukkan sex í gærmorgun. Um 5.000 manns komust ekki leiðar sinnar í gær og má búast við enn meiri röskun í dag þar sem að fleiri flug voru felld niður. „Við erum að fella niður 17 flug í dag og stefnum að því að fljúga sex flug, þrjú til Evrópu og þrjú til Ameríku,“ segir Guðjón.

Icelanda­ir hefur í dag lagt kapp á að fá fólk sem ætl­ar að milli­lenda á Íslandi til þess að fljúga á ann­an hátt á sinn loka­áfangastað. Spurður hvernig það gangi segir Guðjón ganga á ýmsu. „Það hefur gengið í rauninni vel, en það er ekkert þannig að það sé auðvelt eða að allir séu jafn sáttir við það. Það getur kostað heilmikla röskun hjá fólki að skipta um á síðustu stundu og heilt yfir þá er þetta mjög erfitt ástand og snertir mjög marga illa.“

Skiljanlegt að fólk sé sárt og reitt

Mikið álag var á skrifstofu Icelandair á Keflavíkurflugvelli í gær, en ástandið á skrifstofunni í dag er öllu rólegra. Það sama er ekki að segja um þjónustuverið. „Við erum núna með á annað hundrað manns niðri í þjónustuverinu. Þar situr fólk við tölvur og er að leysa úr málum, bæði í gegnum síma og ekki síður í gegnum samfélagsmiðlana sem eru mikið notaðir í þessu og hentar vel.

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir skiljanlegt að fólk sé sárt ...
Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir skiljanlegt að fólk sé sárt og reitt. mbl.is/Styrmir Kári

Þjónustuverið er venjulega mannað allan sólarhringinn, en fjöldi starfsmanna í verinu nú er töluvert meiri en venjulega að sögn Guðjóns. „Það eru núna allir sem kunna þessi handbrögð að hjálpa til og þetta er mikill fjöldi fólks sem situr við.“

Mikið álag er á starfsfólkinu og segir Guðjón það eins og við sé að búast. „Það er fullkomlega skiljanlegt að fólk sé sárt og reitt þegar það lendir í þessari aðstöðu og það þarf bara að glíma við það eins og annað. Langflestir eru þó rólegir og hafa skilning á stöðunni. Það fylgir svona uppákomum sem setja áætlanir fólks úr skorðum, hvort sem að það er veður, bilanir eða verkföll, að það eru ekki allir jafn sáttir við það.“

Hefur áhrif á meira og minna alla okkar farþega

Spurður hversu marga farþega hann telji að verkfallið hafi áhrif á í dag segir hann erfitt að áætla slíkt. „Samkvæmt venjulegri áætlun þá erum við að flytja 10.000 manns á dag þessa daga. Síðan verður röskun og það þarf að fella niður flug í stórum stíl og aðrir verða fyrir mikilli seinkunn þannig að það má eiginlega segja að það séu allir sem verða fyrir þessu með einhverjum hætti, misalvarlegum þó.“

Mörg þúsund manns hafi lent í því að flugi þeirra sé aflýst, einhverjir þeirra hafi komist  á áfangastað með öðrum leiðum og séu kannski þokkalega vel staddir en aðrir ekki. „Þannig að þetta hefur áhrif á meira og minna alla okkar farþega.“

Mikill fjöldi farþega Icelandair eru erlendir ferðamenn, en einnig er líka mikið um Íslendinga sem ýmist ætluðu sér heim um jólin eða að eyða þeim utan landsteinanna og segir Guðjón starfsfólk Icelandair ekki síður heyra í þeim. „Þetta er sá árstími sem fólk fer m.a. í fjölskylduferðir og er búið að kaupa gistingu og annað úti í heimi sem kostar mikla peninga,“ segir hann. Aðrir eigi önnur erindi út sem skipti þá ekki minna máli. Starfsfólk Icelandair reyni að aðstoða þetta fólk eftir besta megni.

Spurður hvort að menn hjá Icelandair séu farnir að leiða hugann að flugáætlun morgundagsins segir svo vera. „En það er enn ekki byrjað að stilla upp hvernig áætlunin getur orðið.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Dagurinn lengist um fimm mínútur

06:06 Sólin hækkar stöðugt á lofti og verður morgundagurinn fimm mínútum lengri en dagurinn í dag, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Vorjafndægur eru 20. mars en þá verður dagurinn um það bil jafnlangur nóttunni. Meira »

Húsleit hjá fiskútflytjanda

05:49 Húsleit var gerð á heimili Sigurðar Gísla Björnssonar, framkvæmdastjóra fiskútflutningsfyrirtækisins Sæmarks.  Meira »

Taki strætó á spítalann

05:30 Við hönnun umferðarmannvirkja við nýjan Landspítala er gert ráð fyrir að mun hærra hlutfall starfsmanna muni ferðast með strætó en nú er. Þyrfti hlutfallið að margfaldast. Meira »

Aðeins BA með fleiri áfangastaði

05:30 Icelandair flýgur nú á 23 áfangastaði í Bandaríkjunum og Kanada. Nýlega tilkynnti fyrirtækið að það hygðist fljúga til Baltimore, San Francisco og Kansas. Meira »

Bíða stokkalausnar

05:30 Vegagerðin kynnti í haust tillögur til úrbóta á Hafnarfjarðarvegi í gegnum Garðabæ. Þær fólu í sér talsverðar breytingar á samgöngumannvirkjum og átti að ráðast í framkvæmdir í vor. Meira »

Hörð deila flugliða og Primera

05:30 Fulltrúar Primera Air Nordic SIA mættu ekki á sáttafund með Flugfreyjufélagi Íslands, sem ríkissáttasemjari boðaði til í gær vegna flugliða í áhöfnum véla sem gerðar eru út frá Íslandi. Meira »

„Reykjavík er að skrapa botninn“

05:30 „Meirihlutinn ákvað að þæfa málið. Þau hafa ekki viljað ræða þetta,“ segir Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Meira »

Skortur á legurými er ein helsta skýringin á frestun

05:30 Skortur á legurými er helsta skýring þess að Landspítalinn þarf stundum að grípa til þeirra úrræða að fresta fyrirfram skipulögðum og ákveðnum aðgerðum. Meira »

Reisa nýtt hótel í Vík

05:30 Framkvæmdir eru hafnar við nýtt hótel í Vík í Mýrdal. Hótelið mun bera nafnið Hótel Kría og verða þar 72 herbergi og veislusalur. Meira »

Nýtt lyf við ADHD lofar góðu

05:30 Nýtt lyf við athyglisbresti með ofvirkni (ADHD) í börnum hefur gefið góða raun. Niðurstaða úr klínískri rannsókn á lyfinu var að koma út í Nature Communications en hún byggist á uppfinningu sem Hákon Hákonarson læknir og forstöðumaður erfðarannsóknastöðvar barnaspítalans við háskólasjúkrahúsið í Fíladelfíu í Bandaríkjunum birti ásamt fleirum í Nature Genetics árið 2011. Meira »

Hálka víða um land

00:01 Hálka er á öllu landinu, að Austurlandi undandskildu, fyrir utan nokkra fjallvegi. Einnig er greiðfært með suðausturströndinni suður í Öræfi en nokkur hálka eða hálkublettir þar fyrir vestan. Meira »

Vel heppnaður hátíðarkvöldverður

Í gær, 23:28 Um 140 prúðbúnir gestir mættu í sérstakan hátíðarkvöldverð í sænsku konungshöllinni í kvöld til heiðurs íslensku forsetahjónunum, Guðna Th. Jóhannessyni og Elizu Reid. Opinber heimsókn forsetans til Svíþjóðar hófst í hádeginu í dag og stendur fram á föstudag. Meira »

Sveifluðu öxum í Austurbænum

Í gær, 22:50 Lögreglu barst tilkynning um klukkan fimm síðdegis um tvo einstaklinga á Háaleitisbraut sem voru að sveifla hvor sinni öxinni. Í dagbók lögreglu kemur fram að lögreglan hafi skorist í leikinn og afvopnað einstaklingana. Að því loknu voru þeir færðir á lögreglustöð þar sem þeir voru yfirheyrðir. Meira »

Svínaði fyrir lögreglu á rauðu ljósi

Í gær, 21:09 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti myndband á Facebook-síðu sinni fyrr í kvöld þar sem ökumaður bifreiðar keyrir yfir á rauðu ljósi á Sæbraut. Minnstu munaði að bifreiðin hefði hafnað á lögreglubílnum, sem var að beygja inn á Sæbrautina. Meira »

Lengi lifir í gömlum glæðum

Í gær, 20:15 Sveinbjörn Dýrmundsson hefur sannreynt að lengi lifir í gömlum glæðum í tónlistarbransanum í Bretlandi og vill kalla saman eldri tónlistarmenn hérlendis með sama hætti og gert er í Stockport og víðar. Meira »

Höfðu nánast öll verið á Vogi

Í gær, 21:10 Af þeim sex einstaklingum á aldrinum 20-24 ára sem létust árið 2016 höfðu fimm verið á Vogi, segir Þórarinn Tyrfingsson, læknir á Vogi. Magnús Ólason, læknir á Reykjalundi, biður lækna að ávísa ekki ópíóíðum til fólks sem glímir við þráláta bakverki. Meira »

Borgarfjörður sagður í Síberíu

Í gær, 20:55 Axel Þór Ásþórsson rak upp stór augu þegar hann ætlaði að skoða myndir frá bænum Oymyakon í Síberíu á Google Earth. Ein myndanna er úr Borgarfirðinum en þar má sjá Hvítá, Tungukoll og Hafnarfjall í fjarska. Meira »

Íslendingur með þriðja vinning

Í gær, 19:48 Einn heppinn lottóspilari var með hinn alíslenska þriðja vinning í víkingalottóútdrætti kvöldsins og fær hann 1.476.000 krónur í sinn hlut. Miðinn var keyptur á lotto.is. Hvorki fyrsti né annar vinningur gengu út og því verður fyrsti vinningur þrefaldur og annar vinningur tvöfaldur í næstu viku. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Borstofuskápur frá Öndvegi / Heimahúsinu til sölu
Tilboð óskast í borðstofuskáp frá Öndvegi / Heimahúsinu. Skápurinn er 220 x 55 x...
Jöklar - Vorpantanir 2018 í fullum gangi
Erum að taka niður pantanir fyrir aðra sendingu 2018. Húsin eru áætluð til afhe...
Flugskýli til leigu
Flugskýli til leigu Nú er úti norðanél nú er Esjan hvít sem mél Ef að ég ættii ú...
Sumarhús – Gestahús – Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
 
Framboðslisti
Fundir - mannfagnaðir
Framboðslisti Sjál...
Skattadagurinn
Fundir - mannfagnaðir
SKATTADAGUR FLE Ráðstefna um skattam...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...