Jarðstrengjasvigrúm notað við flugvöllinn

Nýja byggðalínan á Norðurlandi verður öflugri en núverandi lína. Hún …
Nýja byggðalínan á Norðurlandi verður öflugri en núverandi lína. Hún verður lögð að mestu samsíða þeirri gömlu. mbl.is/Helgi Bjarnason

Skipulagsstofnun telur sérstaka ástæðu til að nýta möguleika sem eru fyrir hendi til að leggja þá kafla Kröflulínu 3 í jörð þar sem mestra neikvæðra áhrifa er að vænta á landslag, ferðaþjónustu og útivist og fugla.

Stofnunin viðurkennir þó það takmarkaða svigrúm sem er til lagningar jarðstrengja af raftæknilegum ástæðum. Landsnet telur nauðsynlegt að nýta svigrúmið til að leggja jarðstreng við flugvöllinn á Akureyri en sú framkvæmd hefur áhrif á Kröflulínu 3 þótt hún sé ekki á línuleiðinni.

Skipulagsstofnun hefur gefið álit á áhrifum Kröflulínu 3 á umhverfið en Landsnet hyggst leggja 220 kV háspennulínu, aðallega loftlínu, frá Kröflu í Fljótsdal. Línan er liður í að styrkja byggðalínuhringinn eins og fyrirhugaðar línur frá Blöndustöð að Kröflu, að því er fram kemur í umfjöllun um línulagnaráform þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert