Sveinn Gestur dæmdur í 6 ára fangelsi

Sveinn Gestur Tryggvason var viðstaddur dómsuppkvaðininguna í héraðsdómi í morgun.
Sveinn Gestur Tryggvason var viðstaddur dómsuppkvaðininguna í héraðsdómi í morgun.

Sveinn Gestur Tryggvason var í dag dæmdur í 6 ára fangelsi í tengslum við dauða Arnars Jónssonar Aspar sem lést eftir líkamsárás sem hann varð fyrir í Mosfellsdal í júní. Dregst gæsluvarðhald Sveins Gests frá brotadegi frá fangelsisdóminum.

Þá var honum gert að greiða samtals 32 milljónir í miskabætur til unnustu Arnars, tveggja dætra hans og foreldra. Einnig var Sveini gert að greiða um 12,9 milljónir í sakarkostnað, málsvarnarlaun, réttargæslu og útfararkostnað.

Farið var fram á 4-5 ár

Strax eftir dómsuppsögu lýsti verjandi Sveins Gests því yfir að hann hygðist áfrýja dóminum. Fer hann því væntanlega fyrir Landsrétt á nýju ári. Margrét Unnur Rögnvaldsdóttir, saksóknari málsins, sagði við mbl.is eftir dómsuppsöguna að dómurinn væri í samræmi við kröfur ákæruvaldsins, en við málflutning ákæruvaldsins var farið fram á 4-5 ára dóm.

Sveinn Gestur var ákærður fyrir stórfellda líkamsárás en ekki manndráp í tengslum við andlát Arnars Jónssonar Aspar, en hann lést í kjölfar árásarinnar. Átti árásin sér stað við heimili Arnars í Mosfellsdal 7. júní á þessu ári.

Arn­ar var sagður hafa kafnað vegna mik­ill­ar minnk­un­ar á önd­un­ar­hæfni sem olli ban­vænni stöðukæf­ingu sem má rekja til ein­kenna æs­ing­sóráðs vegna þvingaðrar fram­beygðrar stöðu sem Sveinn hélt Arn­ari í.

Sveinn er sagður hafa haldið hönd­um Arn­ars fyr­ir aft­an bak þar sem Arn­ar lá á mag­an­um og tekið hann hálstaki og slegið hann ít­rekað í and­lit og höfuð með kreppt­um hnefa. Eru af­leiðing­ar þess­ar árás­ar tald­ar hafa valdið and­láti Arn­ars.

Deilt um ýmis atriði í aðdraganda andláts Arnars

Fyrir dómi kom fram að Sveinn Gestur hefði komið heim til Arnars auk Jóns Trausta Lútherssonar, vinkonu Jóns Trausta, starfsmanns Sveins og tveggja bræðra, sem komu meðal annars við sögu í skotárásarmáli í Breiðholti í fyrra. Sögðust þau öll hafa ætlað að sækja verkfæri til Arnars, en í máli ákæruvaldsins hefur heimsóknin verið tengd við rukkun þar sem Arnar skuldaði Sveini peninga.

Þá var deilt um hvort Arnar hefði ógnað Sveini, hvort einhver úr hópnum hefði reynt að keyra Arnar niður á planinu fyrir utan húsið hans. Niður frá húsinu liggur heimreið og fór Arnar á eftir hópnum þegar þau höfðu keyrt niður að hliðinu. Var hann með einhverskonar járnstöng. Deilt var um það í aðalmeðferð málsins hvað hefði svo gerst. Ljóst er að Jón Trausti fór á móti Arnari með öryggishamar og náði að afvopna hann. Fjölskylda Arnars og nágranni sem urðu vitni að atlögunni sögðu hins vegar að bæði Jón Trausti og Sveinn Gestur hefðu farið á móti honum og að Sveinn Gestur hefði stokkið á Arn­ar og komið hon­um á mag­ann og síðan látið bar­smíðar dynja á hon­um. Sveinn hefði svo legið með þunga á Arn­ari, en sú staða er helst tal­in hafa or­sakað önd­un­ar­erfiðleika hjá Arn­ari vegna æs­ings­óráðs sem svo hafi valdið dauða hans.

Sagði annan mann hafa veitt áverkana

Sveinn Gestur sagði fyrir dómi að Jón Trausti hefði veitt Arnari alla áverkana og að hann hefði svo komið að og ekki viljað meiri meiðsl og því tekið við að halda Arn­ari niðri, sem hann sagði hafa verið mjög æst­an. Hann hefði hins veg­ar haldið hon­um niðri með að halda hönd­um hans fyr­ir aft­an bak sitj­andi klof­vega á rass­in­um á hon­um, en slíkt ætti lík­leg­ast ekki að geta valdið þeim atriðum sem eiga að hafa leitt Arn­ar til dauða.

Sveinn hef­ur setið í gæslu­v­arðhaldi frá því að árás­in átti sér stað.

Sveinn Gestur Tryggvason í Héraðdómi Reykjavíkur í morgun.
Sveinn Gestur Tryggvason í Héraðdómi Reykjavíkur í morgun.
mbl.is

Innlent »

Hæstánægð með Landsmótið

20:35 „Landsmótið á Sauðárkróki var sannkölluð íþróttaveisla. Við tókum stóra ákvörðun um að breyta Landsmótinu sem hafði verið haldið í meira en 100 ár í nánast óbreyttu formi,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ. Hún segir viðbrögð við breyttu fyrirkomulagi hafa verið góð. Meira »

Eiginlega bara eins og það gerist verst

19:15 Í júní síðastliðnum lagði íslensk fjölskylda upp í ferð til Kenía og Tansaníu. Tilgangur ferðarinnar var meðal annars að heimsækja skólann Little Bees sem er í miðju fátækrahverfi í Kenía en hópurinn skellti sér líka í ógleymanlega safaríferð. Meira »

ESB versti óvinur Trumps

19:00 Versti óvinur Donalds Trump Bandaríkjaforseta á heimsvísu er Evrópusambandið, en á eftir koma klassískir keppinautar Bandaríkjanna, Rússland og Kína. Meira »

Frakkar á Ingólfstorgi sáttir við sína

18:17 „Ég hélt að leikurinn yrði auðveldari því við höfum reynslu af úrslitaleikjum,“ sagði George sem staddur var á Ingólfstorgi og fylgdist með Frökkum landa heimsmeistaratitli í knattspyrnu. Meira »

Tilkynnt um flík í sjónum

18:08 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er nú að störfum við Bryggjuhverfi í Grafarvogi, eftir að tilkynning barst um að þar væri flík í sjónum. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu virðist vera sem um blautgalla sé að ræða. Meira »

„Sum hjólför hverfa ekki“

17:35 Erlendir ferðamenn óskuðu í dag eftir aðstoð rekstraraðila í Kerlingarfjöllum, eftir að hafa fest tvær bifreiðar sínar í grennd við fjallið Loðmund, sem er á milli Kerlingarfjalla og Setursins, hálendisskála ferðaklúbbsins 4x4. Akstur er bannaður á svæðinu og lögregla var kölluð til. Meira »

Hnúfubakar komnir lengst inn að Polli

16:50 „Það eru allir skælbrosandi hér um borð,“ segir Örn Stefánsson, skipstjóri á hvalaskoðunarbátnum Konsúl sem gerður er út frá Akureyri, en þrír hnúfubakar eru núna staddir lengst inni við Poll, sunnan við Akureyrarhöfn. Meira »

Úrvalsstemning á Ingólfstorgi

15:55 Stuðningsmenn Frakka, Króata og aðrir áhugamenn um fótbolta eru samankomnir á HM-torginu á Ingólfstorgi og þar var stemningin mikil, enda úrslitaleikur HM í Rússlandi í fullum gangi og leikurinn líflegur framan af. Meira »

Rannsókn lokið á vettvangi

13:34 Lögreglan á Suðurlandi hefur lokið við rannsókn á vettvangi sumarbústaðarins í Grímsnesi þar sem eldur kom upp í nótt. Rannsókninni er þó ekki lokið og er lögregla ekki tilbúin að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Meira »

Aftur í örmum skírnarvottsins

11:06 Þegar George Valdimar Tiedemann, sem er íslenskur í móðurættina, mætti í aldarafmæli gamals hermanns, Vincents Hermansons, á dögunum bjóst hann ekki við að enda í fanginu á afmælisbarninu. En það gerðist samt. Meira »

Eldur í sumarbústað á Suðurlandi

10:28 Fjórir voru fluttir á sjúkrahús í nótt eftir að upp kom eldur í sumarbústað á Suðurlandi. Í tilkynningu frá Brunavörnum Árnessýslu segir að útkallið hafi borist slökkviliði rétt fyrir klukkan fimm í nótt. Meira »

Hæsti hiti ársins í Reykjavík

09:19 Hitinn í Reykjavík mældist klukkan átta í morgun 14,2 gráður. Um er að ræða hæsta hita ársins í höfuðborginni, en áður hafði hann hæstur orðið 13,4 stig. Meira »

Mun loks fara að sjást til sólar

08:16 Búast má við vindi úr austan- og norðaustanátt í dag, allt að 8-15 metrum á sekúndu, en hvassast verður syðst. Víða verður dálítil væta framan af morgni, en stytta mun fljótlega upp sunnan- og austanlands. Meira »

Handteknir grunaðir um þjófnað

07:08 Tveir menn í annarlegu ástandi voru handteknir í miðborg Reykjavíkur upp úr klukkan 19 í gærkvöldi. Eru mennirnir grunaðir um þjófnað úr verslunum og hafa verið vistaðir í fangageymslu lögreglu, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni. Meira »

Kvíði fylgir samfélagsmiðlum

Í gær, 21:30 „Þetta er samt enginn dans á rósum, við erum oft að vinna í 12 tíma á dag, sofum lítið, alltaf með kvíða því við verðum að klára auglýsingar en við þurfum samt að muna að vlogga. Það fylgir þessu mikill kvíði. Ég held að fólk vanmeti kvíðann sem fylgir samfélagsmiðlum.“ Meira »

BBC fjallar um íslenskar kirkjur

í gær Hönnunarvefur breska ríkisútvarpsins, BBC Designed, birti í gær grein sem fjallar um íslenskar kirkjur og hönnun þeirra. Greinarhöfundi þykja margar íslenskar kirkjur óvenjulegar og segir sumar þeirra helst minna á bústaði huldufólks. Meira »

„Þarna sérðu, guð er Sandari“

í gær Um helgina fer bæjarhátíðin Sandara- og Rifsaragleði fram í Snæfellsbæ. Fréttaritari mbl.is, Alfons Finnsson, var á svæðinu og segir hann sólina hafa leikið við hátíðargesti í dag. Meira »

Atti kappi við son Assads

í gær „Ég hafði alltaf mjög gaman af stærðfræði í grunnskóla en það er helst að áhuginn hafi kviknað þegar ég byrjaði í Menntaskólanum í Reykjavík. Þá fékk ég að kynnast raunverulegri stærðfræði ef svo mætti að orði komast,“ segir Elvar Wang Atlason sem hlaut bronsverðlaun á ólympíuleikunum í stærðfræði. Meira »

Stelpurnar kalla mig mömmu

í gær „Stelpurnar kalla mig mömmu og nú kalla börnin þeirra mig ömmu. Þegar ég segi við vini mína að ég sé að fara til Íslands að heimsækja dætur mínar skilja þeir ekkert hvað ég er að meina. Fólk skilur ekki hvað maður getur orðið náinn skiptinemunum sínum.“ Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri og húsasmíðameistari Tek að mér: - byggingarstjór...
Vinningar upp í 6 milljónir!!!
Nú eru komnir skafmiðar með vinningum upp í 6 milljónir!!! Farðu á * www.superl...