Býst við niðurstöðu fyrir áramót

Flugvirkjar munu að öllum líkindum greiða atkvæði um nýjan kjarasamning …
Flugvirkjar munu að öllum líkindum greiða atkvæði um nýjan kjarasamning við Icelandair fyrir áramót. Ljósmynd/Víkurfréttir

Nýr kjarasamningur Flugvirkjafélags Íslands við Icelandair verður kynntur félagsmönnum á fundi félagsins klukkan 19 annað kvöld.

Á fundinum verður jafnframt tekin ákvörðun um hvenær atkvæðagreiðsla um samninginn fer fram. „Ég hugsa að hún verði sett í gang sem fyrst,“ segir Óskar Ein­ars­son, formaður Flug­virkja­fé­lags Íslands, í samtali við mbl.is.

Atkvæðagreiðslan mun að öllum líkindum hefjast stuttu eftir jól. Hún fer fram rafrænt og mun standa yfir í nokkra daga.

Óskar segir að búast megi við niðurstöðu fyrir áramót. „Það er ekki alveg búið að staðfesta það, en það er planið.“

Óskar sagði í samtali við mbl.is fyrr í dag að flug­virkj­ar hafi kom­ist lang­leiðina með að ná fram þeirri leiðrétt­ingu sem þeir fóru fram á í kjara­samn­ingn­um sem var und­ir­ritaður við Sam­tök at­vinnu­lífs­ins í nótt vegna Icelanda­ir.

Frétt mbl.is: Komust langleiðina með leiðréttinguna

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert