Fyrsta íslenska fötlunarpönkið

Síðustu mánuði hefur hópur krakka með ýmsar fatlanir verið á tónsköpunarnámskeiði hjá List án landamæra. Afraksturinn er hljómsveitin Gunnar and the Rest, en þeim var kennt að fara sínar eigin leiðir í tónlistinni í anda pönksins. Sveitin er að öllum líkindum fyrsta íslenska pönkhljómsveitin sem eingöngu er skipuð fólki með fatlanir.

mbl.is kíkti á æfingu hjá Gunnar and the Rest sem er búin að gefa út vínylplötuna: First hits, sem inniheldur þrjú frumsamin lög og hægt er að kaupa á skrifstofu List án landamæra. Krakkarnir fengu leiðsögn frá Lee Lynch og fullkomið frelsi til að útfæra tónlistina eftir eigin höfði.

Eins og allar góðar hljómsveitir hafa þau framleitt varning undir merkjum sveitarinnar en hvernig framhaldið verður er ekki víst. Sveitin kom þó fram opinberlega í Hinu húsinu í síðustu viku.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert