Málflutningur eftir áramótin

mbl.is/Eggert

Málflutningur í lögbannsmáli Glitnis HoldCo ehf. gegn Stundinni og Reykjavik Media fer fram eftir áramót en í gær fór fram fyrirtaka í málinu.

Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar, staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Hún segir gagnaöflun meðal annars vera í gangi þessa dagana hjá aðilum málsins.

Fjölmiðlarnir tveir hafa lagt áherslu á að málinu verði hraðað eins og kostur er á þeim forsendum að á meðan lögbannið sé í gildi sæti þeir ólögmætum takmörkunum á stjórnarskrárvörðu tjáningarfrelsi og upplýsingum sem erindi eigi við almenning.

Sigríður Rut Júlíusdóttir, hæstaréttarlögmaður.
Sigríður Rut Júlíusdóttir, hæstaréttarlögmaður. mbl.is/Styrmir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert