Málinu áfram haldið opnu

mbl.is/Hjörtur

Farið hefur verið yfir það hvaða leið tíu ára gömul stúlka og tvær vinkonur hennar fóru áður en ráðist var á stúlkuna í Garðabæ á síðdegis mánudaginn fyrir viku að sögn Helga Gunnarssonar lögreglufulltrúa og kannað með eftirlitsmyndavélar en ekkert komið út úr því.

Frétt mbl.is: Engar vísbendingar komið fram

Frekari vísbendingar liggja ekki fyrir í málinu að sögn Helga en því er áfram haldið opnu. Talið er að gerandinn er 17-19 ára piltur en stúlkan sá ekki almennilega framan í hann þar sem hann var með hettu sem huldi andlit hans að mestu. Tók hann stúlkuna hálstaki, hélt fyrir munninn á henni og dró hana afsíðis. Hefur málið vakið óhug einkum í Garðabæ.

Vinkonur stúlkunnar hlupu eftir hjálp en önnur þeirra sneri fljótt til baka. Árásarmaðurinn sleppti stúlkunni þegar hann sá vinkonu hennar koma hlaupandi að honum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert