Tveir skjálftar í Bárðarbungu

Tveir fremur harðir jarðskjálftar urðu á svæðinu við Bárðarbungu á fimmta og sjötta tímanum í morgun, samkvæmt mælum Veðurstofu Íslands.

Sá fyrri reið yfir klukkan 4.57 og mældist 3,7 stig en upptök hans voru 4,5 km norðaustur af Bárðarbungu. Sá síðari mældist 4,3 stig en hann reið yfir klukkan 5.29. Upptök hans voru 6,9 km austnorðaustur af Bárðarbungu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert