Verður rætt við vinnumarkaðinn

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Töluverðar breytingar voru gerðar á lagaumhverfi kjararáðs fyrir ári sem bæði höfðu það markmið að fækka þeim sem heyra undir kjararáð, gera störf ráðsins gagnsærri og að tekið væri mið af almennri launaþróun við úrskurði.“

Þetta segir Katrín Jakobsdóttir fortsætisráðherra í samtali við mbl.is spurð um nýlega úrskurði kjararáðs sem gagnrýndir hafa verið meðal annars af aðilum vinnumarkaðarins. Meðal annars var tekin ákvörðun um verulega hækkun launa biskupa og presta Þjóðkirkjunnar.

„Þessar breytingar voru gerðar í von um að þær myndu bæta umhverfið kjararáðs en það liggur fyrir að mikil reiði er enn vegna þeirra úrskurða sem hafa fallið undanfarin misseri og þetta fyrirkomulag verður auðvitað til umræðu í samtali okkar við vinnumarkaðinn og hvort einhver leið er að ná meiri sátt um þessi mál.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert