Allir aftur dæmdir í fangelsi í Stím-máli

Lárus Welding við aðalmeðferð málsins í nóvember.
Lárus Welding við aðalmeðferð málsins í nóvember. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lár­us Weld­ing, fyrr­ver­andi banka­stjóri Glitn­is, var dæmd­ur í fimm ára fang­elsi í Stím-mál­inu svo­kallaða fyr­ir umboðssvik, en dóms­upp­saga í mál­inu var í héraðsdómi Reykja­vík­ur í dag. Þetta er í annað skiptið sem málið er flutt í héraðsdómi en Hæstiréttur ómerkti niðurstöðu fyrra málsins og vísaði á ný í hérað.

Jó­hann­es Bald­urs­son, sem var fram­kvæmda­stjóri markaðsviðskipta Glitn­is var dæmd­ur í 2 ára fang­elsi í mál­inu, einnig fyr­ir umboðssvik. Þor­vald­ur Lúðvík Sig­ur­jóns­son, fyrr­ver­andi banka­stjóri Saga Capital, var dæmd­ur í 18 mánaða fang­elsi fyr­ir hlut­deild að umboðssvik­um.

Þetta er sama niðurstaða og í fyrri meðferð málsins, en annar meðdómara málsins, Ingimundur Einarsson, vildi þó að þeir Jóhannes og Þorvaldur yrðu sýknaðir. Meirihluti dómsins, þau Símon Sigvaldason og Hrefna Sigríður Briem, stóðu fyrir meirihlutaákvæðinu um sekt allra.

Málsvarnarlaun vegna málsins nema 14 milljónum hjá Lárusi og 15 milljónum hjá Jóhannesi og Þorvaldi hvorum.

Þorvaldur var viðstaddur dómsuppkvaðninguna og lét hann strax bóka að hann ætlaði að áfrýja málinu.

Fyrri umferð málsins fyrir tveimur árum

Þegar málið var tekið fyrir í fyrra skiptið fyrir tveimur árum voru allir ákærðu fundnir sekir. Lárus var dæmdur í fimm ára fangelsi, Jóhannes í 2 ára fangelsi og Þorvaldur í 18 mánaða fangelsi fyrir hlutdeild að brotunum.

Frétt mbl.is: Lárus Welding í 5 ára fangelsi - dómur í fyrri umferð málsins árið 2015

Þeir áfrýjuðu síðar málinu til Hæstaréttar og tók rétturinn fyrir meint vanhæfi dómara í málinu. Var í dómi Hæstaréttar vísað til þess að Sig­ríði Hjaltested, dóm­ara í mál­inu, hafi brostið hæfi til að dæma í mál­inu. Sig­ríður sagði sig frá öðru hrun­máli sem Hæstirétt­ur seg­ir hliðstætt þessu máli. Það gerði hún vegna tengsla þess við fyrr­ver­andi eig­in­mann sinn og barns­föður, sem var með stöðu sakbornings í þremur málum hjá sérstökum saksóknara, en hann hafði verið starfsmaður Glitnis. Var því dómurinn ómerktur og sendur á ný í hérað.

Stím-málið í héraðsdómi - önnur umferð. Verjendur og Jóhannes Baldursson.
Stím-málið í héraðsdómi - önnur umferð. Verjendur og Jóhannes Baldursson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þegar í hérað var komið að nýju var tekist á um dómara og meðdómara málsins, þau Símon Sigvaldason og Hrefnu Sigríði Briem. Niðurstaðan var aftur á móti sú að þau voru talin hæf til að dæma í málinu og fór aðalmeðferð annarrar umferðar fram um miðjan nóvember.

Fjallar um 20 milljarða lán til félagsins Stím

Lár­us var ákærður fyr­ir umboðssvik með því að hafa farið út fyr­ir heim­ild­ir sín­ar til lán­veit­inga hjá Glitni banka þegar hann beitti sér fyr­ir því að fé­lag­ið FS37, sem síðar varð Stim, fengi um 20 millj­arða króna lán frá bank­an­um með veði í öllu hluta­fé fé­lags­ins og bréf­um í FL Group sem láns­féð var notað til að kaupa. Láns­féð var einnig notað til að kaupa bréf í Glitni.

Jó­hann­es var ákærður fyr­ir umboðssvik fyr­ir að hafa beitt sér fyr­ir því að fjár­fest­inga­sjóður­inn GLB FX, í eigu Glitn­is banka, keypti fram­virkt skulda­bréf í Stím af Saga Capital. Þor­vald­ur var ákærður fyr­ir hlut­deild í umboðssvik­um með því að hafa hvatt til þeirra viðskipta og liðsinnt Jó­hann­esi í þeim. Mark­miðið með viðskipt­un­um hafi verið að tryggja að Saga Capital fengi kröfu sína að fullu bætta.

Lár­us hafði áður verið sýknaður tveim­ur mál­um, Vafn­ings­mál­inu og Aur­um-mál­inu. Lár­us hafði áður verið dæmd­ur í héraði í 9 mánaða fang­elsi í Vafn­ings­mál­inu, en Hæstirétt­ur sýknaði hann svo. Í Aur­um-mál­inu var hann sýknaður ásamt öðrum ákærðu, en Hæstirétt­ur ógilti niður­stöðu héraðsdóms í því máli og verður málið aft­ur tekið fyr­ir á næsta ári.

Jó­hann­es hlaut áður dóm í BK-44 mál­inu svo­kallaða, en í héraðsdómi fékk hann fimm ára fang­elsi, sem Hæstirétt­ur mildaði svo niður í þriggja ára fang­elsi núna í vet­ur.

mbl.is