„Notalegt að vera undir pilsfaldi kjararáðs“

„Það er grímulaust verið að búa til elítu opinberra starfsmanna …
„Það er grímulaust verið að búa til elítu opinberra starfsmanna í landinu sem fylgja allt öðrum viðmiðum en almenningur í landinu.” Þetta segir formaður Félags framhaldsskólakennara. mbl.is/Golli

„Almenningur hlýtur að bregðast við úrskurði kjararáðs. Það er grímulaust verið að búa til elítu opinberra starfsmanna í landinu sem fylgja allt öðrum viðmiðum en almenningur í landinu. Burt séð frá því hvaða skoðun ég hef á því hvaða laun prestar, biskupar og embættismenn í ráðuneytunum hafa þá eru þessar hækkanir út úr öllu samhengi við rammasamkomulag um launaþróun,” segir Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, um úrskurð kjararáðs í ljósi þess að framhaldsskólakennarar eru í kjarasamningsgerð.

Hún bendir á að hingað til hefur Alþingi ekki gripið inn ákvarðanir Kjararáðs sem hafa ákveðið launahækkanir til fleiri hópa en prestastéttarinnar. Hún segir jafnframt það kannski ekki eðlilegt að Alþingi geri það því tilgangur kjararáðs er að vera hlutlaus aðili til að meta laun á grundvelli gagna um hvað séu eðlilegar launahækkanir til þeirra stétta sem falla undir kjararáð. „Ég myndi gjarnan vilja koma kennurum þarna undir því það er greinilega mjög notalegt að vera undir pilsfaldi kjararáðs,“ segir Guðríður.

Guðríður Arnardóttir formaður Félags framhaldsskólakennara.
Guðríður Arnardóttir formaður Félags framhaldsskólakennara. Ljósmynd/Aðsend

Samningar framhaldsskólakennara hafa verið lausir frá 31. október 2016 en kennarar gengu undir friðarskyldu í ár til viðbótar. Á síðasta ári hafa þeir fundað með fulltrúum ríkisins en viðræðum þeirra var vísað til ríkissáttasemjara nýverið. Tveir fundir hafa verið haldnir undir forystu hans, sá síðasti var á mánudaginn og sá næsti verður 3. janúar.   

Guðríður segir að framhaldsskólakennarar hafi reynt að halda sínu striki í samningaviðræðum en margt hafi breyst frá því þeir byrjuðum að funda. Til að mynda hefur lögum um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna verið breytt og nokkrir úrskurðir kjararáðs hafa fallið.  

Hlýtur að bæta samningsstöðu framhaldsskólakennara

„Þetta hlýtur að gera okkar samningsstöðu mun betri. Það liggur fyrir að í þeim viðræðum sem hafa átt sér stað við aðra opinbera starfsmenn þá hefur ítrekað verið minnt á að ríki og sveitarfélög eru aðilar að þessu rammasamkomulagi um launaþróun. Kennarasamband Íslands tók ekki þátt í því þar sem viðmiðunarstaðan haustið 2013 voru laun framhaldsskólakennara í sögulegu lágmarki þegar ákveðið var að setja núllpunkt í launaþróun í rammasamkomulagið,“ segir Guðríður.

Ekki hefur verið skoðað í nægilegu samhengi launasetning mismunandi hópa á landinu. Þetta verður að skoða ef það á að fara í ný vinnubrögð við gerð kjarasamninga og finna út hvernig hægt er að telja eðlilegt að meta menntun til launa, að mati Guðríðar.  

Hún segir það jafnframt fullkomlega óeðlilegt að manneskja með fimm ára háskólamenntun eru 80% af meðaldagvinnulaunum í landinu líkt og framhaldsskólakennurum er boðið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert