Gögn í Geirfinnsmáli í kassavís

Komið var með kassana vegna Geirfinnsmálsins í kassavís í Hæstarétt.
Komið var með kassana vegna Geirfinnsmálsins í kassavís í Hæstarétt. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sendibíll flutti tugþúsundir skjala sem tengjast Guðmundar- og Geirfinnsmálunum í Hæstarétt í dag er Davíð Þór Björgvinsson saksóknari skilaði ágripi sínum til réttarins vegna endurupptöku málsins.

Ágrip Davíðs samanstendur af öllum gögnum málanna tveggja og telur því um 20 þúsund blaðsíður.

„Það sem nú tekur við er að horfast í augu við þá staðreynd að nú eru að koma jól,“ sagði Davíð Þór, full­trúi ákæru­valds­ins í end­urupp­töku Guðmund­ar- og Geirfinns­máls­ins og sett­ur rík­is­sak­sókn­ari, á léttum nótum í samtali við mbl.is. Hann segir létti fylgja því að hafa loks skilað ágripinu sem hafi verið mikil vinna að koma saman vegna umfangsins.

Það næsta sem gerist í málinu er að Davíð Þór mun skila greinargerð um málið. Í grein­ar­gerðinni mun Davíð Þór setja fram sína kröfu­gerð í mál­inu með rök­stuðningi. Hann fær frest til að skila henni en segist munu gera það „alveg örugglega í janúar. Ég held að það sé nokkuð ljóst“.

Davíð Þór Björgvinsson, saksóknari í Geirfinnsmálinu, kom með skjölin sem …
Davíð Þór Björgvinsson, saksóknari í Geirfinnsmálinu, kom með skjölin sem voru í kassavís. mbl.is/Kristinn Magnússon

 

Verjendur sakborninga í málinu fá svo sinn frest til að skila greinargerðum sínum vegna málsins. Eftir það ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að taka málið á dagskrá Hæstaréttar.

Guðmund­ur og Geirfinn­ur Ein­ars­syn­ir hurfu spor­laust árið 1974. End­urupp­töku­nefnd féllst í fe­brú­ar á end­urupp­töku­beiðnir er varða fimm menn sem sak­felld­ir voru í tengsl­um við manns­hvarfs­mál­in tvö. Verj­end­ur fimm­menn­ing­anna sem um ræðir eru: Guðjón Ólaf­ur Jóns­son hrl. (Al­bert Kla­hn Skafta­son), Ragn­ar Aðal­steins­son hrl. (Guðjón Skarp­héðins­son), Jón Stein­ar Gunn­laugs­son hrl. (Kristján Viðar Júlí­us­son, áður Kristján Viðar Viðars­son) Jón Magnús­son hrl. (Tryggvi Rún­ar Leifs­son) og Oddgeir Einarsson hrl. (Sæv­ar Marinó Ciesi­elski).

Áfrýj­un­ar­efnd­in féllst ekki á end­urupp­töku sjötta sak­born­ings­ins, Erlu Bolla­dótt­ur.

Með niður­stöðu um end­urupp­töku er málið núna lög­um sam­kvæmt á þeim stað eins og áfrýj­un­ar­stefna hafi verið gef­in út eft­ir dóm und­ir­rétt­ar, þ.e. Saka­dóms Reykja­vík­ur 19. des­em­ber 1977. Þar voru þeir Sæv­ar og Kristján Viðar dæmd­ir í ævi­langt fang­elsi, sem var fá­heyrt.

Sendibíll flutti tugþúsundir skjala sem tengjast Guðmundar- og Geirfinnsmálunum í …
Sendibíll flutti tugþúsundir skjala sem tengjast Guðmundar- og Geirfinnsmálunum í Hæstarétt í dag er Davíð Þór Björgvinsson saksóknari skilaði ágripi sínum til réttarins vegna endurupptöku málsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

End­urupp­tak­an snýst um að end­ur­taka beri meðferð máls­ins fyr­ir Hæsta­rétti, að svo miklu leyti sem Hæstirétt­ur sér ekki ann­marka á því.

Hæstirétt­ur kvað upp dóm sinn í Guðmund­ar- og Geirfinns­mál­inu 22. fe­brú­ar 1980 og mildaði dóma Saka­dóms Reykja­vík­ur. Þar hlaut Sæv­ar 17 ára fang­elsi og Kristján Viðar hlaut 16 ára fang­elsi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert