„Þurfum að styrkja tekjugrunna“

Ágúst Ólafur Ágústsson á blaðamannafundi Samfylkingarinnar í dag.
Ágúst Ólafur Ágústsson á blaðamannafundi Samfylkingarinnar í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það eru engar tilraunar gerðar til að auka jöfnuð í þessum samfélagi. Áfram mun lágtekju- og millitekjufólk bera hæstu byrðarnar og við erum gríðarlega ósátt við það,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. 

Á blaðamannafundi Samfylkingarinnar í dag kom fram hörð gagnrýni á fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. 

„Við teljum að þessar tillögur séu í engu samræmi við það sem hér var boðað. Áfram munu aldraðir, öryrkjar og fjölskyldufólk og sjúklingar sitja á hakanum,“ segir Ágúst Ólafur. „Hér er algjört metnaðarleysi af hálfu Vinstri grænna að okkar mati og mikil svik við kjósendur.“

Ágúst nefnir að Landspítalinn fái ekki krónu frá fjárlaganefnd og heilbrigðisstofnanir aðeins helming af því sem þær kalla eftir. Auk þess sé engin aukning til barnabóta, vaxtabóta, fæðingarorlofs og íbúðarmála. 

Sam­fylk­ing­in hef­ur lagt fram sín­ar eig­in til­lög­ur. Þær kveða meðal annars á um að 5 millj­arðar verði sett­ir í barna- og vaxta­bóta­kerfið og milljarður í sókn gegn kyn­bundnu of­beldi. 

„Okkar tillögur lúta að því að setja tvöfalt meira í velferðarmál og menntamál en þessi ríkisstjórn ætlar að gera. Bara að fá þær fyrirhuguðu tekjur sem við áttum að fá frá erlendum ferðamönnum og hækkun kolefnisgjalds myndi dekka þann kostnað. Síðan er aðrar tekjuleiðir sem koma til skoðunar. Á þessum tíma hagsveiflunnar þurfum við að styrkja tekjugrunnana.“  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert