Vilja leiðréttingu launa

Fulltrúar á vinnumarkaði eru farnir að búa sig undir endurskoðun kjarasaminga Samtaka atvinnulífsins og ASÍ í febrúar. Þetta hefur Morgunblaðið eftir öruggum heimildum.

Horft er til þess að samstaða um samræmdar launahækkanir hafi veikst. Ýmsir hópar fari nú fram á „leiðréttingu“ á launum. Því haldi menn spilunum þétt að sér. Þeir vilji ekki vera of framarlega í röðinni.

Einn viðmælandinn sagði líkur á meiri launahækkunum hafa aukist. Gangi það eftir kann launaskrið að hafa verið vanmetið, líkt og bent er á í nýjustu Peningamálum Seðlabankans, og verðbólga verða umfram spár.

Fram kom í blaðinu í gær að Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, telji forsendur kjarasamninga brostnar. Heimild er til að taka upp samninga í febrúar. Sigurður Bessason, formaður Eflingar, segir ljóst að forsendur kjarasamninga séu brostnar. Horft verði til hækkana kjararáðs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert