67 útskrifaðir frá Flensborgarskólanum

Stúdentar við brautskráningu frá Flensborgarskólanum.
Stúdentar við brautskráningu frá Flensborgarskólanum. Ljósmynd/Heiða Dís

Á fimmtudaginn voru 67 stúdentar útskrifaðir frá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði. Dúx var Selma Rún Bjarnadóttir með 9,37 í einkunn en semidux Sverrir Kristinsson með 9,07. Hlutfall kynjanna var jafnt við útskriftina, 34 karlar og 33 konur. Tuttugu nemendur luku námi samkvæmt nýrri námskrá og einn nemandi lauk námi af nýrri námsbraut á tveimur og hálfu ári, fyrstur til að ljúka námi af þeirri braut.

Á afrekssviði eru 13 manns en annars skiptist hópurinn svo niður á brautir: Af félagsfræðibrautum útskrifast 26, þar af fjórir skv. nýrri námskrá. Af málabrautum er einn nemandi. Af náttúru- og raunvísindabrautum 21 þar af fjórir skv. nýrri námskrá. Af viðskiptabrautum átta – þar af einn af nýrri námskrá og ellefu af opinni braut.

Við útskriftina afhenti Daníel Scheving Hallgrímsson, formaður skólanefndar, styrk úr Fræðslusjóði Jóns Þórarinssonar. Þá flutti Hafdís Houmöller Einarsdóttir ávarp fyrir hönd útskriftarnemenda. Nokkrir nemendur voru heiðraðir fyrir námsárangur og fleira.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert