„Komin með landakort að framtíðinni“

Yfirlitsmynd samkvæmt nýju rammaskipulagi Skeifunnar. Horft til suðvesturs.
Yfirlitsmynd samkvæmt nýju rammaskipulagi Skeifunnar. Horft til suðvesturs. Teikning/Kanon arkitektar

Á næstu vikum munu borgaryfirvöld byrja að funda með eigendum lóða á Skeifusvæðinu um næstu skref í þróun og uppbyggingu svæðisins. mbl.is greindi frá því í gær að borgarráð hefði á fimmtudaginn samþykkt nýtt rammaskipulag fyrir svæðið í heild sinni, en samkvæmt því verður byggingarmagn meira en tvöfaldað og gert ráð fyrir 750 íbúðum.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, segir í samtali við mbl.is að með þessu rammaskipulagi sé borgin bæði að bregðast við þeim áhuga sem hafi komið frá eigendum að endurskipuleggja svæðið og þeirri staðreynd að samgöngumál hafi þar lengi verið vandamál. Þá séu einnig talsverð tækifæri á svæðinu samhliða uppbyggingu borgarlínu á komandi árum.

Skapar ekki sjálfkrafa byggingarheimildir

Rammaskipulag eitt og sér skapar ekki byggingarheimildir, en að sögn Dags sé með þessu reynt að fara nýja leið þar sem ekki er hlaupið af stað með deiliskipulag á litlum svæðum áður en komið er rammaskipulag fyrir allt svæðið. Hver eigandi þarf svo að leggja fram tillögur um breytingar að deiliskipulagi áður en hægt er að hefjast handa við breytingar.

Frétt mbl.is: 750 íbúðir og tvöfalt byggingarmagn

„Við erum komin með landakort að framtíðinni,“ segir hann um rammaskipulagið og segist vona að hagsmunaaðilar og lóðaeigendur muni sameinast um hugmyndirnar. „Ég er ánægður hvað vel hefur tekist til.“

Ekki byggt upp í einum rykk

„Þetta verður ekki byggt upp í einum rykk, heldur mun taka mislangan tíma, jafnvel töluvert langan tíma,“ segir Dagur og bætir við að það sé vilji borgaryfirvalda að halda í það góða sem Skeifan hafi upp á að bjóða í tengslum við að vera öflugt þjónustu- og verslunarsvæði. „En það hefur sína augljósu galla, sérstaklega gatnaskipulagið,“ segir hann.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur. mbl.is/Golli

Stóra breytingin sem borgin mun koma að í þessum efnum verður í tengslum við samgöngumálin, en Skeifan er á svokölluðum þróunarás borgarinnar. Þar mun meðal annars borgarlínan fara framhjá og segir Dagur að yfirvöld búist við miklum áhuga á uppbyggingu á svæðinu. Segir hann að þegar hafi nokkrir stóri eigendur látið vita af áhuga sínum á að hefja uppbyggingu og breytingar. „Við munum funda með þeim á næstunni,“ segir hann og bætir við að það verði á næstu vikum.

Brunareiturinn meðal fyrstu reitanna

Meðal fyrstu reitanna sem líklega verður hafist handa við að breyta er brunareiturinn í miðju svæðisins. Þannig lýstu Hagar því nýlega yfir að þeir hygðust reisa Bónus verslun á reitnum. Segir Dagur að fleiri reitir hafi verið nefndir þar sem menn vilji hefjast handa við fljótlega, en að borgin muni ræða við eigendur áður en hann vilji nokkuð tjá sig nánar um það.

Í byrjun ársins greindi mbl.is frá því að hugmyndir væru uppi um byggingu stórs hótels í norðvestur horni Skeifureitsins, á gatnamótum Grensásvegar og Suðurlandsbrautar.

Fram kom í frétt mbl.is í gær að talsverðar kröfur væru af hálfu borgarinnar varðandi bílastæði, gróður, almannarými og heildarútlit. Segir Dagur að með þessu sé borgin að horfa til þess sem best hefur tekist erlendis á svæðum sem þessum. „Það er ekki ætlað sér um of,“ segir hann og vísar til þess að í rammaskipulaginu séu fjölmargar myndir og fordæmi þar sem svipuð uppbygging hafi tekist vel erlendis.

Rauði liturinn táknar ný hús, fjólublái liturinn táknar viðbyggingar við ...
Rauði liturinn táknar ný hús, fjólublái liturinn táknar viðbyggingar við núverandi hús og blái liturinn hús sem munu áfram standa samkvæmt nýju rammaskipulagi. Eins og sjá má er horft til þess að endurbyggja Skeifusvæðið að stórum hluta. Teikning/Kanon arkitektar

„Það er ekki verið að ýta bílnum út af svæðinu“

Gert er ráð fyrir að bílastæðum fækki eitthvað á svæðinu, þrátt fyrir mikinn fjölda íbúða sem verða byggðar og aukið þjónustu- og verslunarrými. Þá verður ekki krafa um bílastæði við mörg íbúðahúsanna, sérstaklega þau sem verða nærri almenningssamgögnum. Segir Dagur að nýja skipulagið sé þrátt fyrir þetta bílamiðaðra en margt annað sem unnið sé með í nýja aðalskipulaginu.

„Þetta er þjónustusvæði sem fólk mun sækja á bíl, en það þarf einnig að vinna með öðu þannig að það sé ekki hættulegt að vera þarna gangandi eða á hjóli.“ Segir hann að með betra skipulagi svæðisins og bættum umferðatengingum inn og út af svæðinu eigi bílaumferð einnig að verða skilvirkari og þá geti öflugar almenningssamgöngur gagnast svæðinu vel. „Það er ekki verið að ýta bílnum út af svæðinu,“ segir hann.

Uppbygging við Miklubraut mikil áskorun

Samkvæmt rammaskipulaginu verður mikil uppbygging íbúðahúsa meðfram Miklubrautinni. Spurður um nálægð íbúða við þessa miklu umferðagötu segir Dagur að með tilliti til hljóðvistar sé slíkt auðvitað áskorun sem sé ekki auðleyst, en þau mál þurfi að leysa áður en borgin muni samþykkja deiliskipulag. Þá vísar hann til þess að lengi hafi menn viljað hafa stóra grasfláka milli stofnbrauta og byggingareita, en að það sé mögulega óþarfi og að grasbalarnir og fjarlægðin auki hávaðann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Skýrt að málið njóti yfirburðastuðnings

Í gær, 20:53 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir það vonbrigði að hópur þingmanna taki sig saman um málþóf til þess að koma í veg fyrir að vilji þingsins fái að koma fram. Umræðu um lækkun kosn­inga­ald­urs til sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga niður í 16 ár var í kvöld frestað til 9. apríl. Meira »

Norðmaður vann tvo milljarða

Í gær, 20:25 Stálheppinn Norðmaður var með allar tölurnar réttar í EuroJackpot í kvöld og fær hann í sinn hlut rúma tvo milljarða króna.  Meira »

Sigurður í gullliði Dana

Í gær, 19:50 Sigurður Elvar Baldvinsson, bakara- og konditor-meistari, var í danska landsliðinu sem sigraði á Norðurlandamóti bakara, Nordic Bakery Cup, sem fram fór í Herning í Danmörku um liðna helgi. Meira »

Innheimtu veggjalds hætt í september

Í gær, 19:40 Innheimtu veggjalds í Hvalfjarðargöngum verður hætt í september, að líkindum síðari hluta mánaðarins. Þetta kom fram í dag á aðalfundi Spalar sem á og rekur göngin. Meira »

Umræðu um kosningaaldur frestað fram í apríl

Í gær, 19:32 Umræðu á Alþingi um hvort lækka eigi kosningaaldur til sveitarstjórnarkosninga niður í 16 ár hefur verið frestað til 9. apríl. Meira »

Læknafélagið telur þróunina varasama

Í gær, 19:26 Læknafélag Íslands (LÍ) hefur lýst yfir miklum áhyggjum yfir stöðu heilsugæslunnar á landsbyggðinni.  Meira »

Sakar bílstjóra um ofbeldi

Í gær, 19:09 Farþegi ferðaþjónustu fatlaðra, Lilja Ragnhildur Oddsdóttir, segir bílstjóra ferðaþjónustu fatlaðra hafa beitt hana ofbeldi er hún var farþegi í bifreið hans. Meira »

„Katastrófa“ ef verktakalæknar hætta

Í gær, 19:18 Svokallaðir verktakalæknar frá greitt á bilinu 150 til 175 þúsund krónur á dag fyrir störf sín hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Fer það eftir menntun læknisins hversu há laun hann fær. Meira »

Björt óhress með heilbrigðisnefndir

Í gær, 18:58 Björt Ólafsdóttir segir það vera mikil vonbrigði að heilbrigðiseftirlitið geri það ómögulegt fyrir veitingahúsarekendur að leyfa hunda eða ketti inni á sínum stöðum, en reglugerð sem hún innleiddi í fyrra átti að gera þeim það kleift. Meira »

Fjölbreytnin gerir hvern dag spennandi

Í gær, 18:37 Steinunn Eik Egilsdóttir er Skagastelpa í húð og hár, sem hefur ferðast vítt og breitt um heiminn. Eftir að hafa lokið grunnnámi í arkitektúr við LHÍ, uppgerð gamalla húsa í Reykjavík og skrásetningu eyðibýla í íslenskum sveitum, lá leið hennar í framhaldsnám í arkitektúr í Oxford í Englandi. Meira »

Þrennt í varðhaldi vegna kókaíns

Í gær, 18:20 Tveir karlar og ein kona voru í Héraðsdómi Reykjaness í dag úrskurðuð í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn hennar á innflutningi á um 600 grömmum af kókaíni. Meira »

Þarf að hækka laun til að auka nýliðun

Í gær, 18:00 „Laun leikskólakennara þurfa og eiga að vera hærri ef takast á að auka nýliðun. Það er því miður svo að menntun á Íslandi er almennt ekki metin nægilega vel til launa,“ segir Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, í skriflegu svari til mbl.is, spurður um laun starfsstéttarinnar. Meira »

Fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun

Í gær, 17:50 Héraðsdóm­ur Reykjavíkur hef­ur dæmt karl­mann á fer­tugs­aldri, Þórð Juhasz, í fjögurra ára fang­elsi fyr­ir að hafa nauðgað stúlku árið 2016. Hann hef­ur einnig verið dæmd­ur til að greiða henni 1,6 milljónir króna í bætur. Komst hann í samband við stúlkuna í gegnum samskiptamiðilinn Snapchat. Meira »

HÚ-inu hefur ekki verið hafnað

Í gær, 17:05 Samkvæmt upplýsingum frá Einkaleyfastofunni hefur ekki enn verið sótt um skráningu á vörumerkinu HÚ! Skráningu þess hefur því ekki verið hafnað. Orðið er hluti af samnefndri teikningu Hugleiks Dagssonar sem prentuð hefur verið á boli frá árinu 2016 og þeir seldir í vefversluninni Dagsson.com. Meira »

Vélinni snúið við eftir flugtak

Í gær, 16:57 Flugvél WOW air á leið frá París til Keflavíkur þurfti að snúa aftur til lendingar eftir að hafa tekið á loft vegna viðvörunar um opinn hlera eða hurð. Meira »

Icelandair sýknað í héraðsdómi

Í gær, 17:34 Icelandair hefur verið sýknað af kröfu konu um bætur og vangoldin laun upp á rúmar tvær milljónir króna vegna þess að hún fékk ekki starf hjá flugfélaginu sem flugliði vegna þess að hún er flogaveik. Meira »

17 mánuðir fyrir ítrekuð brot

Í gær, 17:02 Landsréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms um að svipta karlmann á fertugsaldri ökurétti ævilangt og að hann skuli sæta fangelsi í 17 mánuði. Maðurinn var sakfelldur fyrir umferðarlagabrot með því að hafa ekið bifreið sviptur ökurétti og undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Meira »

Svæði á Skógaheiði lokað

Í gær, 16:54 Umhverfisstofnun hefur gripið til skyndilokunar svæðis á Skógaheiði vegna aurbleytu frá og með morgundeginum, 24. mars.  Meira »
Video upptökuvél Glæný og ónotuð Canon
Video upptökuvél Glæný og ónotuð Canon EOS C100 Mark II. Framl: Japan. Upphaf-le...
Er kominn tími á framkvæmdir?
Múrari: Lögg. múraram... og málari geta bætt við sig verkefnum, múrverk, flísala...
Vordagar
...
 
Samkoma
Félagsstarf
Fjáröflunarsamkoma Kristniboðsfélags k...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Frestun aðalfundar
Fundir - mannfagnaðir
Frestun aðalfundar ?? ??? ?????????...