„Komin með landakort að framtíðinni“

Yfirlitsmynd samkvæmt nýju rammaskipulagi Skeifunnar. Horft til suðvesturs.
Yfirlitsmynd samkvæmt nýju rammaskipulagi Skeifunnar. Horft til suðvesturs. Teikning/Kanon arkitektar

Á næstu vikum munu borgaryfirvöld byrja að funda með eigendum lóða á Skeifusvæðinu um næstu skref í þróun og uppbyggingu svæðisins. mbl.is greindi frá því í gær að borgarráð hefði á fimmtudaginn samþykkt nýtt rammaskipulag fyrir svæðið í heild sinni, en samkvæmt því verður byggingarmagn meira en tvöfaldað og gert ráð fyrir 750 íbúðum.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, segir í samtali við mbl.is að með þessu rammaskipulagi sé borgin bæði að bregðast við þeim áhuga sem hafi komið frá eigendum að endurskipuleggja svæðið og þeirri staðreynd að samgöngumál hafi þar lengi verið vandamál. Þá séu einnig talsverð tækifæri á svæðinu samhliða uppbyggingu borgarlínu á komandi árum.

Skapar ekki sjálfkrafa byggingarheimildir

Rammaskipulag eitt og sér skapar ekki byggingarheimildir, en að sögn Dags sé með þessu reynt að fara nýja leið þar sem ekki er hlaupið af stað með deiliskipulag á litlum svæðum áður en komið er rammaskipulag fyrir allt svæðið. Hver eigandi þarf svo að leggja fram tillögur um breytingar að deiliskipulagi áður en hægt er að hefjast handa við breytingar.

Frétt mbl.is: 750 íbúðir og tvöfalt byggingarmagn

„Við erum komin með landakort að framtíðinni,“ segir hann um rammaskipulagið og segist vona að hagsmunaaðilar og lóðaeigendur muni sameinast um hugmyndirnar. „Ég er ánægður hvað vel hefur tekist til.“

Ekki byggt upp í einum rykk

„Þetta verður ekki byggt upp í einum rykk, heldur mun taka mislangan tíma, jafnvel töluvert langan tíma,“ segir Dagur og bætir við að það sé vilji borgaryfirvalda að halda í það góða sem Skeifan hafi upp á að bjóða í tengslum við að vera öflugt þjónustu- og verslunarsvæði. „En það hefur sína augljósu galla, sérstaklega gatnaskipulagið,“ segir hann.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur. mbl.is/Golli

Stóra breytingin sem borgin mun koma að í þessum efnum verður í tengslum við samgöngumálin, en Skeifan er á svokölluðum þróunarás borgarinnar. Þar mun meðal annars borgarlínan fara framhjá og segir Dagur að yfirvöld búist við miklum áhuga á uppbyggingu á svæðinu. Segir hann að þegar hafi nokkrir stóri eigendur látið vita af áhuga sínum á að hefja uppbyggingu og breytingar. „Við munum funda með þeim á næstunni,“ segir hann og bætir við að það verði á næstu vikum.

Brunareiturinn meðal fyrstu reitanna

Meðal fyrstu reitanna sem líklega verður hafist handa við að breyta er brunareiturinn í miðju svæðisins. Þannig lýstu Hagar því nýlega yfir að þeir hygðust reisa Bónus verslun á reitnum. Segir Dagur að fleiri reitir hafi verið nefndir þar sem menn vilji hefjast handa við fljótlega, en að borgin muni ræða við eigendur áður en hann vilji nokkuð tjá sig nánar um það.

Í byrjun ársins greindi mbl.is frá því að hugmyndir væru uppi um byggingu stórs hótels í norðvestur horni Skeifureitsins, á gatnamótum Grensásvegar og Suðurlandsbrautar.

Fram kom í frétt mbl.is í gær að talsverðar kröfur væru af hálfu borgarinnar varðandi bílastæði, gróður, almannarými og heildarútlit. Segir Dagur að með þessu sé borgin að horfa til þess sem best hefur tekist erlendis á svæðum sem þessum. „Það er ekki ætlað sér um of,“ segir hann og vísar til þess að í rammaskipulaginu séu fjölmargar myndir og fordæmi þar sem svipuð uppbygging hafi tekist vel erlendis.

Rauði liturinn táknar ný hús, fjólublái liturinn táknar viðbyggingar við ...
Rauði liturinn táknar ný hús, fjólublái liturinn táknar viðbyggingar við núverandi hús og blái liturinn hús sem munu áfram standa samkvæmt nýju rammaskipulagi. Eins og sjá má er horft til þess að endurbyggja Skeifusvæðið að stórum hluta. Teikning/Kanon arkitektar

„Það er ekki verið að ýta bílnum út af svæðinu“

Gert er ráð fyrir að bílastæðum fækki eitthvað á svæðinu, þrátt fyrir mikinn fjölda íbúða sem verða byggðar og aukið þjónustu- og verslunarrými. Þá verður ekki krafa um bílastæði við mörg íbúðahúsanna, sérstaklega þau sem verða nærri almenningssamgögnum. Segir Dagur að nýja skipulagið sé þrátt fyrir þetta bílamiðaðra en margt annað sem unnið sé með í nýja aðalskipulaginu.

„Þetta er þjónustusvæði sem fólk mun sækja á bíl, en það þarf einnig að vinna með öðu þannig að það sé ekki hættulegt að vera þarna gangandi eða á hjóli.“ Segir hann að með betra skipulagi svæðisins og bættum umferðatengingum inn og út af svæðinu eigi bílaumferð einnig að verða skilvirkari og þá geti öflugar almenningssamgöngur gagnast svæðinu vel. „Það er ekki verið að ýta bílnum út af svæðinu,“ segir hann.

Uppbygging við Miklubraut mikil áskorun

Samkvæmt rammaskipulaginu verður mikil uppbygging íbúðahúsa meðfram Miklubrautinni. Spurður um nálægð íbúða við þessa miklu umferðagötu segir Dagur að með tilliti til hljóðvistar sé slíkt auðvitað áskorun sem sé ekki auðleyst, en þau mál þurfi að leysa áður en borgin muni samþykkja deiliskipulag. Þá vísar hann til þess að lengi hafi menn viljað hafa stóra grasfláka milli stofnbrauta og byggingareita, en að það sé mögulega óþarfi og að grasbalarnir og fjarlægðin auki hávaðann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngunum

21:39 Fylgdarakstur verður í Hvalfjarðargöngunum í kvöld og nótt vegna þrifa frá klukkan 22:00 og til klukkan 7:00 samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Meira »

„Já, þetta er pínu klikkun"

21:20 „Ég skrifa þetta jafnóðum. Ég er byrjaður að skrifa hana bara strax í janúar,“ segir Víðir Sigurðsson blaðamaður sem skrifaði bókina „Íslenska knattspyrna 2018“. Það var árið 1981 sem fyrsta bókin í þessum flokki leit dagsins ljós. Meira »

Hundrað skjálftar við Herðubreið

21:17 Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 mældist í Bárðarbungu í Vatnajökli kl. 18:45 í kvöld. Þá hefur smáskjálftahrina staðið yfir í grennd við Herðubreið í dag, en dregið hefur úr tíðni jarðskjálftanna nú undir kvöld. Meira »

„Aquaman“ féll í kramið hjá Ragga

21:04 DC Comics ofurhetjumyndin Aquaman er ein þeirra jólamynda sem margir hafa beðið spenntir eftir. Myndina var frumsýnd á dögunum og fór Ragnar Eyþórsson, eða Raggi bíórýnir síðdegisþáttar K100 á myndina til að gefa formlega umsögn og stjörnugjöf. Meira »

Örlæti og hjartagæska

20:55 Liðsmenn Skákfélagsins Hróksins og Kalak, vinafélags Íslands og Grænlands, voru með fangið fullt þegar þeir fóru í sinn árlega jólagjafaleiðangur til Kulusuk á Grænlandi síðastliðinn laugardag. Meira »

Að halda áfram og gefast ekki upp

20:32 „Það bráðvantar ömmufélag þar sem maður getur talað um og deilt áhyggjum þegar maður er að klikkast úr hræðslu og líka þegar maður klikkast úr ást,“ segir rithöfundurinn Elísabet Jökulsdóttir. Meira »

Ánægja meðal verslunarfólks

20:18 „Það var aðeins smá lægð eftir þessa stóru daga,“ segir Ása Björk Antoníusdóttir, eigandi kvenfataverslunarinnar Hjá Hrafnhildi, og á við stóra afsláttardaga á borð við Svartan föstudag. Síðan þá segir hún jólaverslunina hafa tekið vel við sér og stefni í svipaða sölu og var í fyrra sem var mikil. Meira »

Nokkur ár á teikniborðinu

20:03 „Ég reyni að hafa þetta einfalt, enda er það best og árangursríkast,“ segir Nökkvi Gunnarsson, einn fremsti golfkennari landsins sem gaf út bókina Gæða Golf á dögunum. Meira »

344 ný mál fyrstu 9 mánuðina

19:54 Fyrstu 9 mánuði þessa árs komu 344 ný mál á borð Bjarkarhlíðar – þjónustumiðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis. Alls komu 235 málanna frá Reykjavík, 33 frá Kópavogi, 31 frá Hafnarfirði, 18 frá Garðabæ, 6 frá Mosfellsbæ og 2 frá Seltjarnarnesi. Meira »

Reykvísk börn læri meira í forritun

19:30 Framboð forritunarnáms og forritunarkennslu í skóla- og frístundastarfi Reykjavíkurborgar mun aukast, samkvæmt tillögu sem samþykkt var samhljóða af fulltrúm allra flokka á fundi borgarstjórnar síðdegis í dag. Meira »

Niðurstaða Landsréttar „mjög sjaldgæf“

18:20 Dómur í enn einu dómsmáli þrotabús EK1923 ehf. gegn Skúla Gunnari Sigfússyni, kenndum við Subway eða félögum í hans eigu, féll á föstudaginn sl. Þá dæmdi Landsréttur Skúla til að greiða 2,3 milljónir í skaðabætur til þrotabúsins þrátt fyrir að hann hefði ekki haft formlega stöðu í félaginu. Skiptastjóri þrotabúsins, Sveinn Andri Sveinsson, segir niðurstöðuna mjög sjaldgæfa. Meira »

Takmarkanir og lokanir á Þorláksmessu

17:56 Nokkuð verður um takmarkanir og lokanir á umferð í miðborg Reykjavíkur á Þorláksmessu samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg en búast má við fjölda fólks í miðborgina á Þorláksmessu. Meira »

Suðurlandsvegur opinn á ný

17:54 Tveir voru fluttir slasaðir til aðhlynningar í Reykjavík eftir árekstur nærri gatnamótum Suðurlandsvegar og Biskupstungnabrautar síðdegis. Lögregla hefur nú rannsakað vettvang slyssins og búið er að opna Suðurlandsveg á ný. Meira »

Hafði farið ránshendi um fríhafnir

17:42 Karlmaður var handtekinn um helgina af lögreglumönnum í flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum en hann hafði farið ránshendi um fríhafnarverslanir í Þýskalandi, Finnandi og á Írlandi og síðast í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Meira »

Ný samgöngumiðstöð færist nær

17:01 Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag tillögu meirihlutans þess efnis að efnt verði til samkeppni um skipulag Umferðarmiðstöðvarreitsins í Vatnsmýri með það að markmiði að þar rísi alhliða samgöngumiðstöð, sem einnig geti þjónað sem flugstöð Reykjavíkurflugvallar. Meira »

Rannsókn vopnaðs ráns á frumstigi

16:23 Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á vopnuðu ráni sem var framið í verslun Iceland í Glæsibæ í gærmorgun er á frumstigi. Lögregla skoðar nú upptökur úr öryggismyndavél verslunarinnar en vegna tækniörðugleika bárust þær upptökur ekki fyrr en í dag. Ræninginn talaði erlent tungumál segja heimildir mbl.is. Meira »

Suðurlandsvegur lokaður vegna slyss

16:20 Suðurlandsvegur austan við gatnamót við Biskupstungnabraut er lokaður eftir að árekstur varð með tveimur bifreiðum þar. Unnið er að því að klippa út einn aðila úr hvorum bíl. Þeir eru báðir með meðvitund en ekki er vitað frekar um ástand þeirra. Meira »

„Fólk sem hatar rafmagn“

15:59 Orkumálastjóri segir ofbeldið í kvikmyndinni Kona fer í stríð jafn úrelt og bogi og örvar sem stríðstól. Hann fjallar um myndina í jólaerindi á vef stofnunnar og segir hana einfaldað ævintýri en pistillinn ber yfirskriftina „Fólk sem hatar rafmagn“. Meira »

Losaði sig við fíkniefni við vopnaleit

15:55 Ferðalangur á leið í flug til Alicante sást losa sig við poka með hvítu dufti í vopnaleit í Flugstöð Leifs Eiríkssonar nýverið. Lögregla hafði uppi á aðilanum í fríhöfn flugstöðvarinnar og tók af honum vettvangsskýrslu áður en hann fékk að halda för sinni áfram Meira »
Flísar og Fúga Flísalagnir
Vandaðar flísalagnir. Föst verðtilboð eða tímavinna þér að kostnaðarlausu. Vöndu...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Hreinsa þakrennur fyrir veturinn
Hreinsa þakrennur, fyrir veturinn og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í sí...
Bátavélar 58 hp með gír
Eigum á á lager , góðar vélar 58 hp (43,3 kw) með gír og mælaborði og tilheyrand...