„Komin með landakort að framtíðinni“

Yfirlitsmynd samkvæmt nýju rammaskipulagi Skeifunnar. Horft til suðvesturs.
Yfirlitsmynd samkvæmt nýju rammaskipulagi Skeifunnar. Horft til suðvesturs. Teikning/Kanon arkitektar

Á næstu vikum munu borgaryfirvöld byrja að funda með eigendum lóða á Skeifusvæðinu um næstu skref í þróun og uppbyggingu svæðisins. mbl.is greindi frá því í gær að borgarráð hefði á fimmtudaginn samþykkt nýtt rammaskipulag fyrir svæðið í heild sinni, en samkvæmt því verður byggingarmagn meira en tvöfaldað og gert ráð fyrir 750 íbúðum.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, segir í samtali við mbl.is að með þessu rammaskipulagi sé borgin bæði að bregðast við þeim áhuga sem hafi komið frá eigendum að endurskipuleggja svæðið og þeirri staðreynd að samgöngumál hafi þar lengi verið vandamál. Þá séu einnig talsverð tækifæri á svæðinu samhliða uppbyggingu borgarlínu á komandi árum.

Skapar ekki sjálfkrafa byggingarheimildir

Rammaskipulag eitt og sér skapar ekki byggingarheimildir, en að sögn Dags sé með þessu reynt að fara nýja leið þar sem ekki er hlaupið af stað með deiliskipulag á litlum svæðum áður en komið er rammaskipulag fyrir allt svæðið. Hver eigandi þarf svo að leggja fram tillögur um breytingar að deiliskipulagi áður en hægt er að hefjast handa við breytingar.

Frétt mbl.is: 750 íbúðir og tvöfalt byggingarmagn

„Við erum komin með landakort að framtíðinni,“ segir hann um rammaskipulagið og segist vona að hagsmunaaðilar og lóðaeigendur muni sameinast um hugmyndirnar. „Ég er ánægður hvað vel hefur tekist til.“

Ekki byggt upp í einum rykk

„Þetta verður ekki byggt upp í einum rykk, heldur mun taka mislangan tíma, jafnvel töluvert langan tíma,“ segir Dagur og bætir við að það sé vilji borgaryfirvalda að halda í það góða sem Skeifan hafi upp á að bjóða í tengslum við að vera öflugt þjónustu- og verslunarsvæði. „En það hefur sína augljósu galla, sérstaklega gatnaskipulagið,“ segir hann.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur. mbl.is/Golli

Stóra breytingin sem borgin mun koma að í þessum efnum verður í tengslum við samgöngumálin, en Skeifan er á svokölluðum þróunarás borgarinnar. Þar mun meðal annars borgarlínan fara framhjá og segir Dagur að yfirvöld búist við miklum áhuga á uppbyggingu á svæðinu. Segir hann að þegar hafi nokkrir stóri eigendur látið vita af áhuga sínum á að hefja uppbyggingu og breytingar. „Við munum funda með þeim á næstunni,“ segir hann og bætir við að það verði á næstu vikum.

Brunareiturinn meðal fyrstu reitanna

Meðal fyrstu reitanna sem líklega verður hafist handa við að breyta er brunareiturinn í miðju svæðisins. Þannig lýstu Hagar því nýlega yfir að þeir hygðust reisa Bónus verslun á reitnum. Segir Dagur að fleiri reitir hafi verið nefndir þar sem menn vilji hefjast handa við fljótlega, en að borgin muni ræða við eigendur áður en hann vilji nokkuð tjá sig nánar um það.

Í byrjun ársins greindi mbl.is frá því að hugmyndir væru uppi um byggingu stórs hótels í norðvestur horni Skeifureitsins, á gatnamótum Grensásvegar og Suðurlandsbrautar.

Fram kom í frétt mbl.is í gær að talsverðar kröfur væru af hálfu borgarinnar varðandi bílastæði, gróður, almannarými og heildarútlit. Segir Dagur að með þessu sé borgin að horfa til þess sem best hefur tekist erlendis á svæðum sem þessum. „Það er ekki ætlað sér um of,“ segir hann og vísar til þess að í rammaskipulaginu séu fjölmargar myndir og fordæmi þar sem svipuð uppbygging hafi tekist vel erlendis.

Rauði liturinn táknar ný hús, fjólublái liturinn táknar viðbyggingar við ...
Rauði liturinn táknar ný hús, fjólublái liturinn táknar viðbyggingar við núverandi hús og blái liturinn hús sem munu áfram standa samkvæmt nýju rammaskipulagi. Eins og sjá má er horft til þess að endurbyggja Skeifusvæðið að stórum hluta. Teikning/Kanon arkitektar

„Það er ekki verið að ýta bílnum út af svæðinu“

Gert er ráð fyrir að bílastæðum fækki eitthvað á svæðinu, þrátt fyrir mikinn fjölda íbúða sem verða byggðar og aukið þjónustu- og verslunarrými. Þá verður ekki krafa um bílastæði við mörg íbúðahúsanna, sérstaklega þau sem verða nærri almenningssamgögnum. Segir Dagur að nýja skipulagið sé þrátt fyrir þetta bílamiðaðra en margt annað sem unnið sé með í nýja aðalskipulaginu.

„Þetta er þjónustusvæði sem fólk mun sækja á bíl, en það þarf einnig að vinna með öðu þannig að það sé ekki hættulegt að vera þarna gangandi eða á hjóli.“ Segir hann að með betra skipulagi svæðisins og bættum umferðatengingum inn og út af svæðinu eigi bílaumferð einnig að verða skilvirkari og þá geti öflugar almenningssamgöngur gagnast svæðinu vel. „Það er ekki verið að ýta bílnum út af svæðinu,“ segir hann.

Uppbygging við Miklubraut mikil áskorun

Samkvæmt rammaskipulaginu verður mikil uppbygging íbúðahúsa meðfram Miklubrautinni. Spurður um nálægð íbúða við þessa miklu umferðagötu segir Dagur að með tilliti til hljóðvistar sé slíkt auðvitað áskorun sem sé ekki auðleyst, en þau mál þurfi að leysa áður en borgin muni samþykkja deiliskipulag. Þá vísar hann til þess að lengi hafi menn viljað hafa stóra grasfláka milli stofnbrauta og byggingareita, en að það sé mögulega óþarfi og að grasbalarnir og fjarlægðin auki hávaðann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Flugfreyjufélagið fundar í Kópavogi

12:10 Opinn fundur Flugfreyjufélags Íslands með félagsmönnum sínum er hafinn í húsnæði félagsins í Hlíðarsmára í Kópavogi.  Meira »

Vilja byggja þyrlupall á Heimaey

12:00 Fimm þingmenn hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra verði falið að gera ráðstafanir til að Isavia geti hannað og staðsett þyrlupall á Heimaey til að „auka enn frekar öryggi í sjúkra- og neyðarflugi til Vestmannaeyja.“ Meira »

Ætlar að hitta Áslaugu Thelmu

11:45 Helga Jónsdóttir, sem kemur til starfa sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur á mánudaginn, ætlar að hitta Áslaugu Thelmu Einarsdóttur í næstu viku. Þetta staðfestir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar í samtali við mbl.is. Meira »

Fréttir oftast sóttar á fréttavefi

11:41 Helmingur landsmanna sækir helst fréttir af vefsíðum fréttamiðla. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar MMR sem var framkvæmd 3. til 10. ágúst. Meira »

Leita að liðsafla í stærstu björgunarsveitina

11:25 Söfnunarþáttur fyrir Slysavarnafélagið Landsbjörg verður sýndur á Stöð 2 í opinni dagskrá annað kvöld, klukkan 19.25. Þar verður leitast við að tryggja félaginu sem flesta bakverði sem styrkja félagið með mánaðarlegum framlögum. Meira »

Meintur svikahrappur í gæsluvarðhald

11:18 Lögreglan á Suðurnesjum handtók í vikunni erlendan karlmann sem grunaður er um að hafa ferðast á flugmiða sem svikinn var út á stolið greiðslukort eða kortaupplýsingar. Hann hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 25. september. Meira »

Tímaþjófar í haldi

11:00 Lögreglan á Suðurnesjum handtók í fyrradag þrjá karlmenn vegna rannsóknar á máli er kom upp þegar úri að verðmæti 370 þúsund krónur var stolið úr úra- og skartgripaverslun í umdæminu. Meira »

Athugasemdir við hæfniskröfur

10:55 Stjórn Verkfræðingafélag Íslands (VFÍ) hefur sent skriflegar athugasemdir til stjórnar Veitna ofh. vegna auglýsingar um lausar stöður forstöðumanna hjá Veitum. VFÍ telur menntunar- og hæfniskröfur sem gerðar eru til starfanna ekki nægilega miklar og óskar eftir skýringum á því af hverju sérfræðiþekkingu og háskólamenntun á sviði verkfræði sé gert svo lágt undir höfði. Meira »

Ráðherra fékk leiðsögn frá lögreglu

10:50 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, kom hjólandi á fund ríkisstjórnarinnar sem fram fór í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í morgun. Tilefnið er evrópsk samgönguvika sem nú stendur yfir. Meira »

Ölvaður með sveppapoka í bílnum

10:36 Ökumaður sem lögreglumenn á Suðurnesjum stöðvuðu í gær vegna gruns um að hann æki undir áhrifum fíkniefna viðurkenndi að vera einnig ölvaður. Í hólfi undir farþegasæti í bifreið hans fannst poki með sveppum og viðurkenndi hann eign sína á þeim. Meira »

Krefst gagna frá Isavia

10:15 Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur óskað eftir því að Isavia láti nefndinni í té „trúnaðargögn“ um mánaðarlegan farþegafjölda og sætanýtingu hvers flugrekanda sem fór um Keflavíkurflugvöll árið 2017 vegna kæru vefmiðilsins Túrista til úrskurðarnefndarinnar. Meira »

Eldur í bíl við Helguvík

10:09 Eldur kom upp í kyrrstæðri og mannlausri bifreið í nágrenni Helguvíkur í gær. Brunavarnir Suðurnesja slökktu eldinn en bifreiðin er gjörónýt. Bifreiðin hafði bilað og var því skilin eftir í vegkantinum. Meira »

Eldislax hefði náð að hrygna í haust

09:24 Eldislax sem veiddist í Eyjafjarðará í byrjun mánaðarins var að því kominn að hrygna og hefði líklega náð því í haust. Þetta kemur fram í máli Guðna Bergssonar, sviðsstjóra og sérfræðings ferskvatnsfiska hjá Hafrannsóknastofnun, í Fréttablaðinu í dag. Meira »

Bein aðför að smábátaútgerð

08:48 Formenn þriggja svæðisfélaga Landssambands smábátaeigenda hafa harðlega gagnrýnt tillögur um að banna handfæraveiðar á tilteknum svæðum í Faxaflóa og Breiðafirði. Meira »

Nýjar íbúðir kosta 51 milljón að meðaltali

08:36 Fjórtán prósent allra íbúðaviðskipta á almennum markaði fyrstu sjö mánuði ársins voru vegna nýbygginga, samanborið við þrjú prósent árið 2010. Þegar síðasta uppsveifla náði hámarki árið 2007 var hlutfallið 18 prósent. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri greiningu húsnæðissviðs Íbúðalánasjóðs (ÍLS) um markað með nýjar íbúðir. Meira »

Viljum halda við þjóðlegri matarhefð

08:18 „Við tökum lítið núna, bara rétt til að fá bragðið. Við höfum gaman af þessu og viljum reyna að halda við þjóðlegri matarhefð. Unga fólkið er svolítið tregt að borða þetta en finnst gott að smakka þegar það fær slátrið nýtt upp úr pottinum.“ Meira »

Slydda eða snjókoma fyrir norðan

08:13 Útlit er fyrir slyddu eða snjókomu norðanlands í dag, en rigningu eða slyddu á Austurlandi, en snjókomu á heiðum. Á Suðurlandi verður að mestu þurrt, en ekki eins bjart og í gær. Þetta er meðal þess sem kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings um veðurhorfur á landinu næstu daga. Meira »

Nýtt myndver RÚV kostar 184 milljónir

08:02 Sjónvarpsfréttir Ríkisútvarpsins verða sendar út í nýju fréttamyndveri í kvöld og tekur það við af myndveri sem hefur verið í notkun síðustu átján ár. Áætlaður kostnaður við nýja myndverið er 184 milljónir. Meira »

Færir Guðna dagbækurnar

07:57 Margrét Þórhildur Danadrottning mun færa Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, prentaða útgáfu af dagbókum afa síns, Kristjáns X. Danakonungs, þegar hún heimsækir landið hinn 1. desember næstkomandi í tilefni af aldarafmæli fullveldisins. Meira »