„Komin með landakort að framtíðinni“

Yfirlitsmynd samkvæmt nýju rammaskipulagi Skeifunnar. Horft til suðvesturs.
Yfirlitsmynd samkvæmt nýju rammaskipulagi Skeifunnar. Horft til suðvesturs. Teikning/Kanon arkitektar

Á næstu vikum munu borgaryfirvöld byrja að funda með eigendum lóða á Skeifusvæðinu um næstu skref í þróun og uppbyggingu svæðisins. mbl.is greindi frá því í gær að borgarráð hefði á fimmtudaginn samþykkt nýtt rammaskipulag fyrir svæðið í heild sinni, en samkvæmt því verður byggingarmagn meira en tvöfaldað og gert ráð fyrir 750 íbúðum.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, segir í samtali við mbl.is að með þessu rammaskipulagi sé borgin bæði að bregðast við þeim áhuga sem hafi komið frá eigendum að endurskipuleggja svæðið og þeirri staðreynd að samgöngumál hafi þar lengi verið vandamál. Þá séu einnig talsverð tækifæri á svæðinu samhliða uppbyggingu borgarlínu á komandi árum.

Skapar ekki sjálfkrafa byggingarheimildir

Rammaskipulag eitt og sér skapar ekki byggingarheimildir, en að sögn Dags sé með þessu reynt að fara nýja leið þar sem ekki er hlaupið af stað með deiliskipulag á litlum svæðum áður en komið er rammaskipulag fyrir allt svæðið. Hver eigandi þarf svo að leggja fram tillögur um breytingar að deiliskipulagi áður en hægt er að hefjast handa við breytingar.

Frétt mbl.is: 750 íbúðir og tvöfalt byggingarmagn

„Við erum komin með landakort að framtíðinni,“ segir hann um rammaskipulagið og segist vona að hagsmunaaðilar og lóðaeigendur muni sameinast um hugmyndirnar. „Ég er ánægður hvað vel hefur tekist til.“

Ekki byggt upp í einum rykk

„Þetta verður ekki byggt upp í einum rykk, heldur mun taka mislangan tíma, jafnvel töluvert langan tíma,“ segir Dagur og bætir við að það sé vilji borgaryfirvalda að halda í það góða sem Skeifan hafi upp á að bjóða í tengslum við að vera öflugt þjónustu- og verslunarsvæði. „En það hefur sína augljósu galla, sérstaklega gatnaskipulagið,“ segir hann.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur. mbl.is/Golli

Stóra breytingin sem borgin mun koma að í þessum efnum verður í tengslum við samgöngumálin, en Skeifan er á svokölluðum þróunarás borgarinnar. Þar mun meðal annars borgarlínan fara framhjá og segir Dagur að yfirvöld búist við miklum áhuga á uppbyggingu á svæðinu. Segir hann að þegar hafi nokkrir stóri eigendur látið vita af áhuga sínum á að hefja uppbyggingu og breytingar. „Við munum funda með þeim á næstunni,“ segir hann og bætir við að það verði á næstu vikum.

Brunareiturinn meðal fyrstu reitanna

Meðal fyrstu reitanna sem líklega verður hafist handa við að breyta er brunareiturinn í miðju svæðisins. Þannig lýstu Hagar því nýlega yfir að þeir hygðust reisa Bónus verslun á reitnum. Segir Dagur að fleiri reitir hafi verið nefndir þar sem menn vilji hefjast handa við fljótlega, en að borgin muni ræða við eigendur áður en hann vilji nokkuð tjá sig nánar um það.

Í byrjun ársins greindi mbl.is frá því að hugmyndir væru uppi um byggingu stórs hótels í norðvestur horni Skeifureitsins, á gatnamótum Grensásvegar og Suðurlandsbrautar.

Fram kom í frétt mbl.is í gær að talsverðar kröfur væru af hálfu borgarinnar varðandi bílastæði, gróður, almannarými og heildarútlit. Segir Dagur að með þessu sé borgin að horfa til þess sem best hefur tekist erlendis á svæðum sem þessum. „Það er ekki ætlað sér um of,“ segir hann og vísar til þess að í rammaskipulaginu séu fjölmargar myndir og fordæmi þar sem svipuð uppbygging hafi tekist vel erlendis.

Rauði liturinn táknar ný hús, fjólublái liturinn táknar viðbyggingar við ...
Rauði liturinn táknar ný hús, fjólublái liturinn táknar viðbyggingar við núverandi hús og blái liturinn hús sem munu áfram standa samkvæmt nýju rammaskipulagi. Eins og sjá má er horft til þess að endurbyggja Skeifusvæðið að stórum hluta. Teikning/Kanon arkitektar

„Það er ekki verið að ýta bílnum út af svæðinu“

Gert er ráð fyrir að bílastæðum fækki eitthvað á svæðinu, þrátt fyrir mikinn fjölda íbúða sem verða byggðar og aukið þjónustu- og verslunarrými. Þá verður ekki krafa um bílastæði við mörg íbúðahúsanna, sérstaklega þau sem verða nærri almenningssamgögnum. Segir Dagur að nýja skipulagið sé þrátt fyrir þetta bílamiðaðra en margt annað sem unnið sé með í nýja aðalskipulaginu.

„Þetta er þjónustusvæði sem fólk mun sækja á bíl, en það þarf einnig að vinna með öðu þannig að það sé ekki hættulegt að vera þarna gangandi eða á hjóli.“ Segir hann að með betra skipulagi svæðisins og bættum umferðatengingum inn og út af svæðinu eigi bílaumferð einnig að verða skilvirkari og þá geti öflugar almenningssamgöngur gagnast svæðinu vel. „Það er ekki verið að ýta bílnum út af svæðinu,“ segir hann.

Uppbygging við Miklubraut mikil áskorun

Samkvæmt rammaskipulaginu verður mikil uppbygging íbúðahúsa meðfram Miklubrautinni. Spurður um nálægð íbúða við þessa miklu umferðagötu segir Dagur að með tilliti til hljóðvistar sé slíkt auðvitað áskorun sem sé ekki auðleyst, en þau mál þurfi að leysa áður en borgin muni samþykkja deiliskipulag. Þá vísar hann til þess að lengi hafi menn viljað hafa stóra grasfláka milli stofnbrauta og byggingareita, en að það sé mögulega óþarfi og að grasbalarnir og fjarlægðin auki hávaðann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Þrengslin og Hellisheiði opin fyrir umferð

22:54 Búið er að opna bæði Hellisheiði og Þrengslin aftur fyrir bílaumferð en óvíst er hvort Mosfellsheiði opnist í kvöld. Lyngdalsheiði verður lokuð til morguns. Meira »

Kalt vetrarveður í kortunum

21:21 Vind tekur að lægja í kvöld og nótt um mest allt land, að undanskildum norðanverður Vestfjörðum. Mikið hvassviðri hefur verið á norðvestan- og vestanlands í dag og þá mældist meðalvindur á Mosfellsheiði 20 metrar á sekúndu í dag. Meira »

Spyrji aldraða um áfengisnotkun

20:44 Áfengismisnotkun aldraðra er falinn vaxandi vandi. Læknar þurfa að vera meðvitaðir um þetta og spyrja sjúklinga um notkun áfengis þegar þeir er meðhöndlaðir vegna annarra kvilla. „Það er mikilvægt að fá þessar upplýsingar svo fólk fái réttar greiningar,“ segir læknir á öldrunardeild LSH og SÁÁ. Meira »

Fjölbreytilega Flórída

20:19 Það er ekki lítið verkefni að fara með fimm manna fjölskyldu í 20 daga frí og því þarf skipulagningin að vera góð. Eins og flestir eyddum við hjónin því dágóðri stund í að skoða möguleikana þegar langþráð sumarfrí, þótt í október væri reyndar, var í kortunum. Meira »

Vefsíða um háskólanám eftir iðnnám

20:01 Háskólinn í Reykjavík hefur opnað nýja vefsíðu um háskólanám fyrir iðnmenntaða; www.hr.is/idn. Tilgangurinn með síðunni er að kynna fjölbreytta möguleika þeirra sem lokið hafa iðn- og tækninámi, til háskólanáms við HR. Meira »

Búið að opna Hellisheiði

19:48 Búið er að opna Hellisheið og þá verða Þrengslin væntanlega opnuð í kvöld. Þetta kemur fram á vefsíðu Vegagerðarinnar.  Meira »

„Leiðinlegt og vandræðalegt“

19:06 Umræða um jarðvegsgerla í neysluvatni í Reykjavík var fyrsta mál á dagskrá borgarstjórnarfundar síðdegis í dag. „Þetta er allt frekar leiðinlegt og vandræðalegt,“ sagði Halldór Halldórsson, borgarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokks. Meira »

Segir snjómokstur ekki nýtast öllum

19:40 Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar fagnar því að Vegagerðin sjái nauðsyn til þess að auka við snjómokstur í Svarfaðardal. Ráðið furðar sig aftur á móti á því í hverju aukningin á snjómokstri er fólgin og telur að hún muni ekki nýtast öllum íbúum í Svarfaðar- og Skíðadal. Meira »

Körfuboltapabbi á Króknum

18:58 Tindastóll frá Sauðárkróki vann bikarinn í meistaraflokki karla í körfubolta á laugardaginn var. Þetta var í fyrsta sinn sem Tindastóll vann svo stóran titil í meistaraflokknum. Meira »

Gengur ágætlega að koma fólki af heiðinni

18:28 Ágætlega hefur gengið að koma ökumönnum og farþegum þeirra bíla, sem voru í vanda á Mosfellsheiði í dag, til hjálpar og er röð bíla á leiðinni niður af heiðinni í fylgd með bílum björgunarsveita. Meira »

Flugfélagið án tekna í einn mánuð á ári

18:14 Í fyrra var 7,2% af öllum flugum Air Iceland connect aflýst og árið 2016 var 9,2% af öllum flugum aflýst. Hlutfallslega þýðir það að félagið þarf að loka í um 30 daga á ári þar sem engar tekjur koma en á sama tíma þarf að greiða laun og jafnvel bætur. Meira »

Konur stýra atvinnuveganefnd í fyrsta sinn

16:41 Fyrsti fundur atvinnuveganefndar Alþingis eftir jólaleyfi fer fram á morgun, miðvikudag. Þrjár konur stýra störfum nefndarinnar og er það í fyrsta skipti frá stofnun nefndarinnar árið 2011 sem svo er. Þá hafa konur heldur ekki veitt fyrirrennurum nefndarinnar forystu. Meira »

Tvær rútur fastar þvert á veginn

16:40 Björgunarsveitir vinna nú að því að ferja fólk niður af Mosfellsheiði, en þar eru margir bílar fastir og tvær rútur eru fastar þvert á veginn. Enginn er slasaður, en ferja verður farþegana til byggða. Meira »

Töldu jafnréttisumræðu óþarfa árið '99

16:30 Kynbundin áreitni og ofbeldi leiðir til lægri framleiðni á vinnustðum, aukinnar starfsmannaveltu, óþarfa kostnaðar, slæms starfsanda og þar af leiðandi til lægri vergrar þjóðarframleiðslu og aukinna útgjalda vegna velferðarmála, heilsugæslu og lyfjakostnaðar. Þetta kom fram í málstofu um #metoo-byltinguna sem á Læknadögum í Hörpu í morgun. Meira »

Engin vísbending um E-coli

16:03 Engin vísbending er um að E-coli-baktería hafi fundist í sýni sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tók í gær úr dreifikerfi fyrir neysluvatn Reykvíkinga, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum sem fengust í hádeginu í dag. Meira »

Vill opna á stórframkvæmdir

16:39 Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, flutti í dag tillögu á fundi borgarstjórnar um endurskoðun á samgöngusamningi ríkisins og Reykjavíkurborgar sem felur í sér að ekki verði farið í stórframkvæmdir í samgöngumálum borgarinnar til ársins 2022. Meira »

Tvö snjóflóð loka Flateyrarvegi

16:07 Flateyrarvegur er lokaður eftir að tvö snjóflóð féllu á veginn laust eftir klukkan tvö í dag, beint fyrir utan Breiðadal. Vegurinn er lokaður, rétt eins og vegurinn um Súðavíkurhlíð. Meira »

Skúli í Subway sýknaður af kæru Sveins

15:14 Skúli Gunnar Sigfússon, sem jafnan er kenndur við veitingastaðina Subway, var í gær sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands af kæru Sveins Andra Sveinssonar lögmanns, en hann flutti málið fyrir hönd þrotabús EK1923 ehf., sem áður var heildverslunin Eggert Kristjánsson. Sveinn Andri er skiptastjóri búsins. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Fyrir bóndann á bóndadaginn
Fyrir bóndann á BÓNDADAGINN ARIZONA teg 00 51 701 í stærðum 36-48 á kr. 8.950,- ...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
 
Skattadagurinn
Fundir - mannfagnaðir
SKATTADAGUR FLE Ráðstefna um skattam...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og ka...
Uppboð á skipi
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...