„Komin með landakort að framtíðinni“

Yfirlitsmynd samkvæmt nýju rammaskipulagi Skeifunnar. Horft til suðvesturs.
Yfirlitsmynd samkvæmt nýju rammaskipulagi Skeifunnar. Horft til suðvesturs. Teikning/Kanon arkitektar

Á næstu vikum munu borgaryfirvöld byrja að funda með eigendum lóða á Skeifusvæðinu um næstu skref í þróun og uppbyggingu svæðisins. mbl.is greindi frá því í gær að borgarráð hefði á fimmtudaginn samþykkt nýtt rammaskipulag fyrir svæðið í heild sinni, en samkvæmt því verður byggingarmagn meira en tvöfaldað og gert ráð fyrir 750 íbúðum.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, segir í samtali við mbl.is að með þessu rammaskipulagi sé borgin bæði að bregðast við þeim áhuga sem hafi komið frá eigendum að endurskipuleggja svæðið og þeirri staðreynd að samgöngumál hafi þar lengi verið vandamál. Þá séu einnig talsverð tækifæri á svæðinu samhliða uppbyggingu borgarlínu á komandi árum.

Skapar ekki sjálfkrafa byggingarheimildir

Rammaskipulag eitt og sér skapar ekki byggingarheimildir, en að sögn Dags sé með þessu reynt að fara nýja leið þar sem ekki er hlaupið af stað með deiliskipulag á litlum svæðum áður en komið er rammaskipulag fyrir allt svæðið. Hver eigandi þarf svo að leggja fram tillögur um breytingar að deiliskipulagi áður en hægt er að hefjast handa við breytingar.

Frétt mbl.is: 750 íbúðir og tvöfalt byggingarmagn

„Við erum komin með landakort að framtíðinni,“ segir hann um rammaskipulagið og segist vona að hagsmunaaðilar og lóðaeigendur muni sameinast um hugmyndirnar. „Ég er ánægður hvað vel hefur tekist til.“

Ekki byggt upp í einum rykk

„Þetta verður ekki byggt upp í einum rykk, heldur mun taka mislangan tíma, jafnvel töluvert langan tíma,“ segir Dagur og bætir við að það sé vilji borgaryfirvalda að halda í það góða sem Skeifan hafi upp á að bjóða í tengslum við að vera öflugt þjónustu- og verslunarsvæði. „En það hefur sína augljósu galla, sérstaklega gatnaskipulagið,“ segir hann.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur. mbl.is/Golli

Stóra breytingin sem borgin mun koma að í þessum efnum verður í tengslum við samgöngumálin, en Skeifan er á svokölluðum þróunarás borgarinnar. Þar mun meðal annars borgarlínan fara framhjá og segir Dagur að yfirvöld búist við miklum áhuga á uppbyggingu á svæðinu. Segir hann að þegar hafi nokkrir stóri eigendur látið vita af áhuga sínum á að hefja uppbyggingu og breytingar. „Við munum funda með þeim á næstunni,“ segir hann og bætir við að það verði á næstu vikum.

Brunareiturinn meðal fyrstu reitanna

Meðal fyrstu reitanna sem líklega verður hafist handa við að breyta er brunareiturinn í miðju svæðisins. Þannig lýstu Hagar því nýlega yfir að þeir hygðust reisa Bónus verslun á reitnum. Segir Dagur að fleiri reitir hafi verið nefndir þar sem menn vilji hefjast handa við fljótlega, en að borgin muni ræða við eigendur áður en hann vilji nokkuð tjá sig nánar um það.

Í byrjun ársins greindi mbl.is frá því að hugmyndir væru uppi um byggingu stórs hótels í norðvestur horni Skeifureitsins, á gatnamótum Grensásvegar og Suðurlandsbrautar.

Fram kom í frétt mbl.is í gær að talsverðar kröfur væru af hálfu borgarinnar varðandi bílastæði, gróður, almannarými og heildarútlit. Segir Dagur að með þessu sé borgin að horfa til þess sem best hefur tekist erlendis á svæðum sem þessum. „Það er ekki ætlað sér um of,“ segir hann og vísar til þess að í rammaskipulaginu séu fjölmargar myndir og fordæmi þar sem svipuð uppbygging hafi tekist vel erlendis.

Rauði liturinn táknar ný hús, fjólublái liturinn táknar viðbyggingar við ...
Rauði liturinn táknar ný hús, fjólublái liturinn táknar viðbyggingar við núverandi hús og blái liturinn hús sem munu áfram standa samkvæmt nýju rammaskipulagi. Eins og sjá má er horft til þess að endurbyggja Skeifusvæðið að stórum hluta. Teikning/Kanon arkitektar

„Það er ekki verið að ýta bílnum út af svæðinu“

Gert er ráð fyrir að bílastæðum fækki eitthvað á svæðinu, þrátt fyrir mikinn fjölda íbúða sem verða byggðar og aukið þjónustu- og verslunarrými. Þá verður ekki krafa um bílastæði við mörg íbúðahúsanna, sérstaklega þau sem verða nærri almenningssamgögnum. Segir Dagur að nýja skipulagið sé þrátt fyrir þetta bílamiðaðra en margt annað sem unnið sé með í nýja aðalskipulaginu.

„Þetta er þjónustusvæði sem fólk mun sækja á bíl, en það þarf einnig að vinna með öðu þannig að það sé ekki hættulegt að vera þarna gangandi eða á hjóli.“ Segir hann að með betra skipulagi svæðisins og bættum umferðatengingum inn og út af svæðinu eigi bílaumferð einnig að verða skilvirkari og þá geti öflugar almenningssamgöngur gagnast svæðinu vel. „Það er ekki verið að ýta bílnum út af svæðinu,“ segir hann.

Uppbygging við Miklubraut mikil áskorun

Samkvæmt rammaskipulaginu verður mikil uppbygging íbúðahúsa meðfram Miklubrautinni. Spurður um nálægð íbúða við þessa miklu umferðagötu segir Dagur að með tilliti til hljóðvistar sé slíkt auðvitað áskorun sem sé ekki auðleyst, en þau mál þurfi að leysa áður en borgin muni samþykkja deiliskipulag. Þá vísar hann til þess að lengi hafi menn viljað hafa stóra grasfláka milli stofnbrauta og byggingareita, en að það sé mögulega óþarfi og að grasbalarnir og fjarlægðin auki hávaðann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Eldur í ruslagámum í bílskýli við Laugaveg

00:17 Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um eld í ruslagámum í bílskýli við Laugaveg 176 laust fyrir klukkan hálf tólf í kvöld. Meira »

Telja endurskipun í stöðu framkvæmdastjóra LÍN ófaglega

00:04 Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) lýsa yfir miklum vonbrigðum með vinnubrögð Mennta- og menningarmálaráðuneytis við endurskipun í embætti framkvæmdastjóra Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Meira »

Sólríkt í höfuðborginni á morgun

Í gær, 22:33 Heiðskírt verður á höfuðborgarsvæðinu mestan hluta morgundagsins og von er á fjölmörgum sólskinsstundum. „Ef þetta gengur allt eftir eins og við erum að vona þá léttir til seinni part nætur og verður orðið heiðskírt þegar fólk fer til vinnu [á morgun]. Það verður ágætlega bjart yfir á morgun, en svo er ballið búið,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Meira »

Heitar umræður í borgarstjórn

Í gær, 21:50 Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar var settur í dag klukkan tvö. Fyrir fundinum lágu 54 mál, mörg hver formsatriði. Dagur B. Eggertsson var endurkjörinn borgarstjóri, Dóra Björt Guðjónsdóttir forseti borgarstjórnar og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs í samræmi við meirihlutasáttmála Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna. Meira »

Páfagaukur eyðir nóttinni hjá lögreglu

Í gær, 21:33 Hópur erlendra ferðamanna sem voru staddir við höfnina á Húsavík í dag ráku upp stór augu þegar páfagaukur kom fljúgandi að þeim og tyllti sér á öxlina á einum ferðamanninum. Meira »

Tók HM-klippinguna alla leið

Í gær, 21:19 „Maður verður að taka þetta alla leið, það þýðir ekkert annað,“ segir Ýr Sigurðardóttir sem fór alla leið með HM-hárgreiðsluna í ár, en rakarinn hennar, Fabian á stofunni Jacas í Orlando í Bandaríkjunum, lét höfuð Ýrar líta út eins og fótbolta. Meira »

Draumurinn kviknaði við fermingu

Í gær, 20:49 Sesselja Borg, 19 ára gömul ballettdansmær, hlaut nýverið inngöngu á atvinnudansnámsbraut við hinn virta Joffrey ballettskóla í New York. Sesselja hefur dansað ballett frá þriggja ára aldri og hefur hún tvisvar sinnum verið valin til þess að keppa fyrir Íslands hönd í alþjóðlegri ballettkeppni. Meira »

„Ég var einn maurinn í mauraþúfunni“

Í gær, 20:10 Það er fáránlegt hversu mikil sóun er á vatni á Íslandi, við sturtum niður úr klósettum okkar með Gvendarbrunnavatni, hreinu dýrindis drykkjarvatni sem hefur hreinsast og síast í þúsundir ára. Meira »

100 milljónum úthlutað úr Jafnréttissjóði

Í gær, 19:26 Styrkjum úr Jafnréttissjóði Íslands var úthlutað við hátíðlega athöfn á Hótel Borg í dag. Að þessu sinni hlutu 28 umsækjendur styrk til verkefna og rannsókna sem er ætlað að efla kynjajafnrétti í íslensku samfélagi og á alþjóðavísu. Meira »

Missa af Pearl Jam vegna raddleysis

Í gær, 19:25 Eiríkur Sigmarsson átti ásamt þremur vinum sínum miða á tónleika amerísku rokkhljómsveitarinnar Pearl Jam í O2-tónleikahöllinni í London í kvöld. Það vildi þó ekki betur til en að þeim var frestað þar sem söngvari sveitarinnar, Eddie Vedder, er raddlaus. Meira »

Hrafnhildur áfram framkvæmdastjóri LÍN

Í gær, 19:11 Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir hefur verið endurskipuð í embætti framkvæmdastjóra Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN). Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands. Meira »

Mættur til Volgograd eftir 23 tíma ferð

Í gær, 18:55 „Þetta er ekkert verra en á Mývatni,“ segir Grímur Jóhannsson sem kom til Volgograd í Rússlandi í gær eftir 23 tíma lestarferð frá Moskvu, með sérstakri stuðningsmannalest á vegum mótshaldara. Hann ræddi við mbl.is um ferðalagið, mýflugurnar og borgina við bakka Volgu. Meira »

Læra að þekkja tilfinningar

Í gær, 18:30 Mikið er um að vera í leikskólanum Furugrund í Kópavogi um þessar mundir, en skólinn tekur nú þátt í Evrópuverkefni um tilfinningagreind í samstarfi við erlenda grunn- og leikskóla. Meira »

Undirbúa fjölgun ráðuneyta

Í gær, 18:15 Forsætisráðherra hyggst, í samráði við félags- og jafnréttismálaráðherra og heilbrigðisráðherra, hefja undirbúning að breyttri skipan velferðarráðuneytisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Meira »

Vonar að ekki þurfi fleiri samstöðufundi

Í gær, 17:55 Samstöðufundur með ljósmæðrum hófst í Mæðragarðinum við Lækjargötu klukkan korter í fimm. Að fundinum standa meðlimir Facebook-hópsins Mæður og feður standa með ljósmæðrum! en hópurinn telur rúmlega 13.000. Meira »

Undirbúa alþjóðlega ráðstefnu um #metoo

Í gær, 16:55 Ráðherranefnd um jafnréttismál hefur lagt til að haldin verði alþjóðleg ráðstefna um #metoo-byltinguna í tengslum við formennsku Íslands í norrænu ráðherranefndinni. Stefnt er á að ráðstefnan fari fram næsta haust. Meira »

Samninganefndir funda á morgun

Í gær, 15:59 Samninganefndir ljósmæðra og ríkisins funda á morgun vegna kröfu ljósmæðra um launaleiðréttingu. Fundurinn fer fram klukkan 11:00 í húsum ríkisáttasemjara. Nefndirnar hafa ekki fundið síðan ljósmæður höfnuðu nýjum kjarasamningum með yfirgnæfandi meirihluta 8. júní. Meira »

Borgarstjóri ber fyrir sig Gústaf

Í gær, 15:50 „Þennan trúnaðarbrest þarf að rannsaka,“ sagði Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, í ræðustól borgarstjórnar í dag. Þetta voru viðbrögð við að Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, upplýsti í ræðustól í umræðum um breytingu á skipulagi nefnda hver fulltrúi minnihlutans yrði í nýju umhverfis- og heilbrigðisráði. Meira »

HM-andköf æðstu embættismanna

Í gær, 15:45 Eftirvæntingin var gríðarmikil fyrir leik Íslands og Argentínu á HM í knattspyrnu á laugardag og horft var á leikinn víða um land. Meðal áhorfenda á Hrafnseyri voru þau Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Meira »
Vel með farinn Golfbíll til sölu á kr. 580.000
Bíllinn er með nýjum rafgeimum og mjög vel með farinn að öllu leiti. upplýsing...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
Kynlífsvörur 30% afsláttur af vörum ss titrarar, múffur, egg,gervilimir, kynlífsdúkkur www.cupid.is
Unaðsvörur ss ódýrar kynlífsvörur titrarar, múffur, egg,gervilimir, kynlífsdúkku...