Mikið eftirlit á Selfossi

Lögreglan á Suðurlandi var með eftirlit með allri umferð sem fór um Tryggvatorg á Selfossi um miðnætti. Af 70-80 ökumönnum sem voru stöðvaðir var aðeins einn sem var yfir mörkunum varðandi áfengisneyslu og var honum gert að hætta akstri.

Einn ökumaður reyndist án ökuréttinda þar sem hann hafði verið sviptur þeim og síðan var einn grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna en það reyndist ekki vera.

mbl.is