Skjálftahrina í Henglinum

Skjálfti upp á 3,4 stig varð á Hengilssvæðinu skömmu fyrir sex í morgun. Skömmu áður hafði annar skjálfti upp á 3 stig riðið yfir á sömu slóðum. Nokkrir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið, allir minni en 2 að stærð.

Enginn órói fylgdi skjálftunum, samkvæmt upplýsingum frá jarðvársviði Veðurstofu Íslands. Jarðskjálftar eru algengir á þessum slóðum.

Uppfært klukkan 8:35

Tilkynningar hafa borist um að stærri skjálftinn hafi fundist í Hveragerði og á höfuðborgarsvæðinu. Nokkrir minni skjálftar fylgdu í kjölfarið. Flestir skjálftanna eru á um 4-5 km dýpi, segir í tilkynningu frá jarðvársviði Veðurstofunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina