Skjálfti að stærð 4,1 í Bárðarbungu

Bárðarbunga í Vatnajökli.
Bárðarbunga í Vatnajökli. mbl.is/Árni Sæberg

Um hálf tólf í gærkvöldi varð skjálfti að stærð 4,1 í norðanverðri öskju Bárðarbungu. Var skjálftinn á 2,3 kílómetra dýpi. Enginn skjálfti hefur fylgt á sama svæði í kjölfarið, en þrír minniháttar skjálftar hafa mælst í nágrenni Herðubreiðar og Holuhrauns í nótt. Eru þeir allir um eða undir 1 stigi.

Samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofunni í nótt vegna skjálftans eru engin merki um gosóróa.

Tveir aðrir skjálftar urðu við Bárðarbungu í gær. Á fyrri mældist um 2,2 stig og reið yfir á sjöunda tímanum í gærkvöldi, en sá síðari var 0,9 stig og varð rétt eftir 11 í gærkvöldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert