Álag á Landspítalanum eðlilegt á ný

Viðbragðsáætl­un spít­al­ans gekk upp í dag að sögn framkvæmdastjóra lækninga …
Viðbragðsáætl­un spít­al­ans gekk upp í dag að sögn framkvæmdastjóra lækninga við Landspítalann. Alvarlegt rútuslys varð vestan við Kirkjubæjarklaustur rétt fyrir hádegi í dag. Árni Sæberg

Landspítalinn hefur verið færður af gulu viðbragðsstigi sem lýst var yfir í dag vegna rútuslyss sem varð á þjóðveginum vestan við Kirkjubæjarklaustur rétt fyrir hádegi í dag.

Slysið varð með þeim hætti að rút­a hafnaði aft­an á fólks­bif­reið með þeim af­leiðing­um að rút­an fór út af. Mik­il hálka var á veg­in­um og bratt niður af hon­um þar sem slysið varð.

Í tilkynningu frá Landspítalanum kemur fram að álag og ástand á spítalanum er nú með eðlilegum hætti miðað við árstíma. Dagurinn í dag er þó jafnan einn af annasömustu dögum ársins hjá starfsfólki spítalans.

Ólaf­ur Bald­urs­son, fram­kvæmda­stjóri lækn­inga á Land­spít­al­an­um, sagði í samtali við mbl.is fyrr í dag að viðbragðsáætl­un spít­al­ans hefði gengið upp í dag. Útkalls­kerfi hefði t.a.m. virkað sem skyldi.

Frétt mbl.is: Ungt fólk meðal hinna mest slösuðu

44 kín­versk­ir ferðamenn voru í rút­unni auk bíl­stjóra og farar­stjóra, en einn ferðamann­anna lést á vett­vangi. Tólf voru flutt­ir al­var­lega slasaðir á Land­spít­al­ann með tveim­ur þyrl­um Land­helg­is­gæsl­unn­ar skömmu eft­ir há­degi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert