Aldís áfrýjar til Hæstaréttar

Aldís Hilmarsdóttir.
Aldís Hilmarsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Aldís Hilmarsdóttir, fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem íslenska ríkið var sýknað af kröfum hennar, til Hæstaréttar.

Þetta kemur fram á vef Rúv.

Dómurinn féll 13. desember sl. Aldís fór fram á ógild­ingu á til­færslu í starfi og bæt­ur vegna hennar og einelt­is sem hún taldi sig hafa orðið fyr­ir af hálfu lög­reglu­stjóra.

Sig­ríður Björk Guðjóns­dótt­ir lög­reglu­stjóri ákvað að færa Al­dísi til í starfi og taldi Al­dís að það hafi verið stjórn­valdsákvörðun sem byggði á ómál­efna­leg­um for­send­um og í raun verið illa dul­bú­in og fyr­ir­vara­laus brott­vikn­ing úr starfi. Þá sakaði hún Sig­ríði um einelti. Fór Al­dís fram á 2,3 millj­ón­ir í bæt­ur og ógild­ingu á ákvörðun­inni.

Sig­ríður hef­ur sagt að deild­in hafi verið óstarf­hæf und­ir stjórn Al­dís­ar en því hafnaði Al­dís við aðalmeðferð máls­ins. Hún hafi komið inn í erfiðar aðstæður í deild­inni og und­ir hafi kraumað mikl­ir erfiðleik­ar og hiti, meðal ann­ars vegna meintra spill­ing­ar­mála tveggja lög­reglu­full­trúa við deild­ina.

mbl.is