Fordæmalaust góðæri við lýði

Góðærið skilar sér í meiri skatttekjum ríkissjóðs.
Góðærið skilar sér í meiri skatttekjum ríkissjóðs. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Íslendingar búa nú við meiri hagsæld og betri lífskjör en nokkru sinni fyrr. Þetta segir Páll Kolbeins, rekstrarhagfræðingur hjá ríkisskattstjóra, í grein í Tíund, blaði embættisins, sem er nýkomið út.

Í greininni fjallar Páll um niðurstöður álagningar opinberra gjalda á lögaðila vegna rekstrar ársins 2016. Lögaðili er samheiti yfir félög sem eru í atvinnurekstri, oftast hlutafélag eða einkahlutafélag.

Fyrirtækjum á skattgrunnskrá fjölgaði í fyrra og fleiri fyrirtæki voru rekin með hagnaði og greiddu skatt af tekjum og hagnaði en tekjuskattur hefur aldrei verið jafnmikill og árið 2016. Þá jukust launagreiðslur fyrirtækja og stofnana einnig mikið en þær voru nú í fyrsta skipti hærri en þær voru árið 2007 og hafa aldrei verið jafnháar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert