Lög um NPA samþykkt

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra.
Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Frumvarp félags- og jafnréttismálaráðherra um breytingu á lögum um málefni fatlaðs fólks og notendastýrðri persónulegri aðstoð (NPA) var samþykkt á Alþingi í dag og munu þau öðlast gildi hinn 1. janúar 2018.

Í lögunum er kveðið á um að bráðabirgðasamninga, sem gerðir voru árið 2017, megi framlengja til ársloka 2018, eða fram að gildistöku laga þar sem kveðið verður á um réttinn til notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar. Þá er heimilt að gera nýja samninga í samræmi við heimildir í fjárlögum fyrir árið 2018.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert